Ég er í vandræðum með Dell Latitude 505D vél. Þegar hún er tengd við sjónvarpið verður hljóðið á eftir myndinni eftir nokkurn tíma. Einhverjar hugmyndir?
Lendi stundum í þessu (og ekki sem samskonar tölvu og þú) .. virðist þó vera mismunandi eftir spilurum. Finnst þetta t.d. oftar gerast í WMP.. .avi skrár sem fara úr sync í WMP spilast síðan fínt í VLC.
Oh, og "sync" er stytting á enska orðinu "Synchronized" sem útlegst á íslensku "samhæfður".. eða bara í takt..
Jamm, ég held að þetta sé nokkuð algengt vandamál, t.d. með rippaðar bíómyndir af netinu, en það hefur þá gerst hjá mér hvort sem að ég er með það á skjánum eða sjónvarpinu.
Og mig minnir einmitt að VLC sé með einhvern búnað sem að samhæfir myndina við hljóðið öðru hvoru, eins og Stutturdreki segir
Þetta gerist með avi fæla, hef ekki prófað aðra. Ég hélt kannski að tölvan væri ekki nægilega öflug eða að þetta væri stillingaratriði. Ég prófa VLC spilarann.
M. kv.