Þannig er mál með vexti að ég keypti mér DVD disk fyrir stuttu. Þegar ég loks tók umbúðirnar utan af honum þá kom í ljós að það var stór límklessa á disknum.
Nú spyr ég ykkur kæru vaktarar; Hvernig get ég náð þessu af án þess að skemma diskinn?
P.s. Það er ekki inni í myndinni að skila disknum þar sem hann var keyptur í Danmörku.
gnarr skrifaði:ég myndi ekki halda að efni og vinna í að losa lím af DVD disk sé þess virði. þú getur fengið nýjann fyrir 100kall útí búð.
Nei? Þetta er ekki DVD-R
MezzUp skrifaði:Er hún það stór/þétt að þú getir náð henni af í einu lagi eða?
Er hún ofaná eða undir disknum? Var diskurinn sem sagt í plasti þegar þú fékkst hann?
Ég get ekki náð henni af í einu lagi, þetta er frekar klístrað og svona vesen. Hún er undir disknum og diskurinn var í hulstri þegar ég keypti hann (festingin átti að notast við þetta lím til að haldast við pakkninguna en hún losnaði og diskurinn límdist við í staðinn).
Ég held að það sé skárra fyrst að þetta er undir disknum, og þú gætir kannski prófað mjög fínan sandpappír, en mér finnst nú eins og það sé samt of „harkalegt“
En annars er þetta rétt hjá gnarr, það tekur því varla að vera að gera þetta
þetta gerðist með Iron Maiden tónleika sem að ég á..(svona tappi sem límist á spjald losnaði og diskurinn nuddaðist á "límblettinn" ég náði í vatn og svona sérstaka "gler og spegla" tusku.. Ótrulega fíngerð og er algjör snilld á skjái.. En annars virkar örugglega alchahol vel..(s.s. Hreinsað Bensín..)