Framtíðin í skjáum og skjáupplausnum

Svara
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Framtíðin í skjáum og skjáupplausnum

Póstur af appel »

Ég hef verið að velta þessu fyrir mér, því ég elska stóra skjái og mikla upplausn. En hver er þróunin í þessu? Ég er núna með 19" skjá heima og er með 1280x1024@85hz upplausn sem er nú ekkert ofboðslega mikil þróun frá 17" tölvuskjá sem ég var með fyrir nærri 8 árum síðan keyrandi á 1024x768@75hz.

En nú eru CRT skjárnir algjörlega dottnir út, það kaupir enginn heilvita maður þá lengur þar sem LCD skjáirnir eru orðnir mjög ódýrir miðað við það sem var, allavegana 19" LCD og undir.
En þeir bjóða ekki upp á neina ofurupplausn, 1280x1024 er greinilega algengasta í 19" LCD skjáum, og þá keyrandi keyrandi @75hz eða @85hz. Reyndar finnur maður minna fyrir lægri skjátíðni á LCD skjáunum miðað við CRT skjáina, þannig væri hægt að bera saman ~70hz á LCD við >85hz á CRT. Mín tilfinning allavegana.

En allavegana, draumurinn minn er að kaupa mér um 24-26" LCD skjá, eða jafnvel 30" LCD sem Apple er að selja. Reyndar kosta þessi stóru skjáir rosalega mikið ennþá, yfir 200þús. Einn 23" á tölvulistann á 170þús.

En ég hef velt þessu fyrir mér, að kaupa svona 24-26" LCD skjá á 200þús. Þetta er mikill peningur, en þegar maður hugsar svo út í það hversu æðislegt það er að vinna við svona skjá þá hættir maður að hugsa um peninga. Einnig þegar maður hugsar út í það hvað maður eyðir miklum tíma fyrir fram tölvuna.
Einnig; þegar maður er með svona stóran skjá þá getur maður sleppt því að kaupa sér sjónvarp, getur bara keypt sér sjónvarpskort og þá sleppir maður líka við að borga til RÚV. Svo sleppir maður nú auðvitað við að kaupa sér einhvern 19" bastarð á 50þús.


Smá verðdæmi

Þannig að dæmið er svona:
- Sjónvarp: 70þús c.a.
- 19" bastarðs-LCD skjár: 50þús c.a.
- Afnotagjöld RÚV í 5 ár (líftími LCD skjásins?): 162 þús
Samtals: 282þús

Stór 24-26" skjár: 220þús
Sparnaður: 62þús



Þetta litla ónákvæma dæmi sýnir það að það getur borgað sig að kaupa svona æðislegan LCD skjá. Og ímyndaðu þér upplausnina sem þú getur unnið í, einhver þúsundir x þúsundir =)

Spurning með þessi 2D skjákort, ekki gríðarlega mikil þróun búin að vera í þeim geira, aðallega í 3D skjákortunum. Nú þarf að sparka þeirri þróun í gang því ég vil veðja að gríðarlega háar upplausnir eigi eftir að verða vinsælli í framtíðinni þar sem framleiðslan á LCD er búin að vera breytast mjög mikið undanfarið, ódýrari framleiðsla og meira magn sem er verið að selja.

Nú er bara spurning hvenær meira úrval kemur af þessum skjám :) þeir borga sig tvímælalaust.

Næsti skjár sem ég kaupi mér verður örugglega risa-LCD, minn 19" sony trinitron á kannski eitt gott ár eftir af líftímanum.
*-*

goldfinger
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 10:06
Staða: Ótengdur

Póstur af goldfinger »

þá sleppir maður líka við að borga til RÚV.
Ég hélt að það væri nú ekki hægt, hvort sem maður ætti sjónvarp eða ekki. Má vel vera að ég sé að rugla eitthvað sko.
Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1784
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Póstur af emmi »

EJS er með Dell 24" LCD á 129þús.
Skjámynd

Fletch
Stjórnandi
Póstar: 1225
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 00:14
Staðsetning: MHz=MHz+1
Staða: Ótengdur

Póstur af Fletch »

hann er á 166 þús á vefnum hjá þeim

http://extranet.ejs.is/extranet/Product ... ID=2405FPW

Fletch
AMD Ryzen 5900x * Nvidia GTX 3080 Ti * Asus ROG Crosshair VIII Hero * 32GB Samsung B-Die @3800MHz (14-14-14-28)
CPU & VGA WaterCooled * CaseLabs T10 * Corsair HX 1200i * LG 38GL950 * Motu M2 / Yamaha HS8 + Presonus T10 Sub
Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1784
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Póstur af emmi »

Hmmm, þeir hafa hækkað þetta þá nýlega. :P
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

goldfinger skrifaði:
þá sleppir maður líka við að borga til RÚV.
Ég hélt að það væri nú ekki hægt, hvort sem maður ætti sjónvarp eða ekki. Má vel vera að ég sé að rugla eitthvað sko.
Nibb, þú sleppur ef að þú átt ekki sjónvarp, og þeir eru líklega ekki byrjaðir að skrá sjónvarpskortaeign

En frábær hugmynd að þræði hjá þér appel, maður vill endilega sjá meira af svona gáfulegum og vel upp settum pælingum hérna :)
Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1784
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Póstur af emmi »

Fer eftir því hvað gerist þegar þeir breyta lögunum um afnotagjöld RÚV. Eins og málin standa í dag þá er vel mögulegt að fólk 18ára og eldri verði að borga nefskatt til þess að halda þessu batteríi á floti.

goldfinger
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 10:06
Staða: Ótengdur

Póstur af goldfinger »

Jebb, til að auka tekjurnar. Væri alveg til í að borga einhvern nefskatt eða hvað sem þetta er ef að það væri einhver almennileg dagskrá!

Cascade
FanBoy
Póstar: 728
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Staða: Ótengdur

Póstur af Cascade »

Ég er með þennan 24" Dell skjá

Hann er algjör snilld og ekkert annað ;)

hahallur
Staða: Ótengdur

Póstur af hahallur »

hahaha djöfull er þetta ömurlegt dollarinn aldrei lægri og þeir hækka verðið
Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1784
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Póstur af emmi »

Þetta er alveg týpísk íslensk verðálagning. Þeir vita að HP 2335 kostar 179.900 hjá HP Búðinni, og þá hækka þeir sinn skjá aðeins en þó ekki meira en HP skjárinn kostar. Best að hringja í þá og spyrja hvað valdi þessari breytingu. :P
Þeir komu með þá afsökun að þetta væri ekki endilega keypt í USA heldur líka Evrópu.

Edit: Hann kostar núna 149.900kr.

hahallur
Staða: Ótengdur

Póstur af hahallur »

kostar 70þús úti.
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Póstur af appel »

Ég skil ekki af hverju vöruverð þarf að vera svona hátt hérna á Íslandi, ég pantaði mér vöru sem kostaði 3.720 kr úti, og þegar varan var komin hingað til lands (gegnum ShopUSA) þá kostaði hún alls 7.200 kr. En um 1.9 sinnum vöruverðið í BNA. Svona það sem ég átti von á.

En miðað við það vöruverð sem ég hef í íslenskum búðum þá virðist varan alltaf kosta yfir tvisvar sinnum meira en vöruverðið í BNA. T.d. 2.4 sinnum meira.

iPOD mini 4gb kostar 12þús kr í BNA, en kostar 28þús hér. Þetta er * 2.33 vöruverð í BNA. Með réttu ætti iPod mini að kosta 22þús hingað kominn.
*-*

hahallur
Staða: Ótengdur

Póstur af hahallur »

Þeir eru ekki að kaupa I-Pod á 12þúsund stykkið, minna, svo taka þeir mörg stykki í einu og fá vsk endurgreiddan, þannig þetta er miklu minna en 22þús

Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1802
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Staða: Ótengdur

Póstur af Snorrmund »

appel skrifaði:Ég skil ekki af hverju vöruverð þarf að vera svona hátt hérna á Íslandi, ég pantaði mér vöru sem kostaði 3.720 kr úti, og þegar varan var komin hingað til lands (gegnum ShopUSA) þá kostaði hún alls 7.200 kr. En um 1.9 sinnum vöruverðið í BNA. Svona það sem ég átti von á.

En miðað við það vöruverð sem ég hef í íslenskum búðum þá virðist varan alltaf kosta yfir tvisvar sinnum meira en vöruverðið í BNA. T.d. 2.4 sinnum meira.

iPOD mini 4gb kostar 12þús kr í BNA, en kostar 28þús hér. Þetta er * 2.33 vöruverð í BNA. Með réttu ætti iPod mini að kosta 22þús hingað kominn.
Satt en því Það eru komnar upp svona umræður .. :) hvernig er það með creative spilarana þarf sér forrit fyrir þá líkt og með ipod? mér finnst það svo kjánalegt að þurfa sér forrit.. Kannski gott að hafa möguleika á að nota sér forrit til að halda utan um playlists og þannig.. En að láta fólk ÞURFA að nota eitthvað þannig forrit með spilaranum sínum er bara kjánalegt, ekkert smá pirrandi að þurfa að setja upp sér forrit á hverja tölvu sem að maður notar spilaran í.. afhverju ekki að hafa þetta UNIVERSAL.. Þetta er bara eins amerískt og þetta gæti verið... Þessir kanar reyna alltaf að hafa allt öðruvísi(Hóst, mph hóst,) en ef að einhverjum finnst ég vera að eyðilleggja umræðurnar endilega gera bara nýjan þráð einhverstaðar annarstaðar.

Cascade
FanBoy
Póstar: 728
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Staða: Ótengdur

Póstur af Cascade »

hahallur skrifaði:Þeir eru ekki að kaupa I-Pod á 12þúsund stykkið, minna, svo taka þeir mörg stykki í einu og fá vsk endurgreiddan, þannig þetta er miklu minna en 22þús
hahallur, þú ert að grínast?

Helduru að apple umboðið fái vsk endurgreiddan?

BTW. skattar og gjöld á ipod og flestum mp3 spilurum eru fáránleg.. til dæmis í fríhöfninni eru þeir á skikkanlegu verði þar sem þeir losna við þessa skatta.

vldimir
has spoken...
Póstar: 163
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 13:27
Staðsetning: otherside
Staða: Ótengdur

Póstur af vldimir »

Öll fyrirtæki fá VSK endurgreiddan, eða hafa möguleikan á því.
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

Cascade skrifaði:hahallur, þú ert að grínast?
Helduru að apple umboðið fái vsk endurgreiddan?

BTW. skattar og gjöld á ipod og flestum mp3 spilurum eru fáránleg.. til dæmis í fríhöfninni eru þeir á skikkanlegu verði þar sem þeir losna við þessa skatta.
Vitaskuld fá þeir virðisaukaskattinn endugreiddan eins og öll önnur fyrirtæki. En síðan þurfa þeir vitaskuld að leggja vsk. á vörur sem þeir selja, eins og öll önnur fyrirtæki.

En já, skattar/tollar á svona dæmi eru víst uppúr öllu valdi. T.d. sérflokkur fyrir DAP spilara á ShopUSA(flokkurinn heitir Ipod). Ég man eftir einhverjum Apple kalli í fréttunum fyrir nokkru að kvarta undan þessu.
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

það er nú verið að hugsa um að leggja niður afnotagjöld eftir 2-3ár og setja nefskatt í staðinn. svo að kanski spararu þér ekki eins mikið og þú vilt.
"Give what you can, take what you need."
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Póstur af Daz »

appel skrifaði:Ég skil ekki af hverju vöruverð þarf að vera svona hátt hérna á Íslandi, ég pantaði mér vöru sem kostaði 3.720 kr úti, og þegar varan var komin hingað til lands (gegnum ShopUSA) þá kostaði hún alls 7.200 kr. En um 1.9 sinnum vöruverðið í BNA. Svona það sem ég átti von á.

En miðað við það vöruverð sem ég hef í íslenskum búðum þá virðist varan alltaf kosta yfir tvisvar sinnum meira en vöruverðið í BNA. T.d. 2.4 sinnum meira.

iPOD mini 4gb kostar 12þús kr í BNA, en kostar 28þús hér. Þetta er * 2.33 vöruverð í BNA. Með réttu ætti iPod mini að kosta 22þús hingað kominn.
Hvar eiga þá fyrirtækin að fá peninga til að borga húsaleigu, laun starfsmanna og annan kostnað?
Svara