JReykdal skrifaði:Ég OC-a ekki og 6xx línan er með EIST (speedstep) þannig að hann keyrir alveg ágætlega "volgt".
Alltaf gaman þegar að fólk grípur svona hluti á lofti í blindni. Hér eru niðurstöður prófana:
http://www.anandtech.com/cpuchipsets/sh ... i=2353&p=4
Eins og þú sérð þá eru þeir heitari í fullri keyrslu en 5XX línan, og aðeins nokkrum wöttum kaldari en 5XXJ örrarnir þegar ekkert er í gangi. Þetta er þó mismunandi eftir þeim síðum sem ég hef skoðað en allavega eru engin kraftaverk í gangi.
JReykdal skrifaði:Varðandi benchmarks þá er hann alveg samkeppnishæfur við AMD.
Nei, ekki miðað við verð.
Ef við tökum 630(240$) vs. 3400+(220$) þá er 3400+ að taka 630 28:9
Ef þú ferð í dýrari kantinn 650(400$) vs. 3800+(380$) þá er staðan einnig 28:9 skv. niðurstöðum hjá Anandtech, hjá X-bit labs er staðan betri 22:11, 19:12 hjá Techreport og loks 8:4 hjá Tomshardware
Þetta er svipað og þegar að hörðustu AMD-sleikjurnar sóru fyrir að AthlonXP 3000+ og 3200+ væru sambærilegir við P4 3.0C og 3.2C, þetta eru draumórar, auðvitað eru afmörkuð svið þar sem 6XX línan er að pluma sig vel en yfir heildina litið er leikurinn bara ójafn.
JReykdal skrifaði:Ég vinn á Intel vélum og EM64T kemur sér vel í að fá reynslu á það á Intel arch því AMD64 er ekki _nákvæmlega_ eins og EM64T og því er gott að geta skoðað þetta smá áður en að það kemur að deployment.
Góður punktur, reyndar eru þessi skipanasett nánast eins og stærsti munurinn í raun nafnið
Einnig má geta þess að Intel markaðssetur öflugan compiler fyrir sína örgjörva og munar helling þegar hann er notaður.
Af því sem ég hef séð þá virkar sá compiler jafnvel betur fyrir Athlon64 örgjörva en fyrir Intel gjörva, sem dæmi má sýna Sphinx raddkenniforritið:
http://www.techreport.com/reviews/2005q ... ex.x?pg=13
Reyndar eru þetta engar stórar bætingar en samt dálítil kaldhæðni :LOL:
6XX línan væri engu að síður mjög fín ef hún væri svo sem þriðjung ódýrari.