Ég rakst á þetta þegar ég var að vafra á netinu í dag. Linky
Þessi kassi á víst að vera með sérstakri auka kælingu fyrir skjákortið. Með nForce 4 ultra kubbasettinu gott ef maður skellir sér ekki á einn svona þegar hann kemur út. Kassinn á að koma út 22. feb en ég held að það sé alveg búið að negal það.
Eini gallinn við þetta eins og margar aðrar týpur af Shuttle XPC vélum er að þeir fjarlægja oft marga fídusa sem eru annars á venjulegum móðurborðum. Í þessu tilviki ákváðu þeir að hafa SATA150 í stað SATA300 sem er nóg til að ég myndi ekki kaupa þetta. Í minni Shuttle SN95G5 vél sem er Nforce3 ákváðu þeir að nota LAN chip frá Marvell í stað Nvidia ethernet með innbyggða hardware eldveggnum.