Fyrirspurn til notenda Hive og annara á FirstMile netinu.

Svara

Höfundur
Emizter
Fiktari
Póstar: 77
Skráði sig: Mán 26. Apr 2004 23:24
Staðsetning: Njarðvík, Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Fyrirspurn til notenda Hive og annara á FirstMile netinu.

Póstur af Emizter »

Sælir.

Ég hef verið að spá, þið sem erum t.d. hjá Hive, eða BTnet. Hvernig hraða eruð þið að ná í File Transfer á MSN, er hann alveg mjög hægur, eða er hann bara venjulegur. Því að ég er að lenda í því, og allir aðrir hjá þessu fyrirtæki að hraðinn er mjög lélegur og það kemur líka stundum fyrir að það komi Tranfer Failed (er reyndar ekki beinlínis á FirstMile netinu heldur er allur Búnaðurinn hinn sami, þeas DSLAM'in og allir keyrir á PPPoE o.s.frv).

Ég er s.s. spá hvort þetta sé bara hérna, eða öllum sem keyra sama búnað og á FirstMile netinu (ég er samt ekkert viss um að Hive sé á firstmile netinu, en þeir eru að keyra á sama búnaði samt).

Ég hef samt tekið eftir einu, einu undantekningar tilfellin að hraðinn sé eðlilegur, það er þegar annar aðlilinn er bara með venjulegt módem, en það er orðið mjög fátítt í dag, flestir með router.

Takk fyrirfram.

btw, ef ykkur dettur einhvað í hug hvað málið getur verið, látið mig vita og ég mun láta tékka á því.
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

Ég hugsa að þetta tengist ekki dslömmunum*1 heldur afþví að báðir notendur*2 eru bakvið non-UPnP*3 router eða hafa ekki opnað tilskilin port. Þá geta tölvurnar ekki 'hafið samband'*4 sín á milli og verða þ.a.l. að senda gögnin í gegnum MS server sem að er mjög hægvirkt*5 og telur líklega í utanlandskvóta.

(Fannst betra að nota þessar tilvísanir í staðinn fyrir að fylla allt af svigum. :))
1. DSLAM í fleirtölu :P
2. senda og sækja þ.e.
3. Universal Plug 'n' Play. Opnar port að beiðni forrita(held ég)
4. establish a connection
5. og timeout'ar jafnvel

Ég er hjá Símnet og hef verið að lenda stundum í þessu, alltaf hjá sömu notendum.

Finnur örugglega eitthvað nákvæmara um þetta í Microsoft KnowledgeBase (t.d. hvaða port þarf að opna)


Og já, færði þetta í 'Netkerfi' fyrir þig ;)

Höfundur
Emizter
Fiktari
Póstar: 77
Skráði sig: Mán 26. Apr 2004 23:24
Staðsetning: Njarðvík, Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Póstur af Emizter »

hehe já thx

já ég veit að þetta ætti ekki að vera dslamunum að kenna.

En þetta er einhvað.. því að þrátt fyrir að báðir routerarnir eru með UPnP enablað.. þá virðist þetta eins og þú segir alltaf fara í gegnum MS server'inn... sem ég vissi ekki einu sinni um.

Ekki er möguleiki á að fyrirtæki þarf að sækja um leyfi hjá msn til að láta notendur senda p2p... það finnst mér reyndar ólíklegt.

*bætt við.. Ég lendi ALLTAF í þessu nema ég sé að senda einhvejum sem er með módem, og ég er amk með UPnP enable'að, og flestir amk sem ég reyni að senda.
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

Hmm, það gerðist nefnlega það sama hjá mér(þ.e. lagaðist ekki) þótt að ég enable'aði UPnP í mínum SpeedTouch 545.
Prófaðu að forwarda þessum portum á réttar tölvur. Minnir að það hafi verið talað um „sem flestar tölur á milli 6891 og 6900“
Svara