IE6:
Currently, 18 out of 77 Secunia advisories, is marked as "Unpatched" in the Secunia database.
FireFox 1.x:
Currently, 6 out of 8 Secunia advisories, is marked as "Unpatched" in the Secunia database.
Með því að teygja tölfræði á alla kanta er hægt að fá ýmsar niðurstöður:
FireFox er með mun hærra hlutfall af ólöguðum öryggisholum (75% á móti 23% hjá IE).
IE öryggisholur hafa mun meiri áhrif þar sem hann er mun meira notaður í heiminum en FireFox (þó ég sé bara að bera saman við IE6).
IE hefur fleiri alvarlegar öryggisholur.
FireFox er talinn Moderately Critical en IE Highly Critical miðað við alvarlegustu ólöguðu villurnar.
Ég miða þetta að sjálfsögðu allt við niðurstöðurnar frá Secunia en þeir eru langt því frá eini aðilinn sem skoðar þessi mál þannig að niðurstöðurnar eru eru örugglega mismunandi milli öryggisfyrirtækja.
Ég viðurkenni fúslega að ég er Microsoft maður en það er ekkert hægt að líta framhjá því að FireFox er almennt séð öruggari og betri browser en IE, annað er bara hræsni.
Það verður hins vegar gaman að sjá hvernig IE7 kemur út þegar Longhorn kemur (fæ betu í Júní, óvíst hvort IE7 verði partur af henni).