Ég er búinn að vera að pæla í að uppfæra vélina mína með nýjum örgjörva en mig langar ekkert í neinn high speed örgjörva, bara einn góðan og ódýrann sem að er lítið mál að klukka með góðri viftu og notasta við þannig.
Hef verið að fylgjast með verðvaktinni aðeins og eins og það lítur út þar þá er AMD xp örrarnir að hverfa og Sempron er alveg að taka við og er hægt að fá þá á góðu verði á meðan að xp virðast halda ágætis verði á sér.
En eins og ég sagði hér að ofan þá er ég að leita að ódýrum AMD örgjörva sem að er gott að klukka og ég get notað í leiki (tók það reyndar ekki fram) og svoleiðis vesen.
Hef heyrt góða hluti um að Sempron séu góðir og klukkist vel. En ég var eitthvað að skoða og sá t.d. að á computer.is er hægt að fá Duron örgjörva með álíkum mhz fjölda á líku verði og sambærilegir sempron, nema bara að fsb er hærra á sempron.
Taka það fram áður en að ég held áfram að ég er aðalega að pæla í góðri zalman viftu framan á þetta til að klukka með, líklega copar.
En hvort er þá sniðugra fyrir mig að taka Sempron örgjörva með 333 fsb eða Duron örgjörva með 266 fsb?
Og þá er ég auðvitað að tala um í sambandi við hvernig þeir eru eftir að ég næ að klukka þá aðeins til og laga til við tölvuna.
Einnig er ég ekki alveg viss um hvernig ég á að velja örgjörva. Þeir eru auðvitað læstir (nema Duron sem að ég veit ekki hvort að seljist læstir en ég reikna með því) og þá er notlega ekkert annað að gera en að reyna að hækka fsb og biðja og vona en er betra að fá sér stærri týpurnar með hærri margfaldara svo að ef að maður hækki fsb þá hækki það hlutfallslega meira eða eru þessir örgjörvar allir eins, og best sé að kaupa þann ódýrasta og nauðga bara fsb tölunni eins og ég get? (Ef að þetta er eitthvað ruglingslegt þá er ég að meina eins og Sempron 2200+ vs Sempron 2800+).
Já og að lokum þá er kannski best að taka fram hvaða móðurborð og minni ég er með.
Ég er með Abit An7 móðurborð, nýlegt og Mushkin basic green 512 ddr400, einnig nýlegt.
Hvaða AMD örgjörvi er bestur í ódýra kantinum?
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1268
- Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
- Staðsetning: Router(config)#
- Staða: Ótengdur
Var að lesa það á Tommanum að Sempron 3100+ s754 þeir eiga víst að vera góðir í overclocki og var að koma svipað út og AMD64 3200+ þeir voru að tala um að það þarf bara góða kælingu og þá er þetta bara mjög gott.. En þar sem þú ert með móðurborð sem styður ekki s754 þá passar hann ekki í borðið þitt, en það er hægt að fá Sempron 3100+ og Abit KV8 Pro - 3rd Eye móðurborð á lítin pening.
Kosnaðurinn er:
Sempron 3100+ hjá Att.is 11.950 kr.
Abit KV8 Pro - 3rd Eye hjá Tölvuvirkni 10.970 kr.
Sammtals: 22.980 kr.
Þetta er nú bara ágætis uppfærsla fyrir 23 þús.
Getur lesið um þetta hérna: http://www.tomshardware.com/cpu/20050202/index.html
---
Svo getur líka fengið þér AMD64 2800+ hjá Boðeind á 12.900 kr. í staðinn fyrir Semproninn en þetta er bara uppástunga fyrir þig.. En ef þú vilt handa móðurborðinu þínu þá held ég að það sé best fyrir þig að fá þér Sempron 2800+ kostar ekki nema 9.950 kr. hjá Att.is ... Vona að þetta geti eitthvað hjálpað þér.
Kosnaðurinn er:
Sempron 3100+ hjá Att.is 11.950 kr.
Abit KV8 Pro - 3rd Eye hjá Tölvuvirkni 10.970 kr.
Sammtals: 22.980 kr.
Þetta er nú bara ágætis uppfærsla fyrir 23 þús.
Getur lesið um þetta hérna: http://www.tomshardware.com/cpu/20050202/index.html
---
Svo getur líka fengið þér AMD64 2800+ hjá Boðeind á 12.900 kr. í staðinn fyrir Semproninn en þetta er bara uppástunga fyrir þig.. En ef þú vilt handa móðurborðinu þínu þá held ég að það sé best fyrir þig að fá þér Sempron 2800+ kostar ekki nema 9.950 kr. hjá Att.is ... Vona að þetta geti eitthvað hjálpað þér.
Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1058
- Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
- Staðsetning: www.tech.is
- Staða: Ótengdur
AN7 er socket A er það ekki?.
Allavega bestu AMD socket A örrarnir til að klukka í dag eru mobility örgjörvar en þeir hafa ólæstan multipiler, og keyra á lágu vcore.
Fyrir mig væri þetta málið á socket A http://www.computer.is/vorur/4686
Reyndar er bæði talað um þarna að hann sé 133 og 166 fbs veit ekki hvort það sé villa í skráningu.
Skoðaðu þó vel áður hvort einhverjir hafi náð árangri með þessum örgjörva á þínu móbói. Veit að menn hafa sumir verið í vandræðum með að OC þessa cpu. En ef vel tekst þá góður árangur.
Reyndar eru Athlon gömlu ólæstu örrarnir drauma OC örgjörvar á socket A en efast um að þú finnir slíka í dag. Þoldu hækkun á fbs vel yfir 200 og voru ólæstir. Barton 2500+ voru líka vinsælir í OC áður en AMD læsti multipiler í framleiðslu en Barton þolir illa fbs hækkun.
Las þessa Tomma grein líka þannig ágætis lausn.
Spurning að fara jafnvel í 939 socket og AMD 64 3000+ 90nm, hef séð OC á þeim upp í 2,6Ghz. Væri þó örlítið dýrara.
Kveðja Yank
Allavega bestu AMD socket A örrarnir til að klukka í dag eru mobility örgjörvar en þeir hafa ólæstan multipiler, og keyra á lágu vcore.
Fyrir mig væri þetta málið á socket A http://www.computer.is/vorur/4686
Reyndar er bæði talað um þarna að hann sé 133 og 166 fbs veit ekki hvort það sé villa í skráningu.
Skoðaðu þó vel áður hvort einhverjir hafi náð árangri með þessum örgjörva á þínu móbói. Veit að menn hafa sumir verið í vandræðum með að OC þessa cpu. En ef vel tekst þá góður árangur.
Reyndar eru Athlon gömlu ólæstu örrarnir drauma OC örgjörvar á socket A en efast um að þú finnir slíka í dag. Þoldu hækkun á fbs vel yfir 200 og voru ólæstir. Barton 2500+ voru líka vinsælir í OC áður en AMD læsti multipiler í framleiðslu en Barton þolir illa fbs hækkun.
Las þessa Tomma grein líka þannig ágætis lausn.
Spurning að fara jafnvel í 939 socket og AMD 64 3000+ 90nm, hef séð OC á þeim upp í 2,6Ghz. Væri þó örlítið dýrara.
Kveðja Yank
Sko ég hef ekki mikið verið að skoða Athlon 64 undanfarið og verðið hérna heima en segjum sem svo að ég myndi kaupa mér sempron 3100+ (754) eða amd athlon 64(754) og móðurborð með því ... þá erum við kannski að tala um 20 - 30þús + 5þús króna viftu. Og miðað við það sem að maður heyrði fyrir ári þá er (eða var) 754 allavega deyjandi socket þannig að kannski er ekki sniðugt að fara úr einu secondary socket-i í annað.
Þá stendur til boða 939 sem að ég hef mikinn áhuga á en aftur er það þá komið upp í nokkuð góðann verðpakka.
En Sempron sem að passar í mitt móðurborð er þá eins og 2800+ á sirka 8500kr. + 5þús kr. vifta sem að er strax fínt, eða þá mobile barton + vifta og þá er maður í sirka 16 þús ... ennþá vel undir ef að maður miðar við að þurfa að kaupa nýtt móðurborð með öðrum sockets.
En já .. var mikið að pæla í amd athlon mobile fyrir stuttu síðan en svo fór maður að heyra góða hluti af sempron og þar að auki þá kostar mobile 11þús.
En er mobile örrin mikið betri kostur en sempron örrarnir ef að maður ætlar sér á annaðborð að kaupa og overclocka strax?
Þá stendur til boða 939 sem að ég hef mikinn áhuga á en aftur er það þá komið upp í nokkuð góðann verðpakka.
En Sempron sem að passar í mitt móðurborð er þá eins og 2800+ á sirka 8500kr. + 5þús kr. vifta sem að er strax fínt, eða þá mobile barton + vifta og þá er maður í sirka 16 þús ... ennþá vel undir ef að maður miðar við að þurfa að kaupa nýtt móðurborð með öðrum sockets.
En já .. var mikið að pæla í amd athlon mobile fyrir stuttu síðan en svo fór maður að heyra góða hluti af sempron og þar að auki þá kostar mobile 11þús.
En er mobile örrin mikið betri kostur en sempron örrarnir ef að maður ætlar sér á annaðborð að kaupa og overclocka strax?
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1058
- Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
- Staðsetning: www.tech.is
- Staða: Ótengdur
Ég held að þú klukkir Sempron ekki mikið af viti.
Skoðaðu þetta
http://www.vr-zone.com/ocdb/
Skoðaðu sérstaklega 939 64bit 3000+ 90nm
Allt nýjar færslur að ná þessu í 2,5 - 2,8 Ghz á lofti
Greinilega ekki neinar tröllasögur varðandi möguleika á OC á 3000+ eins og maður hélt fyrst. Allavega nokkuð góðar líkur á því að þú eyðir 16 þús í cpu sem með OC virkar eins og 5x dýrari cpu.
Skoðaðu þetta
http://www.vr-zone.com/ocdb/
Skoðaðu sérstaklega 939 64bit 3000+ 90nm
Allt nýjar færslur að ná þessu í 2,5 - 2,8 Ghz á lofti
Greinilega ekki neinar tröllasögur varðandi möguleika á OC á 3000+ eins og maður hélt fyrst. Allavega nokkuð góðar líkur á því að þú eyðir 16 þús í cpu sem með OC virkar eins og 5x dýrari cpu.
Fyrir sama pening ætti ég samt að getað keypt örgjörva og viftu og komið honum í betra stand en ég er með nú þegar.
En ég er að pæla, eins og er þá er ég með 1.47 ghz AMD ahtlon xp (palomino ókklukkanlegur) 1600+ örgjörva og ég er bara nokkuð sáttur við vinnsluna í honum.
Myndi ég finna mikinn mun ef að ég keypti mobile 2500 barton og kæmi honum í 2.4 - 2.6 ?
Þetta er auðvitað heilt ghz en ég er bara að pæla hvort að ég finni virkilega vinnslu virðist þessa penings?
En eins og er tími ég ekki að kaupa mér athlon 64 þar sem að ég þarf að kaupa örgjörva, móðurborð og viftu þegar að ég get sparað mér góðann 15þús kall og líklega orðið sáttur við muninn sem að ég myndi finna með örgjörva og viftu sem að kosta jafn mikið og móðurborðið eitt.
Þá frekar leyfi ég palomino-num að keyra í sirka ár í viðbót, eða þangað til að hann deyr.
En ég er að pæla, eins og er þá er ég með 1.47 ghz AMD ahtlon xp (palomino ókklukkanlegur) 1600+ örgjörva og ég er bara nokkuð sáttur við vinnsluna í honum.
Myndi ég finna mikinn mun ef að ég keypti mobile 2500 barton og kæmi honum í 2.4 - 2.6 ?
Þetta er auðvitað heilt ghz en ég er bara að pæla hvort að ég finni virkilega vinnslu virðist þessa penings?
En eins og er tími ég ekki að kaupa mér athlon 64 þar sem að ég þarf að kaupa örgjörva, móðurborð og viftu þegar að ég get sparað mér góðann 15þús kall og líklega orðið sáttur við muninn sem að ég myndi finna með örgjörva og viftu sem að kosta jafn mikið og móðurborðið eitt.
Þá frekar leyfi ég palomino-num að keyra í sirka ár í viðbót, eða þangað til að hann deyr.
-
- 1+1=10
- Póstar: 1196
- Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Þú myndir örugglega finna alveg ágætis mun, en þú verður að ákveða sjálfur hvort að þér finnst þetta vera þess virði þar sem að þú ert að kaupa hlut sem verður úreltur mjög fljótt.
Ef ég væri í þínum sporum myndi ég leggja þetta inn á reikning og uppfæra svo þegar þú hefur efni á því að kaupa allan pakkann.
Ef ég væri í þínum sporum myndi ég leggja þetta inn á reikning og uppfæra svo þegar þú hefur efni á því að kaupa allan pakkann.