Vandamál með hljóð í Dell Inspiron 5160

Svara

Höfundur
valdiþ
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Mið 22. Des 2004 01:16
Staða: Ótengdur

Vandamál með hljóð í Dell Inspiron 5160

Póstur af valdiþ »

Sælir vaktarar

Ég keypti Dell Inspiron 5160 fartölvu frá dell.com og fékk í hendurnar í annarri viku janúarmánaðar.

Eftir u.þ.b. 2 vikur þá hættu að heyrast öll hljóð í vélinni og reyndi ég þá að ná í nýjustu hljóðkortsdriverana og setja þá upp.
Við uppsetningu á driverunum lagaðist hljóðið þar til tölvunni var rebootað aftur en þá varð aftur dautt á öllu hljóði.

Þá prófaði ég að uninstalla öllum driverum og láta windows finna hljóðkortið aftur og setja upp drivera fyrir það. Eftir það þá lagaðist hljóðið og var í lagi í nokkra daga.

Þar til nú:
Eftir að kveikt er á vélinni þá er hljóðið eðlilegt en ef hún er látin vera í gangi án þess að gera neitt í henni í ca 10-15 mín þá slokknar á öllu hljóði og lagast ekki fyrr en ég reboota aftur.

Stýrikerfið á vélinni er XP Home og hljóðkortið er SigmaTel C-Major Audio.

Þetta er frekar hvimleitt vandamál og eina lausnin sem ég sé í augnablikinu er hreinlega að formatta og setja allt upp aftur en þar sem ég hef takmarkaðann tíma til þess í augnablikinu vildi ég athuga hvort ég fengi einhver svör við þessu máli hér.
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

Mér dettur ekkert í hug sem gæti hjálpað þér, en hvernig ábyrgð ertu með á tölvunni?

Höfundur
valdiþ
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Mið 22. Des 2004 01:16
Staða: Ótengdur

Póstur af valdiþ »

Ég keypti enga auka ábyrgð en þá sem fylgir með henni.

Er ekki viss um að hún gildi hérna á Íslandi en miðað við peninginn sem ég sparaði með að kaupa hana þarna úti þá var ég tilbúinn að taka þá áhættu.

Mig minnir að það hafi verið 1 árs ábyrgð þar sem ég get þá sent vélina til Dell ef eitthvað kemur uppá.

Er ekki frekar ólíklegt að þetta sé hardware bilun þar sem hljóðið lagast þegar ég er að fikta í driverunum?

einarsig
Gúrú
Póstar: 511
Skráði sig: Fös 18. Jún 2004 22:18
Staðsetning: 109 rvk
Staða: Ótengdur

Póstur af einarsig »

ef þú kemur þessu í lag.... geturu keypt 2 ára ábyrgð af ejs á 15k ... ;)
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

valdiþ skrifaði:Er ekki frekar ólíklegt að þetta sé hardware bilun þar sem hljóðið lagast þegar ég er að fikta í driverunum?
Jú, myndi allavega frekar veðja á software. Ættir í versta falli að þurfa að re-installa.

Endilega láttu okkur vita hvort að þú kemst að einhverri niðurstöðu
Svara