Alveg dauður skjár?

Svara

Höfundur
END
has spoken...
Póstar: 159
Skráði sig: Lau 28. Jún 2003 01:52
Staða: Ótengdur

Alveg dauður skjár?

Póstur af END »

Nú virðist gamli 17" Sony Trinitron skjárinn minn vera að syngja sitt síðasta. Undanfarnar vikur hefur hann tekið upp á því við og við að flökta svoldið og slökkva jafnvel á sér en þess á milli hefur hann verið í lagi.

Í morgun tók hann upp á þessu sama, flökti svoldið og slökkti á sér en núna var ekki hægt að kveikja á honum aftur :cry:

Skjárinn er orðinn fimm ára og auðvitað getur hann ekki enst að eilífu en samt vil ég vita hvort þið teljið einhvern möguleika á því að gera við hann þannig að það borgi sig? Hverjir eru það sem gætu gert slíkar viðgerðir?

Viðbætt: Nú er ég orðinn hræddur um að skjárinn fari að kveikja í húsinu. Prófaði að tengja hann aftur nú í kvöld, fyrst flökti hann svakalega en slökkti samt ekki á sér og myndin lagaðist stuttu seinna. Hann var reyndar tengdur við aðra tölvu áður og það að skjárinn slökkti á sér var kannski einhverskonar innbyggð varúðarráðstöfun, því nú er ég hræddur um að hann hafi brætt úr sér greyið. Því af skjánum er núna undarleg brunalykt og ég get ekki trúað öðru en að e-ð mikilvægt stykki hafi brunnið upp þótt skjámyndin virðist í lagi.

Woods
has spoken...
Póstar: 185
Skráði sig: Fim 09. Okt 2003 19:58
Staða: Ótengdur

Re: Alveg dauður skjár?

Póstur af Woods »

END skrifaði:Nú virðist gamli 17" Sony Trinitron skjárinn minn vera að syngja sitt síðasta. Undanfarnar vikur hefur hann tekið upp á því við og við að flökta svoldið og slökkva jafnvel á sér en þess á milli hefur hann verið í lagi.

Í morgun tók hann upp á þessu sama, flökti svoldið og slökkti á sér en núna var ekki hægt að kveikja á honum aftur :cry:

Skjárinn er orðinn fimm ára og auðvitað getur hann ekki enst að eilífu en samt vil ég vita hvort þið teljið einhvern möguleika á því að gera við hann þannig að það borgi sig? Hverjir eru það sem gætu gert slíkar viðgerðir?

Viðbætt: Nú er ég orðinn hræddur um að skjárinn fari að kveikja í húsinu. Prófaði að tengja hann aftur nú í kvöld, fyrst flökti hann svakalega en slökkti samt ekki á sér og myndin lagaðist stuttu seinna. Hann var reyndar tengdur við aðra tölvu áður og það að skjárinn slökkti á sér var kannski einhverskonar innbyggð varúðarráðstöfun, því nú er ég hræddur um að hann hafi brætt úr sér greyið. Því af skjánum er núna undarleg brunalykt og ég get ekki trúað öðru en að e-ð mikilvægt stykki hafi brunnið upp þótt skjámyndin virðist í lagi.



Litsýn í Borgartúni gera við skjái efa að það borgi sig
Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Staða: Ótengdur

Póstur af skipio »

Það borgar sig ekki að reyna að gera við bilaða CRT tölvuskjái. Á haugana með þetta og keyptu þér nýjan skjá. Það er ekki eins og þetta kosti einhver ósköp. (Þótt 20þ. kr. sé, jú, alveg mikið fyrir marga.)
Íslenskar gæsalappir eru „ og “ (99 og 66). Þær má framkalla með alt-0132 og alt-0147.

Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1802
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Staða: Ótengdur

Póstur af Snorrmund »

iss sprengdann allavega upp eða notaððu hann EITTHVAÐ :D

kaktus
Ofur-Nörd
Póstar: 239
Skráði sig: Mið 07. Apr 2004 00:25
Staðsetning: Gaflari
Staða: Ótengdur

Póstur af kaktus »

keypti af djöflinum í morgun :oops:
medion skjáir 19" á 7999kr hjá bt
færð það varla ódýrara og hann virkar fínt
Það sem þú veist ekki særir þig ekki og ég veit yfirleitt ekki neitt

Pork
Græningi
Póstar: 35
Skráði sig: Þri 04. Jan 2005 18:52
Staðsetning: Area 51
Staða: Ótengdur

nei nei er hann bara ónýtir amm skjárin hjá vini....

Póstur af Pork »

nei nei er hann bara ónýtur amm skjárin hjá vini mínum eiðilagðist bara upp úr þurru
Svara