Í morgun tók hann upp á þessu sama, flökti svoldið og slökkti á sér en núna var ekki hægt að kveikja á honum aftur
Skjárinn er orðinn fimm ára og auðvitað getur hann ekki enst að eilífu en samt vil ég vita hvort þið teljið einhvern möguleika á því að gera við hann þannig að það borgi sig? Hverjir eru það sem gætu gert slíkar viðgerðir?
Viðbætt: Nú er ég orðinn hræddur um að skjárinn fari að kveikja í húsinu. Prófaði að tengja hann aftur nú í kvöld, fyrst flökti hann svakalega en slökkti samt ekki á sér og myndin lagaðist stuttu seinna. Hann var reyndar tengdur við aðra tölvu áður og það að skjárinn slökkti á sér var kannski einhverskonar innbyggð varúðarráðstöfun, því nú er ég hræddur um að hann hafi brætt úr sér greyið. Því af skjánum er núna undarleg brunalykt og ég get ekki trúað öðru en að e-ð mikilvægt stykki hafi brunnið upp þótt skjámyndin virðist í lagi.
