tvær tölvur til að vinna saman

Svara
Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 472
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

tvær tölvur til að vinna saman

Póstur af odinnn »

ég er að pæla hvort einhver viti hvort það sé til góð og einföld leið til að fá tvær stakar heimilistölvur til að vinna saman sem ein. þetta er náttúrulega notað í serverum og öðrum high-end vinnslum en er þetta nógu einfalt að maður með ágæta tölvureynslu gæti verið að keyra þetta?
ég tel án þess að ég viti það að mestar líkur séu að unix kerfin geti stutt þetta. ég hef séð mann með 5 tölvur sem hann notar til að rendera 3d Sudio Max myndir en ég veit ekki hverskonar stýrikerfi hann notaði né hvernig þetta virkaði hjá honum.
síðan vill ég bend á að ég er eins og er ekki að fara að framkvæma þetta en mig langar til að skoða möguleikann. síðan væri líka toppurinn að hægt væri að keyra tvo skjái frá sitt hvorri tölvunni en samt væru þær að nota sama stýrikerfið. sem sagt að tölvunar deila á milli sín vinnslunni og skipti myndinni niður á sitthvort skjákortið sem þá myndi senda í sitthvorn skjáinn, vona að þið náið þessu :D

odinnn
Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

Þú ættir að skoða clustering, og þá sérstaklega OpenMosix, sem að er open source clustering forrit fyrir Linux.
Það á að vera tiltölulega auðvelt að setja upp(m.v. það að setja upp clustera). Þá seturðu bara upp Linux á öllum tölvunum sem þú vilt bæta við clusterinn(eða startar upp ClusterKoppix og getur nýtt vinnsluafl tölvnanna án þess að setja neitt uppá þær), setur síðan upp OpenMosix 'serverinn' á einni tölvunni og svo 'client' á öllum hinum og lætur þá tengjast servernum.
OpenMosix er þó ekki high-performance cluster(Beuwolf er það hinsvegar) einsog þessi vinur þinn hefur líklega verið að keyra. (þ.e. lætur ekki allar tölvurnar vinna sem eina stóra)
Ef að þú ert t.d. með OpenMosix cluster og ræsir upp forrit á honum, þá finnur OpenMosix serverinn á hvaða tölvu minnsta load'ið er, og ræsir forritið þar. Svo er hægt að taka út tölvur(t.d. ef þær bila) og bæta við clusterin án þess að trufla vinnsluna.

Veit að ég útskýri þetta ekki vel(er í tíma) þannig að þú ættir bara að kíkja á OpenMosix síðuna
Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1629
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Staða: Ótengdur

Póstur af Stutturdreki »

Gamann að sjá að einhver er með 'alvöru' tölvu pælingar :)

En ef þú vilt lesa um þetta áttu að leita að bæði Cluster og Shared Memory Computers (Shared Memory er þegar margir örgjörvar deila sameiginlegu minni .. sem er ekki endilega gott :) ), svo eru líka til fleirri nöfn yfir þetta enda til margar útfærslur.

Til hellingur af bókum um þetta og örugglega slatti af greinum, td. inn á MIT greinasafninu.
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

ég hef oft verið að spá í að setja upp cluster til að nota í hljóðvinslu. ég hef bara aldrei haft alminnilegann tíma í það. svo er ég ekkert svo svakalega viss um að ég geti fengið góða drivera fyrir hljóðkortið eða góðann sequncer fyrir linux ;\ , annars er það alger draumur að vera með einhvern helling af tölvum að vinna saman í cluster.. það er bara svo ótrúlega kúl :D
"Give what you can, take what you need."
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Pandemic »

Getur held ég clusterað með windows 2003
EVE-online þjónarnir eru clusteraðir með windows.
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af gnarr »

í alvöru?? ég hef aldrei skoðað 2003 vel. ef það er hægt, þá er það best!
"Give what you can, take what you need."

CraZy
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1694
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 15:44
Staða: Ótengdur

Póstur af CraZy »

bðö er til win2003,ekki vissi ég það :?
Skjámynd

jericho
Tölvutryllir
Póstar: 693
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Staða: Ótengdur

Póstur af jericho »

ég man eftir heimasíðu eins prófessors frá því maður var í Háskóla Íslands. Þar var hann að tala um tölvuþyrpingar (Computer Clusters) hjá þeim í HÍ. Hér eru linkarnir:

Nanó

Bjólfur

5600x | DH-15 | ASUS GTX 1060 6GB | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

Pandemic skrifaði:Getur held ég clusterað með windows 2003
Ég veit að það er hægt með Windows 2000, þannig að mér finnst ekki ólíklegt að Win2k3 geti það.
Stutturdreki skrifaði:(Shared Memory er þegar margir örgjörvar deila sameiginlegu minni .. sem er ekki endilega gott :) )
Svipað og að vera með 2 örgjörva er það ekki? (SMP)


En hvernig er það. Ekki geta öll forrit nýtt high-performance cluster? Þ.e. eru ekki bara ákveðin forrit sem að nýta aflið á clusterum-sem-að-deila-ekki-heilu-forritunum-á-tölvur(einsog OpenMosix)?
Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 472
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Póstur af odinnn »

þetta er ekki vinur minn sem keyrir svona cluster, fann það bara á netinu.

mér finnst allt í lagi að þær skipti með sér verkum eftir því hversu mikið álag er á þeim en það sem ég er að aðaleg að hugsa um er hvernig skjáirnir vinna með þessu? get ég notað dual display á tvemur skjákortum eða þarf ég að keyra þetta allt á sama kortinu? síðan er spurning hvort ég þurfi að hafa einhverja móðurtölvu, get ég ekki bara notað tvær tölvur og látið það einhvernveginn virka?
eða er kannski málið að vera með tvær sæmilegar tölvur sem er stjórnað af einni öflugri?

ég er ekki búinn að lesa mér neitt um þetta né þessa linka sem búið er að setja hérna inn en ég ætla að reyna það við tækifæri.
Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

odinnn skrifaði:get ég notað dual display á tvemur skjákortum eða þarf ég að keyra þetta allt á sama kortinu?
Mig grunar(veit þó ekkert) að sjálfur cluster hugbúnaðurinn bjóði ekki uppá dual display, en þar sem að það er hægt að nota cluster client'ana venjulega þótt að þeir séu í clusternum(allavega OpenMosix) er líklega hægt að mixa eitthvað. (t.d. með því að keyra X yfir netið)
odinnn skrifaði:síðan er spurning hvort ég þurfi að hafa einhverja móðurtölvu, get ég ekki bara notað tvær tölvur og látið það einhvernveginn virka?
Samkvæmt minni (takmörkuð) þekkingu á clusterum þarftu alltaf að hafa einhverja móðurtölvu(ef ekki til annars en að tengja við lyklaborðið :P)
odinnn skrifaði:eða er kannski málið að vera með tvær sæmilegar tölvur sem er stjórnað af einni öflugri?
Eða kannski eina miðlungs hæga sem server sem sér bara um að deila verkefnunum á aðrar tvær öflugri?

En í hvað ertu annars að hugsa þér að nota svona „ofurtölvu“ í?

Annars er ég með 3 gamlar tölvur hérna sem að ég stefni á að skella í cluster þegar ég fæ netkortin frá Task. Kannski að maður taki nokkrar myndir og skrifi smá pistil um það
Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 472
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Póstur af odinnn »

ummm ég multitaska frekar mikið og er ég að halda frekar mikið aftur af mér. ég spila EVE sem krefst frekar mikillar biðar og er ég því oft að gera eitthvað annað í leiðinni en tölvan ræður bara við að keyra leikinn og kannski eina bíómynd + einhverjar vefsíður sem maður kíkir á öðru hverju. en það sem ég myndi vilja vera að gera er að vera með EVE á einum skjá og síðan 3d forrit í hinum án þess að þetta laggi til helvítis eða jafnvel hrynji.

ok hér er hugmynd:
allt í lagi tölva með svaðalegt skjákort stjórnar tvem tölvum með öfluga örgjörva og 512Mb minni (meira?) hvor um sig með með 2x raptora (núna er ég bara að hugsa um kraft) og eitthvað rusl skjákort (keyra alla myndvinnslu á móðurtölvunni). þar sem ég á nú ágætis tölvu fyrir mynd hún henta ágætlega sem móðurtölva til að byrja með og síðan myndi maður bara (ef hægt er) vera með hinar tvær einhverstaðar annarstaðar og keyra þær 24/7 en slökkva á móðurtölvunni meðan maður sefur.

vill bara taka það aftur fram að þetta eru bara draumórar og eins og er leyfir buddan þetta ekki en oft aukast lýkurnar á að maður geri eitthvað eftir að maður nær að skipuleggja svona stór mál.
Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

odinnn skrifaði:ummm ég multitaska frekar mikið og er ég að halda frekar mikið aftur af mér. ég spila EVE sem krefst frekar mikillar biðar og er ég því oft að gera eitthvað annað í leiðinni en tölvan ræður bara við að keyra leikinn og kannski eina bíómynd + einhverjar vefsíður sem maður kíkir á öðru hverju. en það sem ég myndi vilja vera að gera er að vera með EVE á einum skjá og síðan 3d forrit í hinum án þess að þetta laggi til helvítis eða jafnvel hrynji.
Þá gæti verið að cluster gæti hjálpað þér, en athugaðu að clusterar eru oftast gerðir fyrir margar tölvur og mörg forrit og ekki er víst að þetta virki einsogþú talar um. En ef að þú myndir t.d. tengja eina tölvu við móðurtölvuna, þá gæti EVE keyrt á móðurtölvunni og 3D forritið á hinni. (Geri ráð fyrir að Windows2k/2k3 cluster sé load-balancing cluster einsog OpenMosix)

En fyrst að þú ert aðallega að hugsa þetta fyrir eins-manns multitask gætirðu líka bara notað tvær venjulegar tölvur :)

odinnn skrifaði:ok hér er hugmynd:
allt í lagi tölva með svaðalegt skjákort stjórnar tvem tölvum með öfluga örgjörva og 512Mb minni (meira?) hvor um sig með með 2x raptora (núna er ég bara að hugsa um kraft) og eitthvað rusl skjákort (keyra alla myndvinnslu á móðurtölvunni).
Athugaðu að clusterinn notar bara CPU&RAM afl tölvunnar(AFAIK) þannig að Raptorarnir myndu ekki gera mikið.
odinnn skrifaði:og keyra þær 24/7 en slökkva á móðurtölvunni meðan maður sefur.
Mættir náttúrulega alteins slökkva á hinum líka þar sem að þær gera varla neitt þegar það er slökkt á móðurtölvunni
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Pandemic »

Veit að EVE-online serverarnir eru clusteraðir með windows og ljósleiðara tenginu á milli og Fibre SCSI diska og það eru alls ekki ódýrir diskar ;)
Virðist vera að windows sé að gera sitt þar sem þeir eiga heimsmet í userum inná einum server 12þúsund userar í einu og hann fór létt með það.
Skjámynd

Höfundur
odinnn
spjallið.is
Póstar: 472
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
Staðsetning: Hef ekki glóru!
Staða: Ótengdur

Póstur af odinnn »

Pandemic: ég get nú ekki sagt að EVE serverinn hafi farið létt með að keyra 12þ notendur, þetta er búið að vera mjög, mjög erfið fæðing hjá þeim og það finnst á servernum hversu margir eru inná honum.

MezzUp: það sem ég var að meina með að hafa clusterið í gangi á nóttinni var að ég hugsaði um að hægt væri að nota þær sem server, file, html eða mail. síðan voru raptorarnir hugsaðir út frá því svo clusterið gæti unnið alveg sjálfstætt áfram þó móðurtölvan væri ekki í gangi.
Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb
Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1629
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Staða: Ótengdur

Póstur af Stutturdreki »

Hljómar ens og þig vanti bara skjáswitch :) Eitt lykklaborð, ein mús, einn skjár og margar tölvur.

Ef þú ert með cluster eða 'fjölörgjörva tölvu' þá gengur held ég ekki að slökkvá á einhverri einni einingu. Nema náttúrulega þetta væri einhverskonar dreifð/net uppsettning þar sem allar tölvur væru óháðar hinum .

Annars sé ég ekkert því til fyrristöðu að hafa dual display á cluster, en held að skjáirnir geti bara verið tengdir á eina vél.
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

odinnn skrifaði:MezzUp: það sem ég var að meina með að hafa clusterið í gangi á nóttinni var að ég hugsaði um að hægt væri að nota þær sem server, file, html eða mail. síðan voru raptorarnir hugsaðir út frá því svo clusterið gæti unnið alveg sjálfstætt áfram þó móðurtölvan væri ekki í gangi.
Clusterið getur ekki 'unnið sjálfstætt áfram [ef] móðurtölvan [er] ekki í gangi'. En þú getur hinsvegar keyrt forrit á tölvunum sjálfum sem að keyra þá á einni tölvu óháð því hvort að hún er í clusternum.
Stutturdreki skrifaði:Ef þú ert með cluster eða 'fjölörgjörva tölvu' þá gengur held ég ekki að slökkvá á einhverri einni einingu.
Jú, það er ákkúrat kosturinn við fault-tolerance og load-balance clustera(t.d. OpenMosix) að maður getur bætt við og tekið út tölvur(nema móðurtölvuna vitaskuld) án þess að kerfið svo mikið sem hiksti. Forritið er þá bara fært yfir á aðra tölvu áður en viðkomandi tölva er tekinn úr clusternum.
Ef að þú ert að tala um high-performance cluster('fjölörgjörva tölvu') þá hugsa ég að maður hljóti að geta tekið tölvur úr þannig cluster jafn auðveldlega.
En einsog ég sagði áður(án þess að neinn hafi getað staðfest) þá held ég að bara sum forrit geti nýtt high-performance cluster. (Líkt og ekki öll forrit virka betur í SMP)
Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1629
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Staða: Ótengdur

Póstur af Stutturdreki »

MezzUp skrifaði:En einsog ég sagði áður(án þess að neinn hafi getað staðfest) þá held ég að bara sum forrit geti nýtt high-performance cluster. (Líkt og ekki öll forrit virka betur í SMP)
Forrit þarf náttúrulega að vera multithreaded til að nýta þetta, prufaðu td. að keyra eitt instance af Prime95 á tveggja örgjörva tölvu eða Intel HT örgjörva .. færð bara um 50% load.

Svo er það alveg rétt að margt virkar beinlínis verr í fjölörgjörva umhverfi, overheadið er alveg svakalegt og þetta er allt mjög flókið í Kernel. Td. sagði mér fróður maður að þar til nýlega hafi Linux skilað verri afköstum með tveim örgjörvum heldur en einum.

CraZy
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1694
Skráði sig: Þri 02. Des 2003 15:44
Staða: Ótengdur

Póstur af CraZy »

það er mjög sniðugt að clustera ef maður vill td. runna folding@home
eins og þessi gaur :8) hann er reindar að runna linux distr. sem hann bjó til sjáfur
Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Staða: Ótengdur

Póstur af MezzUp »

Stutturdreki skrifaði:Forrit þarf náttúrulega að vera multithreaded til að nýta þetta.....
Svipað, nema það er ennþá flóknara með cluster afþví að þeir eru MPP en ekki SMP(MPP = hver örgjörvi með sitt minni) þannig að forrit gætu þurft að vera eitthvað meira en multithreaded (veit samt ekkert um það dettur það bara í hug)
Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1629
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Staða: Ótengdur

Póstur af Stutturdreki »

Það er vandamál fyrir Kernelinn :)

En gæti oft verið ástæðan fyrir því ef eitthvað keyrir hægt eða illa í Cluster.. stýrikerfið að kópera minnið milli véla þegar þráður A þarf að fá aðgang að gögnum þráðs B.. og þeir keyrandi á sitthvorum CPU með aðskilið minni.

Minnir að það sé notað eitthvað sem er kallað CPU Affinity í Linux til að leysa þetta vandamál, eða frekar bæta afköstinn. Td. þjónustur sem hlusta á einhver port ræsa þráð á sama CPU til að meðhöndla það sem kemur inn á portið til að þurfa ekki að vera kópera minnið.
Svara