10Mbits dl/ul

Svara

Höfundur
arro
Nörd
Póstar: 105
Skráði sig: Mið 20. Okt 2004 19:02
Staðsetning: 201
Staða: Ótengdur

10Mbits dl/ul

Póstur af arro »

Sælir,

Mér vantar smá ráð ef einhver klár netnörður nennir að svara...

Ég er að spá í að flytja nokkra vefi sem ég er með í hýsingu heim til mín. Það þýðir að ég þarf þokkalegt ul kanski eitthvað á borð við 5-10Mbits til að byrja með með möguleika á stækkun.

Hvers kyns tengingu ætti ég að fá mér ?

Bæti við að ég vil að sjálfsögðu borga sem minnst ;)

Öll ráð vel þegin.

kv/ Arro

Emizter
Fiktari
Póstar: 77
Skráði sig: Mán 26. Apr 2004 23:24
Staðsetning: Njarðvík, Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Póstur af Emizter »

Ætli það sé þá ekki bara ódýrara að halda þeim í hýsingu
þar sem þeir eru. Er nokkuð viss um að þú sért ekki að fara
að fá ódýra tengingu með þetta góðum upload hraða.

Höfundur
arro
Nörd
Póstar: 105
Skráði sig: Mið 20. Okt 2004 19:02
Staðsetning: 201
Staða: Ótengdur

Póstur af arro »

Ég er að borga um 15þ fyrir hýsinguna og svo 10þ fyrir ADSL tenginguna.

Svo vil ég líka hafa fulla stjórn á vélinni ... exchange server osfrv.

kv/ Arró

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Fáðu verðtilboð á ljósleiðara frá http://www.lina.net
Það er líklega of dýrt, en það skaðar ekki að prófa.
Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1784
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Póstur af emmi »

Það er mjög dýrt að fá tengingu heim til þín sem er með sama UL hraða og DL. Tökum til dæmið g.SHDSL, hún kostar sirka 8900kr (2.3mbit) og inní því eru 100MB í utanlands niðurhal. Svo er möguleiki að tengja saman nokkrar leigulínur (5 eða 6) og fá 11.8mbit. Þetta kostar rúmlega 30þús kr á mánuði. Ef þú tekur 18 mánaða binditíma þá er endabúnaðurinn innifalinn en hann kostar 130þús (11.8mbit dæmið) , ef þú tekur venjulegt g.SHDSL þá kostar routerinn rúmar 30þús kr (http://www.ton.is).

Athugaðu að þessi verð sem ég tala um hér eru verð frá Netsamskiptum. Ég myndi ráðleggja þér að tala við Línu.net um þetta ef þú ert búsettur á Reykjavíkur svæðinu.
Svara