Jæja! þið hafið kanski séð frægu póstana mína um að tölvan frýs alltaf í leikjum! jæja hér er einn annar, þetta er þriðji pósturinn sem ég er búinn að gera. Ég er búinn að berjast við þetta helvítis óþolandi vandamál síðan í Apríl á síðasta ári! Hreint hrikalegt ekki satt? og síðan þá hef ég ekki getað spilað neinn einasta helvítis leik! þetta er ömurlegt og á ekki að geta skeð.
Jæja nú er ég búinn að gera rannsóknir og svona. Lýsing á þessu er að ég er í leikjum, stundum eftir smá tíma, stundum eftir langann tíma, þá frýs alltaf helvítis leikurinn! jæja ef ég er með VPU Recovery á. Þá bara kemur svona svartur skjár, aftur svartur skjár og kemst inn í leikinn aftur, en þegar það er búið að ske svona 3 sinnum frýs bara leikurinn endanlega og ég þarf að restarta tölvunni minni! hreint óþolandi, sérstaklega því ég spila World of Warcraft.
Ég veit að þetta hefur skeð fyrir annann hérna á vaktinni, hann er líka með ABIT AI7 móðurborð og ATi Radeon 9600XT skjákort, en eina sem þessi blessaði drengur þurfti að gera var að stilla í 4x AGP þá var þetta allt klappað og klárt, en virkar það hjá mér?! nei held nú ekki. Ég er búinn að prófa að stilla á 4x AGP, Fastwrite "OFF", VPU Recovery af, Seta nýjasta BIOS inn, nýjasta DNA driverinn, nýjasta Omega driverinn og nýjasta Catalyst-inn. Ekkert af þessu virkar.
Einhvernstaðar hef ég heyrt að þetta sé bara bull, en ég hef heyrt hérna af vaktinni að ABIT AI7 og PowerColor, sem skjákortið er, vinna ekki saman og þessvegna skapast þessi vandræði. Jæja ég hringdi í algerann tölvusnilling sem gjörsamlega getur reddað öllu - nema þessu

En ég ákvað að taka Screenshot af skiltinu sem kemur þegar ég restarta tölvunni eftir að hún er búin að frjósa og endurræsast alveg. En hérna er það: