Aðeins lítil ljóstýra á þessu.

Á að gefa út jafnstraum ekki riðstraum, = bilaður spennir.

planned obsolescence deildin hjá philips gleymdi að líma þetta allt saman með epoxy, svo það var ekkert mál að taka þetta í sundur.
Ég næ að nota rýmdarmælinguna á rafmagnsmælinum án þess að þurfa rífa þéttana úr til að sjá að annar þeirra sé kaput.

Átti bara gamlan 33uF/400V þéttir til að setja í til að staðfesta bilun.

HOWLET þéttir ? Líklega Yiyang Howlet Technology ,.. Líklega eitthvað quality control disaster.

Síðan þegar varahlutur er pantaður.
Eina sem ég þarf að vita er að þéttirinn þarf að þola 400VDC og ummálið,hæð og bil milli pinna undir þétti. Bara ca.
Sá er að fara kosta mig líklega kringum 50kr innflutt þar sem ég versla oft á mouser.com . Og kannski 350kr í íhlutum.

Þetta er algerlega málið þegar maður er búinn að fylla íbúðina af þessu. Þetta eru með einföldustu rásum sem fyrir finnast, viðgerðin tók 15min max. með því að taka ljósið niður sem maður þarf að gera hvort sem er. Síðan eru þetta mjög einfaldar lóðningar (samt gerðar með Metcal
