Símahugleiðingar

Svara

Höfundur
Gormur11
Wine 'em, Dine 'em, Sixty-Nine 'em
Póstar: 69
Skráði sig: Lau 17. Des 2005 16:06
Staða: Ótengdur

Símahugleiðingar

Póstur af Gormur11 »

Góðan daginn vaktarar.

Ég er að leita að síma fyrir föður minn en sá sem hann var með dó í gærkvöldi. Það var Galaxy S7 edge, en sá var gamall sími frá mér.

Ég er að velta fyrir mér hvað væri skynsamlegast að kaupa í staðinn fyrir hann. Hann notar símann nokkuð mikið til þess að fylgjast með eftirlitsmyndavélum hér heima og erlendis en almenna snjallmöguleika notar hann ekki svo mikið en eitthvað aðeins þó, aðallega messenger, facebook og þetta basic dæmi. Notar þó Storytel þó nokkuð.

Ég er að spá í að síminn verði svona sæmilega góður í allt þetta en alls ekki fara í eitthvað overkill og ekki endilega vera að festa mig í samsung en klárlega halda mig við Android.

Dettur snillingum eitthvað sniðugt í hug? Ég er að reyna að halda mig við svona eins lágt verð og maður kemst upp með en ekki endilega vera að kaupa eitthvað drasl...
Last edited by Gormur11 on Mið 15. Des 2021 10:00, edited 1 time in total.

Predator
1+1=10
Póstar: 1104
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 23:57
Staða: Ótengdur

Re: Símahugleiðingar

Póstur af Predator »

Alltaf best að byrja á því hvað þetta má kosta?
Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H

Höfundur
Gormur11
Wine 'em, Dine 'em, Sixty-Nine 'em
Póstar: 69
Skráði sig: Lau 17. Des 2005 16:06
Staða: Ótengdur

Re: Símahugleiðingar

Póstur af Gormur11 »

Góð ábending, ég er ekki með verð í huga en er bara að reyna að sleppa eins ódýrt frá þessu og maður kemst upp með án þess þó að símtækið sé hreinlega eitthvað drasl.
Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3298
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Staða: Ótengdur

Re: Símahugleiðingar

Póstur af mercury »

Er með s20 ultra og svo til nýjan A52 get alveg klárlega mælt með A52 ágætis myndavél, góð rafhlöðuending og sé ég takmarkaðan hraðamun á þessum 2 símum.
i9 10900k - asus maximus formula - RTX 3090 asus rog strix oc - TridentZ 32gb ddr4 4000 cl17 - 2tb 970 evo plus - phanteks enthoo 719 - be quiet dp 1200w - Full custom loop 2x360 2x480 2xd5 - Samsung odyssey G7

Viggi
Tölvutryllir
Póstar: 638
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Staða: Ótengdur

Re: Símahugleiðingar

Póstur af Viggi »

Hef átt 2 samsung síma áður en ég fór í xiaomi og gæti ekki verið sáttari. Poco F3/GT hafa verið að gera mjög góða hluti í mid range símum svo mi 11t og þá er hann kominn með 67w hleðslu sem er ótrúlega þægilegt að hafa þegar maður þarf

https://www.tunglskin.is/
Last edited by Viggi on Mið 15. Des 2021 10:10, edited 1 time in total.
B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.

Höfundur
Gormur11
Wine 'em, Dine 'em, Sixty-Nine 'em
Póstar: 69
Skráði sig: Lau 17. Des 2005 16:06
Staða: Ótengdur

Re: Símahugleiðingar

Póstur af Gormur11 »

Ég hef verið að skoða þennann hér að neðan. Eru Motorola símar ekki sæmilega traustir...

https://emobi.is/index.php?route=produc ... &order=ASC
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Símahugleiðingar

Póstur af Daz »

Gormur11 skrifaði:Ég hef verið að skoða þennann hér að neðan. Eru Motorola símar ekki sæmilega traustir...

https://emobi.is/index.php?route=produc ... &order=ASC
Ég myndi frekar taka Samsung ef þú vilt fá "merki"
https://emobi.is/index.php?route=produc ... uct_id=557

TheAdder
has spoken...
Póstar: 160
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Staða: Ótengdur

Re: Símahugleiðingar

Póstur af TheAdder »

Motorola hafa oftast verið með tiltölulega "hreint" Android, þeir sem ég hef komið nálægt hafa reynst vel.
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Símahugleiðingar

Póstur af rapport »

Var með Motorola sem ég keypti ódýrt á einhverju Origo Outlet.

Saknaði Samsung virkni í símann en síminn var bara geggjaður. Elskaði að geta hrist hann til að kveikja á vasaljósinu.
Svara