Lokun GSM(2G) og 3G kerfanna á Íslandi hefst fljótlega

Allt utan efnis
Svara

Höfundur
jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Lokun GSM(2G) og 3G kerfanna á Íslandi hefst fljótlega

Póstur af jonfr1900 »

Núna er komin stefna sem fer af stað með nýjum fjarskiptalögum um lokun GSM(2G) og 3G kerfanna á Íslandi. Ég veit ekki afhverju það er farið í lokun á GSM, þar sem það er ekki stefnan á hinum norðurlöndunum ennþá. Þá er það eingöngu vegna reikimála, þar sem VoLTE í reiki er ekki ennþá komið til og farið að virka en hugsanlegt er að þetta tæknivandamál verði leyst þegar það kemur að árinu 2025 þegar stefnt er að lokun GSM kerfisins. Ég reikna með að lokun 3G kerfisins hefjist fljótlega. Það er ekki ennþá byrjað að framleiða farsíma sem styðja 5GVoice og ég held að 5G farsímanetkerfin styðji það ekki ennþá. Ég veit ekki hvenær sá staðall verður virkur en það byggir á svipuðu kerfi og VoLTE / VoWiFi (sem íslensku farsímafyrirtækin neita að taka í notkun).


Krafist 100% háhraðanets á vegum (mbl.is)
Skjámynd

pattzi
/dev/null
Póstar: 1375
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Lokun GSM(2G) og 3G kerfanna á Íslandi hefst fljótlega

Póstur af pattzi »

Andskotinn þá get ég ekki notað lengur nokia 5110 sem "heimasíma" einmitt var með nova í honum svo fékk ég nýtt kort frá þeim þa´hætti að virka prófaði að færa numerið yfir í voda og það virkar haha
Last edited by pattzi on Þri 14. Des 2021 13:38, edited 1 time in total.

Höfundur
jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lokun GSM(2G) og 3G kerfanna á Íslandi hefst fljótlega

Póstur af jonfr1900 »

Þetta mun gera marga farsíma úrelta þegar að þessu kemur.
Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Lokun GSM(2G) og 3G kerfanna á Íslandi hefst fljótlega

Póstur af Black »

Jæa þá er kominn tími til að uppfæra landmælingabúnaðinn í vinnuni :woozy
CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:Asus 1080ti strix | RAM: 16gb 3200 Corsair | PSU: RM650x | Case:Corsair 275R |

Höfundur
jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lokun GSM(2G) og 3G kerfanna á Íslandi hefst fljótlega

Póstur af jonfr1900 »

Black skrifaði:Jæa þá er kominn tími til að uppfæra landmælingabúnaðinn í vinnuni :woozy
Þá er farið úr GSM/3G yfir í 4G/5G búnað?
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Lokun GSM(2G) og 3G kerfanna á Íslandi hefst fljótlega

Póstur af jonsig »

Þetta er slæmt fyrir þá sem nota 2G/3G símkort fyrir ýmisskonar vöktunnarbúnað sem er yfirleitt iðnaðarbúnaður með úreltum en áreiðanlegum módemum sem þurfa ekki háan gagnahraða. Einnig flestar þessar gröfur/heflar/jarðýtur og valtarar sem þið sjáið útum allar trissur með GPS möstur á sér, þau tæki taka GPS leiðréttinguna oft gegnum GSM/VRS kerfi til að fá GPS skekkjuna niður fyrir 1-2cm í stað >4mtr og því þurfa eigendurnir að endurnýja módembúnaðinn í þeim sem er ca 400þ per vél.
Einnig eru þessi stærstu gámaskip hérna á landinu með PAYS kerfi, sem sér um að uppfæra siglingakort og siglingaleiðir gegnum 3G kerfið ef ég man rétt, dálítið langt síðan ég setti apparötin í þau. Það uppgvötast væntanlega þegar eitthvað skipanna leggur í brottför.
Last edited by jonsig on Mið 15. Des 2021 18:13, edited 1 time in total.
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic

Höfundur
jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lokun GSM(2G) og 3G kerfanna á Íslandi hefst fljótlega

Póstur af jonfr1900 »

Danmörk er nú þegar byrjað að slökkva á 3G kerfinu hjá sér (allir aðilar með tíðnileyfi). Þar á reyndar ekki að slökkva á GSM alveg strax vegna mikillar notkunar á því kerfi fyrir ýmsan búnað.
Skjámynd

Skippo
Fiktari
Póstar: 58
Skráði sig: Þri 28. Okt 2003 21:09
Staðsetning: Úti á landi!
Staða: Ótengdur

Re: Lokun GSM(2G) og 3G kerfanna á Íslandi hefst fljótlega

Póstur af Skippo »

5G kerfi sem nær að dekka alla þjóðvegi, miðin og hálendið mun aldrei komast upp á nothæfan hátt. Ef það má ekki reisa rafmagnsstaur í dag án 5 ára þvargs við kerfið þá má gleyma þessum draumi. En þeir sem taka ákvarðanir um þessi mál virðast lítið gera sér grein fyrir því að þetta fjarskiptanet er ekki bara til að góna á myndbönd í símanum.
Ég er erfiður í umgengni

Höfundur
jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lokun GSM(2G) og 3G kerfanna á Íslandi hefst fljótlega

Póstur af jonfr1900 »

Eins og með 4G þá verður 5G einnig á 700Mhz og 800Mhz bandinu. Þar verður minni hraði en meiri drægni. Auk þess sem að 5G verður á 900Mhz, 1800Mhz og 2100Mhz. Það mætti samt fara að taka 4G á 450Mhz í notkun á Íslandi fyrir þá sem eru mjög langt í burtu frá sendi. Þar sem það er hægt að flytja tal yfir 4G með VoLTE.
Svara