Splitta neti fyrir gestahús frá aðal neti

Svara

Höfundur
Siggihp
Fiktari
Póstar: 99
Skráði sig: Mán 13. Des 2010 15:27
Staða: Ótengdur

Splitta neti fyrir gestahús frá aðal neti

Póstur af Siggihp »

Sæl veriði,
Ég er með ljósleiðara nettengingu og nota NETGEAR XR500 sem aðal router og fyrir wifi.
Úr honum tengi ég 2 routera sem eru stilltir sem access points, ASUS RT-N56U og ASUS RT-AC51 og 2 switcha, Zyxcel 100/1000Mb 5p switch.
ASUS RT-N56U er til að framlengja netið innanhúss hjá mér en gengur illa að fá tæki til að skipta á milli NETGEAR yfir á ASUS þótt þeir séu með sama wifi auglýst.
ASUS RT-AC51U er til að setja net í gesthús sem ég er með, og á honum er bæði Wifi og GuestWifi auglýst.
Fólk sem kemur í heimsókn fær að tengjast GuestWifi-inu en samt sér það tæki sem eru á mínu wifi og öfugt.
Ég nota PC Desktop til að logga mig inná routerana svo að sú tölva þyrfti að sjá öll tæki.
Mynd
mér datt í hug að reyna að nota VLAN möguleikann á XR500 en það misheppnaðist hjá mér amk í fyrstu tilraun
þetta eru möguleikarnir sem eru í boði á honum
Mynd
Mynd

Hvernig stilli ég network uppsetninguna þannig að Guest wifi notendur sjái ekki tækin vinstra megin á myndinni og að tækin vinstra megin (nema PC Desktop) sjái ekki tækin í Guesthouse?
Eða
Hvaða græju / græjur þarf ég að splæsa í svo að þetta virki almennilega?

kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Re: Splitta neti fyrir gestahús frá aðal neti

Póstur af kjartanbj »

Þarft í raun að græja VLAN , en það er ekkert auðvelt með svona router, switcharnir þurfa styðja VLAN líka og svona
ég er með Unifi Dreammachine Pro, Unifi svissa og Access pointa og nota VLANS og það virkar fínt ,

Semboy
Gúrú
Póstar: 586
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Staða: Ótengdur

Re: Splitta neti fyrir gestahús frá aðal neti

Póstur af Semboy »

Eg skil nu ekki allveg afhverju hann tharf svaka Swiss ?…ef hann er bara ad Hafa ahyggjur af WiFi. Bara bua til thennan vlan og stilla Thad a Thad port a routerin. Vanalega eru routerar med innbyggdan Swiss 4 port usually. Tekur 1 theirra fyrir gesti. Og setja svo unifi access punkt inna Thad or whatever access-punkt eda router sem getur hagad ser sem access-punkt. Muna svo ad Gefa default gateway a thad taeki sem tengist a thad port, svo hann getur hent pakka sem er aaetlad uti heim.
Last edited by Semboy on Þri 07. Des 2021 00:07, edited 1 time in total.
hef ekkert að segja LOL!

jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Splitta neti fyrir gestahús frá aðal neti

Póstur af jonfr1900 »

Þú notar WiFi isolation fyrir WiFi gestanetið, þetta er einnig undir AP isolation. Þetta er í stillingum og það þarf bara að kveikja á því. Þetta aðskilur alla þá sem tengjast frá hverjum öðrum. Þeir sjá þá hvorki önnur tæki eða hvorn annan yfir WiFi.

Leiðbeiningar fyrir Asus routera en þetta er svipað í öllum routerum.

[Wireless Router] How to Set up AP Isolated feature?
Svara