Tölva hrynur skyndilega - reglulega

Skjámynd

Höfundur
Atvagl
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Lau 11. Jan 2014 19:51
Staða: Ótengdur

Tölva hrynur skyndilega - reglulega

Póstur af Atvagl »

Sælir allir tölvugúrúar.
Búið ykkur undir langloku, því ég er nokkuð viss um að ég sé búinn að prófa allt sem hægt er að prófa í þessu vandamáli.
Ég er ekkert séní en tel mig vera nokkuð færan að greina og laga einföld vandamál. Ég hef gert það oft, bæði fyrir sjálfan mig og aðra, en aldrei lent í jafn svakalegum vandræðum og núna.

Vandamálið sjálft
Í þungri keyrslu (Oftast tölvuleikir) ákveður tölvan mín að hrynja fyrirvaralaust. Þetta gerir engin boð á undan sér, það hægist ekkert á, hún crashar instantly.
Hrunið lýsir sér mismunandi eftir atvikum.
  • Stundum frýs hún og ekkert hljóð heyrist. Svo er hún bara frosin að eilífu, rebootast ekki nema afl sé tekið af eða power takka haldið inni.
  • Stundum frýs hún og það heyrist svona hljóð úr hátölurunum: Hljóðdæmi. Rebootast ekki nema afl sé tekið af eða power takka haldið inni.
  • Stundum kemur full BSOD, þá vanalega rebootast hún sjálf.
  • Einstaka sinnum er erfitt að kveikja á tölvunni aftur eftir þetta þ.e. ég fæ ekki POST. T.d. áðan endurræsti ég henni þrisvar í röð. Í fyrstu 2 skiptin kom rautt ljós á LED ljós merkt "DRAM", í þriðja skiptið kom rautt ljós á CPU, í fjórða skiptið rúllaði hún í gegnum CPU, DRAM, VGA ljósin nokkrum sinnum (tók svona 2-3 mínútur) og svo loksins kveikti hún á sér. Þegar ekkert crash hefur verið nýlega er það leikur einn að boota og hún gerir það á innan við 15 sek
Vandamálið kom fyrst fram stuttu eftir að ég fékk mér nýtt skjákort (3080, febrúar 2021) og kom öðru hvoru upp en ekki svo oft. Svo hætti það að sjálfu sér. Það kom svo næst upp í Battlefield Open Beta, 6. október, og hefur ágerst þvílíkt síðan.

Að framkalla Vandamálið
  • CoD Warzone veldur vanalega hruninu á innan við 20 mín en ekki alltaf
  • Battlefield 2042 veldur hruninu alltaf á innan við 3 mínútum af spili
  • AIDA64 Extreme stress test veldur vanalega hruni á innan við 2 klst (Oftast og auðveldast ef ég kveiki á GPU, CPU og RAM en hefur þó gerst án þess að vera með GPU)
Specs
  • Móðurborð: MSI MPG x570 Gaming Edge Wifi (TL desember 2019)
  • GPU: ASUS RTX 3080 TUF Gaming (Non-OC) (OCUK febrúar 2021)
  • CPU: AMD R5 3600X (TL desember 2019)
  • Kæling: Noctua NH-D15 Chromax Black (TL sumar 2020)
  • RAM: 4x8GB DDR4 Corsair 3200 mhz 16-18-18-36 (Eitt sett keypt í Tölvulistanum desember 2019, annað keypt af Vaktara ágúst 2020)
  • SSD1: Samsung 970 EVO M.2 SSD 1TB. Eitt OS partition og eitt Data partition (Amazon apríl 2021)
  • SSD2: Samsung 850 EVO SATA SSD 120 GB. Gamall OS diskur, hann er ennþá í tölvunni ef ég skyldi þurfa gögn
  • HDD1: Gamall Seagate Barracuda 2TB 7200 RPM diskur. Geymi gögn á honum. Model nr. ST2000DM001
  • HDD2: Nýr Toshiba X300 4TB 7200 RPM diskur. Geymi flesta leiki á honum og er búinn að stilla Windows til að hafa þar My Documents, My Pictures, Downloads o.s.frv.
  • PSU1: Corsair RM750x, 750W. Þessi var í tölvunni þangað til í dag (TL sumar 2020)
  • PSU2: Corsair RM1000x, 1000W. Keyptur í dag og settur í vélina.
  • Viftur: 2x 140mm Noctua viftur sem fylgdu með kælingunni og 3x 120mm Corsair viftur sem fylgdu með kassanum mínum (Corsair Obsidian 450D)
  • Annað: Windows 10 Pro 21H1 19043.1348. Er með Logitech G502 Lightspeed Hero mús, Steelseries Quickfire TKL lyklaborð, Corsair Virtuoso heyrnartól tengd og 2.1 hátalarasett, áður Trust, núna Logitech Z2300. Þar að auki er tengdur einn Satechi wireless charging pad með USB í móðurborðið og er svo með ASUS ROG SWIFT PG278Q 144 hz TN G-Sync skjá
Það sem ég er búinn að prófa og virkaði ekki
  • Endurræsa tölvunni (Duh)
  • Fékk M.2 SSD ca. júní 2021 og gerði þá full OS install frá grunni. Athugið að á þessum tímapunkti var vandamálið varla til staðar
  • Reseat-a RAM
  • Reseat-a skjákort
  • Reseat-a örgjörva
  • Reseat-a alla harða diska oft
  • Reseat-a allar PSU snúrur (CPU snúra, PCI-e fyrir skjákort, 24-pin, allar viftusnúrur, Sata power)
Það sem ég er búinn að prófa og virkaði
Eftir allar þessar hremmingar fór ég að hafa miklar áhyggjur af að vandamálið væri skjákortið, því það eina sem ég prófaði sem virkaði var að skipta um skjákort (átti gamalt GTX 770 í skáp).
Ég greip því til þess ráðs að lána félaga mínum kortið mitt. Hann er með Corsair RM850x og lánaði mér 3060Ti á móti á meðan.
Hann keyrði þessa vél í 3 vikur í þungum leikjum án þess að lenda í neinu veseni. Á sama tíma notaði ég hans 3060Ti og lenti aldrei í tölvuhruni.
Himinlifandi var ég nokkuð viss um að aflgjafinn einfaldlega réði ekki við allt þetta álag. Það myndi útskýra hvers vegna hún crashar mismunandi í hvert sinn, þar sem aflgjafafeill getur klúðrað örranum, skjákortinu, minninu, móðurborðinu eða hverju sem er í raun...

Staðan núna
Svo ég skundaði glaður í bragði og skipti kortunum til baka og þegar ég setti 3080 aftur í mína vél tók ég alla hörðu diskana úr sambandi nema SSD1 (M.2 SSD 1TB).
Svona keyrði ég í mánuð án þess að crasha nokkurn tímann en bara með einn disk í gangi í tölvunni meðan ég beið eftir að geta keypt stóran og feitan aflgjafa svo ég myndi aldrei lenda í þessu aftur.
Svo í dag fæ ég aflgjafa í hendurnar, skutla honum í samband, tengi gömlu diskana aftur, keyri upp Battlefield og... Crasha strax.

Ég er alveg uppurinn. Getur í alvöru verið að þessir þrír diskar (SSD2, HDD1, HDD2) séu að valda svona hruni? Hefur einhver séð eitthvað þessu líkt? Eru einhverjar hugmyndir?
Last edited by Atvagl on Fim 02. Des 2021 11:51, edited 8 times in total.

Einar Ásvaldur
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Mán 02. Des 2019 17:53
Staðsetning: 210
Staða: Ótengdur

Re: Tölva hrynur skyndilega - reglulega

Póstur af Einar Ásvaldur »

Hvaða aflgjafa ertu með? (Sá það svo eftir á)

Hvaða kapla ertu að nota í skjá kortið?
Last edited by Einar Ásvaldur on Mið 01. Des 2021 22:09, edited 2 times in total.
CPU : Ryzen 7 5800x - MBO : Gigabyte Aorus B550M PRO-P - Mem : 32GB 3600Mhz Corsair Vengeance RGB PRO - Cooler : Liquid Freezer II 280 -
Kassi : Cooler Master Silenco S600 - PSU : Corsair RM750x 80+ Gold - GPU : RTX 3070 ti AMP HOlOBLACK - M.2 : Samsung EVO 970 1TB
SSD : 250 Gb Crusial -HDD : 3 Tb WD Red -

Emarki
Ofur-Nörd
Póstar: 249
Skráði sig: Mán 03. Maí 2010 22:19
Staða: Ótengdur

Re: Tölva hrynur skyndilega - reglulega

Póstur af Emarki »

Já.

Kv Einar
Skjámynd

Höfundur
Atvagl
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Lau 11. Jan 2014 19:51
Staða: Ótengdur

Re: Tölva hrynur skyndilega - reglulega

Póstur af Atvagl »

Ég er að nota kaplana sem fylgdu með. Þ.e.a.s. áður var ég með 750W aflgjafa og snúrurnar sem fylgdu með honum, núna er ég með 1000W aflgjafa og nota snúrurnar sem fylgdu með honum.

Skjákortið tekur 2x8-pin PCI-e, og ég nota 2 mismunandi snúrur, þ.e. þó það séu 2 hausar á einni snúru þá nota ég 2 snúrur og bara einn haus af hverri snúru.

andriki
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 345
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 00:31
Staða: Ótengdur

Re: Tölva hrynur skyndilega - reglulega

Póstur af andriki »

lenti einu sinni í því að gömul(biluð eða göluð) sata snúru var að valda svipaðri hegðun
gætir prófað að skiptu um sata snúrur, annars bara taka einn disk úr í einu og sjá hvaða diskur er að valda þessu
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Tölva hrynur skyndilega - reglulega

Póstur af worghal »

þú segir að það komi stundum BSOD, hvað er stop villan sem kemur með því?
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Skjámynd

Höfundur
Atvagl
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Lau 11. Jan 2014 19:51
Staða: Ótengdur

Re: Tölva hrynur skyndilega - reglulega

Póstur af Atvagl »

worghal skrifaði:þú segir að það komi stundum BSOD, hvað er stop villan sem kemur með því?
Það hafa verið nokkrar, nógu margar til þess að ég hætti einn daginn að nenna að halda utan um það.
Ég hef nokkrum sinnum gúgglað þær villur sem komu upp en aldrei fengið neitt konkret út úr því.
Ég fann eina villu sem ég tók mynd af í símanum, læt hana fylgja með hér.
Viðhengi
bluescreen.jpg
bluescreen.jpg (157.68 KiB) Skoðað 1175 sinnum

Diddmaster
Ofur-Nörd
Póstar: 294
Skráði sig: Fös 19. Júl 2013 20:55
Staðsetning: Reykjanesbæ
Staða: Ótengdur

Re: Tölva hrynur skyndilega - reglulega

Póstur af Diddmaster »

Veit ekki hvort þetta sé gagnlegt en google frændi sagði þetta um þessa villu
The dxgmms2. sys file is a Windows system driver file that is associated with the Graphics Rendering capabilities of a computer. This file is known to cause a Blue Screen error or BSOD. But the main reasons include conflicts like RAM or Hard Disk Issues, incompatible firmware, or corrupt drivers

edit: sem meikar sens fyrir mér þar sem þú ert búin að pinpointa hdd´s sem veldur þessu
Last edited by Diddmaster on Mið 01. Des 2021 23:18, edited 1 time in total.
Asus Z390-A Prime i7 9700k CPU Thermaltake 3.0 Extreme Corsair 16GB (2x8) 3000MHz CL15 500 GB Samsung 970 EVO Plus m.2 palit 2080 super seasonic 760w 80+ platinum
Skjámynd

Höfundur
Atvagl
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Lau 11. Jan 2014 19:51
Staða: Ótengdur

Re: Tölva hrynur skyndilega - reglulega

Póstur af Atvagl »

andriki skrifaði:lenti einu sinni í því að gömul(biluð eða göluð) sata snúru var að valda svipaðri hegðun
gætir prófað að skiptu um sata snúrur, annars bara taka einn disk úr í einu og sjá hvaða diskur er að valda þessu
Takk fyrir, ég ætla að kíkja á þetta á morgun. Vandamálið hlýtur allavega að vera einhversstaðar í þessum 3 diskum, því það er eina breytan sem hefur 100% ákvarðað að tölvan crashi...

Fyrir utan það reyndar að þegar ég var með 3060Ti í láni þá var ég með alla diskana tengda og lenti ekki í neinu veseni :crying

Trihard
Nörd
Póstar: 106
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Staða: Ótengdur

Re: Tölva hrynur skyndilega - reglulega

Póstur af Trihard »

Ertu búinn að athuga hvort allt RAM-ið sé nákvæmlega eins klukkað?
Hvað ef þú reseatar bara RAM-ið sem þú keyptir ónotað, (16GB af 32GB)?

Hvað er hitastigið á M.2 disknum í spilun? Hvernig kælingu ertu með á honum? Þessi kvikindi eiga til að ofhitna svakalega inni í standard móðurborða pcie slottinu, sérstaklega ef skjákortið blæs lofti beint ofan á þá.

Ég lenti í BSOD með M.2 disk en hann var í 50°C við leikjaspilun ef ekki hærra, keypti mér viftu heat sink á hann og hef ekki lent í veseni síðan https://www.amazon.com/gp/product/B0827 ... UTF8&psc=1
Last edited by Trihard on Fim 02. Des 2021 00:04, edited 4 times in total.
Skjámynd

Orri
Geek
Póstar: 862
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Staða: Ótengdur

Re: Tölva hrynur skyndilega - reglulega

Póstur af Orri »

Ég hef verið að lenda í svipuðu, þar sem tölvan mín hrynur skyndilega og án fyrirvara. Hef reyndar aldrei lent í BSOD eða heyrt nein hljóð, en þegar ég var að reyna að finna út úr þessu þá voru einhver forums að tala um að Corsair Vengeance DDR4-3600Mhz vinnsluminnið mitt væri ekki á einhverjum "officially supported" lista fyrir AMD Ryzen 5 3600XT örgjörvann minn, og það gæti verið ástæðan fyrir krössunum. Sumir töluðu um að hafa skipt út vinnsluminninu fyrir aðra týpu (eitthvað af þessum lista) og vandamálin hætt.

Veit ekki hvort þetta sé það sama og þú ert að lenda í, og því miður hef ég ekki tíma í að grafa upp þessa forum pósta, en kannski hjálpar þetta eitthvað.
Dan A4 M-ITX - Ryzen 3600XT - EVGA 2080 Super XC Gaming - 32GB DDR4 3200MHz - Gigabyte B550i Aorus Pro AX - 1TB 970 EVO NVMe - LG 38'' 21:9 WQHD+ IPS
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Tölva hrynur skyndilega - reglulega

Póstur af Klemmi »

Nokkrir hlutir sem mér dettur í hug, og í þeirri röð sem mér þykir líklegast:

1. Nýji aflgjafinn ræður ekki heldur við kortið / virkar af einhverjum ástæðum ekki vel með kortinu / rafmagnið hjá þér er eitthvað funky. Þú ert búinn að nota þessa tölvu með 2 eða 3 öðrum skjákortum, og virkar fínt. Skjákortið þitt virkar fínt í annarri tölvu. Ekkert gömlu kortanna er jafn orkufrekt. Eitthvað er að milli tölvunnar og skjákortsins, en kom ekki oft fram og lét þig vera í marga mánuði framan af.
Það er / væri rosaleg óheppni, en ég hef sjálfur lent í þessu. Þá var skjákort sem virkaði ekki með aflgjafanum, né 2 öðrum aflgjöfum sem ég var með á verkstæðinu.
Keyrði svo bara smoothly á þeim fjórða, þrátt fyrir að hann væri ekkert öflugri í wattatölu.

2. Hitavandamál. 3080 kortið hitnar talsvert meira en hin kortin sem þú ert búinn að prófa, og einhver búnaður gæti verið að ofhitna og valda vandræðum, hvort sem það er á móðurborði, SSD diskur, sé að m.2 diskurinn er mögulega staðsettur beint fyrir ofan skjákortið.

3. Compatibility vandamál milli skjákorts og móðurborðs. Þykir þetta ólíklegt, þar sem vandamálið hvarf um tíma, en set þetta samt með sem möguleika. Gætir prófað BIOS uppfærslu svona af því bara.
Last edited by Klemmi on Fim 02. Des 2021 00:06, edited 3 times in total.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is

jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölva hrynur skyndilega - reglulega

Póstur af jonfr1900 »

Þú ert mjög líklega með gallað ram (væntanlega orðið fyrir geimgeislun) sem er að valda handahófskenndum villum hér og þar í kerfinu hjá þér.

Líklegast það sem er bilað eftir mögulega.

1. Gallað / bilað ram.
2. Bilaður örgjörvi. (geimgeislun getur valdið þessu einnig.)
3. Bilað móðurborð (kubbasett osfrv).
4. Bilaður harður diskur.
5. Bilað skjákort.

Nánar hérna um geimgeislun og tölvur.

The Universe is Hostile to Computers

nonesenze
</Snillingur>
Póstar: 1064
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Staða: Ótengdur

Re: Tölva hrynur skyndilega - reglulega

Póstur af nonesenze »

Prufað að slökkva á xmp profile og keyra minni á stock cpu settings?
Asus Maximus Xiii hero (WiFi)- Intel i5 11900K - Corsair Vengeance RGB PRO 4x8GB 3600MHz CL18 - Asus Strix 2080 - Samsung 1TB 980 PRO - samsung 500gb 970 evo plus - WD 12TB - Corsair RM750x - Corsair H150i pro - Corsair 678C Corsair virtuoso - Asus 27" - Corsair k95 platinum - Corsair Harpoon RGB - Lenovo G27Q-20 165hz 1440p
Skjámynd

Höfundur
Atvagl
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Lau 11. Jan 2014 19:51
Staða: Ótengdur

Re: Tölva hrynur skyndilega - reglulega

Póstur af Atvagl »

Sælir allir

Takk kærlega fyrir góð svör, ég ætla að svara flestum hérna. Ég hef ekki tíma fyrir fleiri prófanir fyrr en eftir vinnu í kvöld.
Ég var svo lengi að skrifa þessa langloku í gær að ég einflaldlega gleymdi alls konar hlutum sem ég er búinn að prófa. Þeir bætast við hér með (þó með fyrirvara að ég gæti ennþá verið að gleyma einhverju):
Trihard skrifaði:Ertu búinn að athuga hvort allt RAM-ið sé nákvæmlega eins klukkað?
Hvað ef þú reseatar bara RAM-ið sem þú keyptir ónotað, (16GB af 32GB)?
Ég er búinn að prófa eftifarandi:
  • Slökkva á XMP
  • Keyra aðeins 2x8GB RAM sem ég keypti á vaktinni, með og án XMP
  • Keyra aðeins 2x8GB RAM sem ég keypti í TL, með og án XMP
Crashið gerist líka undir öllum þessum aðstæðum
Trihard skrifaði: Hvað er hitastigið á M.2 disknum í spilun? Hvernig kælingu ertu með á honum? Þessi kvikindi eiga til að ofhitna svakalega inni í standard móðurborða pcie slottinu, sérstaklega ef skjákortið blæs lofti beint ofan á þá.

Ég lenti í BSOD með M.2 disk en hann var í 50°C við leikjaspilun ef ekki hærra, keypti mér viftu heat sink á hann og hef ekki lent í veseni síðan https://www.amazon.com/gp/product/B0827 ... UTF8&psc=1
Ég er ekki með nákvæmar tölur, en ég hef fylgst með hitastigum á öllu saman meðan ég spila, og hef ekki séð neinar óeðlilegar tölur. CPU undir 70 gráðum og GPU undir 85 gráðum. Þar sem að tölvan keyrði fullkomlega síðustu 2-3 mánuði á 750W aflgjafanum meðan hörðu diskarnir voru aftengdir finnst mér ólíklegt að þetta sé hitavandamál á M.2, það er ekki eins og diskarnir sem ég tengdi aftur í gær séu að framleiða mikinn hita. Þar að auki crashar hún vanalega á innan við 3 mínútum í BF2042, myndi halda að það tæki lengri tíma fyrir M.2 að hitna. Svo er líka M.2 heatsink sem fylgir með móðurborðinu, diskurinn er undir því.
Orri skrifaði: Ég hef verið að lenda í svipuðu, þar sem tölvan mín hrynur skyndilega og án fyrirvara. Hef reyndar aldrei lent í BSOD eða heyrt nein hljóð, en þegar ég var að reyna að finna út úr þessu þá voru einhver forums að tala um að Corsair Vengeance DDR4-3600Mhz vinnsluminnið mitt væri ekki á einhverjum "officially supported" lista fyrir AMD Ryzen 5 3600XT örgjörvann minn, og það gæti verið ástæðan fyrir krössunum. Sumir töluðu um að hafa skipt út vinnsluminninu fyrir aðra týpu (eitthvað af þessum lista) og vandamálin hætt.
Þar sem að tölvan keyrði vel síðustu 2-3 mánuði með RTX 3080 og allt RAMið tengt finnst mér ólíklegt að það sé RAMið sem er incompatible. Gæti samt vel verið! Sést hér fyrir ofan ýmist sem ég hef prófað með RAMið
Klemmi skrifaði: rafmagnið hjá þér er eitthvað funky.
Ég flutti um íbúð fyrir um 2-3 vikum (Á meðan tölvan var með 3080 og diskana aftengda). Engin vandamál fyrir flutning, engin vandamál eftir flutning, byrjaði strax aftur þegar ég tengdi nýja aflgjafann og diskana í gær

Klemmi skrifaði: Það er / væri rosaleg óheppni, en ég hef sjálfur lent í þessu. Þá var skjákort sem virkaði ekki með aflgjafanum, né 2 öðrum aflgjöfum sem ég var með á verkstæðinu.
Keyrði svo bara smoothly á þeim fjórða, þrátt fyrir að hann væri ekkert öflugri í wattatölu.
Ég segi það með þér að þetta er svakaleg óheppni ](*,)
Klemmi skrifaði: 2. Hitavandamál. 3080 kortið hitnar talsvert meira en hin kortin sem þú ert búinn að prófa, og einhver búnaður gæti verið að ofhitna og valda vandræðum, hvort sem það er á móðurborði, SSD diskur, sé að m.2 diskurinn er mögulega staðsettur beint fyrir ofan skjákortið.
Þetta er eitt það fyrsta sem mér datt í hug þrátt fyrir að ég gleymdi að skrifa það í upprunalega póstnum, en sú staðreynd að tölvan crashar vanalega á innan við 3 mínútum í BF2042 gerir það mjög ólíklegt. Vifturnar fara líka aldrei á milljón. Það gæti þó verið einhver non-actively-cooled smáhlutur á móðurborðinu sem er að ofhitna án þess að ég sjái það á mælunum.
Klemmi skrifaði: 3. Compatibility vandamál milli skjákorts og móðurborðs. Þykir þetta ólíklegt, þar sem vandamálið hvarf um tíma, en set þetta samt með sem möguleika. Gætir prófað BIOS uppfærslu svona af því bara.
Ætla að rúlla í gegnum öll svona updates sem fyrst, ólíklegt samt að það sé málið því hún hefur keyrt síðustu 2-3 mánuði með 3080 og 750W aflgjafanum, án diskannna.

jonfr1900 skrifaði: Þú ert mjög líklega með gallað ram (væntanlega orðið fyrir geimgeislun) sem er að valda handahófskenndum villum hér og þar í kerfinu hjá þér.

Líklegast það sem er bilað eftir mögulega.

1. Gallað / bilað ram.
2. Bilaður örgjörvi. (geimgeislun getur valdið þessu einnig.)
3. Bilað móðurborð (kubbasett osfrv).
4. Bilaður harður diskur.
5. Bilað skjákort.

Nánar hérna um geimgeislun og tölvur.
Frábært myndband, ég hef séð það áður. =D>
Ólíklegt að það sé RAMið vegna þess að vélin hefur keyrt síðustu 2-3 mánuði með 750W aflgjafa, 4x8GB af þessu sama RAMi og með diskana aftengda án þess að crasha
Annað sem ég hef prófað fyrst þú minnist á örgjörvann:
  • Keypti notaðan R7 3700X á vaktinni um daginn, hún var alltaf óstabíl með honum og ég endaði á að setja hann upp í skáp
Reyndar var sá R7 með örlítið boginn pinna, ég reisti hann við aftur en það hélt áfram að vera bilað.
Það gæti alveg verið að þetta instability á R7 hafi verið sama vandamálið og ég er að glíma við núna, ég hreinlega veit það ekki :oops:
Það var samt á tímabili stöðugleika, þ.e.a.s. tölvan hafði ekki verið að crasha mikið fyrir eða eftir þetta misheppnaða ævintýri.

nonesenze skrifaði: Prufað að slökkva á xmp profile og keyra minni á stock cpu settings?
Já, sjá svar fyrir ofan
Last edited by Atvagl on Fim 02. Des 2021 08:23, edited 1 time in total.
Skjámynd

brain
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Staða: Ótengdur

Re: Tölva hrynur skyndilega - reglulega

Póstur af brain »

Hefur eitthvað átt við í bios ?

Prófa kannski default Bios stillingu. Taka jafnvel rafhlöðu úr og keyra upp svoleiðis.

Dr3dinn
Gúrú
Póstar: 511
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tölva hrynur skyndilega - reglulega

Póstur af Dr3dinn »

Prófa annað RAM?
(óháð hvort það hafi virkað, þá geturu það verið unstable)

Prófa annan CPU?
Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD Ryzen 9 5900X 12C/24 -ASUS x570-P - Sabrent m.2 1TB, samsung evo 850 500gb - 32GB(4x8 GB) 3000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB - 1x 28" BENQ 1x AOC 27"

TheAdder
has spoken...
Póstar: 160
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Staða: Ótengdur

Re: Tölva hrynur skyndilega - reglulega

Póstur af TheAdder »

Ég myndi beina spjótunum að aflgjafanum, 3000 serían hefur verið pínu mistæk með aflnotkun og mismunandi hversu vel aflgjafar taka því.
Skjámynd

Höfundur
Atvagl
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Lau 11. Jan 2014 19:51
Staða: Ótengdur

Re: Tölva hrynur skyndilega - reglulega

Póstur af Atvagl »

TheAdder skrifaði:Ég myndi beina spjótunum að aflgjafanum, 3000 serían hefur verið pínu mistæk með aflnotkun og mismunandi hversu vel aflgjafar taka því.
Þess vegna keypti ég glænýjan aflgjafa í gær, en crashaði strax aftur :crying
Last edited by Atvagl on Fim 02. Des 2021 10:17, edited 1 time in total.

Frussi
Gúrú
Póstar: 513
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Staða: Ótengdur

Re: Tölva hrynur skyndilega - reglulega

Póstur af Frussi »

Hefurðu prófað aggresívara fan curve á kortinu? Ef það er einhver lítill hlutur sem er að hitna en er kannski ekki directly cooled þá gæti það hjálpað
Ryzen 5 3600 _ X470 Aorus Gaming _ 2070 Super _ 16 GB 3200MHz _ 32" 1440p Lenovo
Skjámynd

Höfundur
Atvagl
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Lau 11. Jan 2014 19:51
Staða: Ótengdur

Re: Tölva hrynur skyndilega - reglulega

Póstur af Atvagl »

Frussi skrifaði:Hefurðu prófað aggresívara fan curve á kortinu? Ef það er einhver lítill hlutur sem er að hitna en er kannski ekki directly cooled þá gæti það hjálpað
Takk fyrir ábendinguna.
Já, ég hef prófað það.
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Tölva hrynur skyndilega - reglulega

Póstur af Daz »

Hvaða aflgjafi er "nýi" aflgjafinn? Ég gat ekki fundið það í þessum póstum hingað til.
Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: Tölva hrynur skyndilega - reglulega

Póstur af Moldvarpan »

Skjákortið hlýtur að vera eitthvað gallað.

Hvernig setup er vinur þinn með sem prófaði það? Tegund örgjörva, móðurborðs og minnis.
Skjámynd

Höfundur
Atvagl
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Lau 11. Jan 2014 19:51
Staða: Ótengdur

Re: Tölva hrynur skyndilega - reglulega

Póstur af Atvagl »

Daz skrifaði:Hvaða aflgjafi er "nýi" aflgjafinn? Ég gat ekki fundið það í þessum póstum hingað til.
Corsair RM1000x, framleiddur af Seasonic, síðast þegar ég vissi. Tilgreint í fyrsta póstinum, undir specs
Last edited by Atvagl on Fim 02. Des 2021 11:47, edited 1 time in total.
Skjámynd

Höfundur
Atvagl
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Lau 11. Jan 2014 19:51
Staða: Ótengdur

Re: Tölva hrynur skyndilega - reglulega

Póstur af Atvagl »

Moldvarpan skrifaði:Skjákortið hlýtur að vera eitthvað gallað.

Hvernig setup er vinur þinn með sem prófaði það? Tegund örgjörva, móðurborðs og minnis.
Ég er ekki með ákvæmar upplýsingar akkúrat núna, en settupið hans er decent. Spyr hann.

Amk 16GB RAM, Corsair RM850x aflgjafi.
Bæti við örgjörva og móðurborði þegar ég veit meira, en þetta er ca. í sama range og ég, þ.e.a.s. ekkert monster R9 5900X dæmi, en heldur ekki eldgamall 4670k.
Tölvan hans var keypt öll ný og samsett í verslun í fyrra.
Last edited by Atvagl on Fim 02. Des 2021 11:51, edited 1 time in total.
Svara