Loka á erlend símanúmer

Svara

Höfundur
falcon1
Ofur-Nörd
Póstar: 299
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Loka á erlend símanúmer

Póstur af falcon1 »

Ég er endalaust að fá hringingar frá útlöndum, núna er það aðallega frá Austurríki. Ég svara þessu rugli auðvitað ekki en þetta er verulega pirrandi þannig að ég er að velta fyrir mér hvernig ég get bara alfarið lokað á símtöl frá útlöndum. Ég er með Android síma ef það skiptir máli.
Skjámynd

ChopTheDoggie
Geek
Póstar: 840
Skráði sig: Þri 15. Des 2015 01:27
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Loka á erlend símanúmer

Póstur af ChopTheDoggie »

"Tap the phone icon on your Android, which is usually at the bottom of the home screen.
Tap the three dots at the top of the Phone app screen.
Tap "Settings" in the dropdown menu.
Tap "Block numbers" and then toggle the button beside "Block unknown callers" to green."
En þetta lokar á öllum sím# sem eru ekki vistuð inní símanun þínum(held ég?), þú getur bætt við forskeyti símanúmer til þess að loka á símtölin t.d. ef þú bætir við númerið "+61" þá lokar það á allar hringingar frá Austurríkis.

Annars örruglega bara hægt að sækja eitthvað app sem gerir þetta fyrir þig :D
ASRock B550M Steel Legend | 2x8GB Aorus 3200Mhz | R5 3600 | RTX 2070 Super | Seasonic Focus+ Gold | Predator XB271HU

Höfundur
falcon1
Ofur-Nörd
Póstar: 299
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Loka á erlend símanúmer

Póstur af falcon1 »

Ég er nefnilega búinn að prófa þetta að loka á landsnúmerið en það bara virkar ekki. :(

jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Loka á erlend símanúmer

Póstur af jonfr1900 »

Þú verður að athuga hvað fjarskiptafyrirtækið þitt getur gert.

Reynz1
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Fim 16. Júl 2009 23:20
Staða: Ótengdur

Re: Loka á erlend símanúmer

Póstur af Reynz1 »

Stundum geta fjarskiptafyrirtæki lokað á ÖLL erlend númer í 1-2 vikur, annars er því miður ekki mikið hægt að gera.

mikkimás
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Staða: Ótengdur

Re: Loka á erlend símanúmer

Póstur af mikkimás »

Gerðu at í þeim á móti. Það er manneskja á hinni línunni með takmarkaða þolinmæði. Þau vita ekkert hver þú ert og þú getur bókstaflega sagt hvað sem er.
Til sölu í augnablikinu: Sennheiser HD600 heyrnatól
Skjámynd

Baldurmar
Tölvutryllir
Póstar: 680
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Staða: Ótengdur

Re: Loka á erlend símanúmer

Póstur af Baldurmar »

mikkimás skrifaði:Gerðu at í þeim á móti. Það er manneskja á hinni línunni með takmarkaða þolinmæði. Þau vita ekkert hver þú ert og þú getur bókstaflega sagt hvað sem er.
Að svara gerir símanúmerið þitt "verðmætara" og líklegra til að vera pirrað meira/ af fleirum
Asrock Gaming K4 - Ryzen 1600 @ 3.7ghz - 16GB Ripjaws 3200mhz - GTX 1070 8gb

mikkimás
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Staða: Ótengdur

Re: Loka á erlend símanúmer

Póstur af mikkimás »

Jafnvel þó að bókstaflega ekkert komi út úr svarinu?
Til sölu í augnablikinu: Sennheiser HD600 heyrnatól
Skjámynd

Skippo
Fiktari
Póstar: 58
Skráði sig: Þri 28. Okt 2003 21:09
Staðsetning: Úti á landi!
Staða: Ótengdur

Re: Loka á erlend símanúmer

Póstur af Skippo »

Líklega færðu stjarnfræðilegan reikning pr. mínútu ef þú hringir til baka.
Ég er erfiður í umgengni
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Loka á erlend símanúmer

Póstur af Hjaltiatla »

Hef verið að nota Truecaller fríu útgáfuna til að blokka nokkur country code .
https://www.truecaller.com/

Það er hægt að kaupa sér Ad free útgáfuna á 12,5 evrur á ári.
Mæli með að prófa
Just do IT
  √
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Loka á erlend símanúmer

Póstur af dori »

mikkimás skrifaði:Gerðu at í þeim á móti. Það er manneskja á hinni línunni með takmarkaða þolinmæði. Þau vita ekkert hver þú ert og þú getur bókstaflega sagt hvað sem er.
Aldrei að hringja til baka í óþekkt erlend númer. Bæði eins og var bent á merkir það þig sem einhvern sem svarar eða hringir til baka og þá er það selt áfram til fleirri sem fara að bögga þig. Og líka þá veistu ekki hvort þetta séu einhver yfirgjaldsnúmer. Það er alltaf að fara að kosta þig miklu meira, bæði í tíma og peningum, en það kostar þá.

mikkimás
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Staða: Ótengdur

Re: Loka á erlend símanúmer

Póstur af mikkimás »

Skippo skrifaði:Líklega færðu stjarnfræðilegan reikning pr. mínútu ef þú hringir til baka.
dori skrifaði:Aldrei að hringja til baka í óþekkt erlend númer. Bæði eins og var bent á merkir það þig sem einhvern sem svarar eða hringir til baka og þá er það selt áfram til fleirri sem fara að bögga þig. Og líka þá veistu ekki hvort þetta séu einhver yfirgjaldsnúmer. Það er alltaf að fara að kosta þig miklu meira, bæði í tíma og peningum, en það kostar þá.
Ég var ekki að tala um að hringja á móti, heldur svara símtalinu með smá tröllun, bara til að hafa gaman af.
Til sölu í augnablikinu: Sennheiser HD600 heyrnatól
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Loka á erlend símanúmer

Póstur af dori »

mikkimás skrifaði:Ég var ekki að tala um að hringja á móti, heldur svara símtalinu með smá tröllun, bara til að hafa gaman af.
Oft er bara róbot á línunni til að sjá hvort þú svarir og notar það þá til að greina hvort þú sért virkt númer. Þá græðirðu ekkert á því að svara nema að staðfesta að númerið er í notkun og þá er hægt að selja það áfram.

Ef það er hobbí hjá þér að taka þetta upp og gera grín þá bara jájá... allt í lagi. En almennt þá er þetta verðmætari tími hjá þér en hvað þú brennir hinu megin á línunni.
Svara