Kaupa vél á 5 eða 10 ára fresti?

Svara

Höfundur
falcon1
Ofur-Nörd
Póstar: 299
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Kaupa vél á 5 eða 10 ára fresti?

Póstur af falcon1 »

Sælir Vaktarar,

það er svo komið að ég þarf að fara að endurnýja tölvuna mína (verða 10 ára), þegar ég keypti hana þá keypti ég frekar dýrt og hafði þá hugsun að hún myndi endast mér næstu 10 árin sem virðist ætla að standast. Ég fór hinsvegar að hugsa hvort sé í raun hagstæðara að kaupa ódýrara t.d. næstnýjustu kynslóð af tölvuíhlutum og gera ráð fyrir 5 ára endingartíma eða gera eins og ég gerði að kaupa nýjastu kynslóð af öllu og vonast til að endingin verði 10 ár?

Hvor leiðin borgar sig eða mun þetta koma bara út á sléttu?

Trihard
Nörd
Póstar: 106
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa vél á 5 eða 10 ára fresti?

Póstur af Trihard »

Ef þú heldur áfram að spila leiki í 1080p/1440p næstu 10 árin þá máttu búast við því að ódýrustu nýjustu kynslóðar kortin munu duga þér næstu 10 árin.

Ef þú planar að fara í 4k þá myndi ég horfa á dýrari íhluti með meiri VRAM upp á future proofing.

Hausinn
Ofur-Nörd
Póstar: 291
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa vél á 5 eða 10 ára fresti?

Póstur af Hausinn »

5 ára millibil er mun rökréttara. Fyrir 10 árum síðan væri high end skjákort t.d. GTX 590. Myndir varla fá skít og kanil fyrir það í dag. Hins vegar kom GTX 900 serían út fyrir 5 árum síðan og er ennþá í fullri notkun. Reyndar er það að morgu leyti út af skorti en samt.
Skjámynd

oliuntitled
has spoken...
Póstar: 189
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa vél á 5 eða 10 ára fresti?

Póstur af oliuntitled »

Getur líka balance-að þetta ágætlega vel með því að fara í i7/i9/ryzen equivalent og farið svo í midrange skjákort með það fyrir augum að þurfa bara að skipta um skjákort eftir 5 ár.

Þetta fer allt eftir því hvernig þú ert að nota vélina, ertu mest að spila nýjustu AAA leikina ? viltu mögulega fara í 4k ?
Ef svarið er nei við báðum að þá er alveg nóg að halda sig í upper midrange á vélum eða taka balance factorinn einsog ég minnist á hér að ofan.

næstu 5 ár í cpu/móbo (á meðan það styður sem dæmi m.2 ssd) eru ekki á leiðinni í mega upgrades sem eru að fara að skipta miklu máli fyrir average gaming experience, munurinn á gen3 og gen4 m.2 er alls ekki gamechanger þegar kemur að gaming (það er ógeðslega mikill munur á data transfer en fyrir gaming að þá ertu ekki að fara að sjá mikinn mun)

Ég hef sjálfur yfirleitt farið þá leiðina að láta cpu/móðurborð endast í allavega 2-3 gpu upgrades, en það kemur á móti að seinustu ár eru búin að innihalda soldið stór stökk í gpu tækni, spurning bara með hversu mikið stökk þeir munu koma með í næstu 2-3 kynslóðum.

Höfundur
falcon1
Ofur-Nörd
Póstar: 299
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kaupa vél á 5 eða 10 ára fresti?

Póstur af falcon1 »

Ég er ekki svo mikið í leikjaspilun, meira í mynd- (photoshop) og myndbandavinnslu (aðallega 1080p en mun færa mig í 4k á næsta ári líklega) og svo hljóðvinnslu. :)
Last edited by falcon1 on Þri 30. Nóv 2021 12:47, edited 2 times in total.
Svara