Ég hlusta á sérfræðinga í þessum fræðum (enda get ég ekki vitað allt saman) en ekki eitthvað samsæriskenningarusl sem þú ert augljóslega í. Þú ert augljóslega búinn að láta samsæriskenningasíður á Facebook hræra í hausnum á þér. Þú ert hvorki fyrsti eða síðasti maðurinn sem það gerist hjá.Graven skrifaði:Ert þú sérfræðingur í einhverju?jonfr1900 skrifaði:Veirunni og vísindum er alveg sama um þína skoðun. Nema að þú leggir fram sönnunargögn með 10 til 20 ára rannsóknir sem staðfesta þínar fullyrðingar.Graven skrifaði: Það sem þú kallar staðreyndir og vísindi eru í raun áróður og viðskipti.
Ég trúi engri vitleysu, ég legg mikla áherslu á að trúa aldrei neinu, því að trúa á eitthvað er ekki mjög vísindalegt, ég vill sannreynanlegar staðreyndir sem koma ekki frá hagsmunaaðilum.
Ég held að þú sért ekki sérfræðingur í veirum og veirusjúkdómum. Ásamt þessari faraldsfræði sem þarf í þetta. Þarna er mikil þekking í gangi sem hefur komið fram með áratuga rannsóknum og sögulegri þekkingu. Það er alltaf þannig að eitthvað er ekki vitað en þannig virka vísindin og hafa alltaf gert.
Þetta er ekki alveg staðfest en það er möguleiki á því að þessi faraldur sé að fara að enda loksins. Þetta mun væntanlega gerast fljótlega á Íslandi og víðar í Evrópu. Þar sem delta afbrigðið er að halda öllum öðrum afbrigðum niðri og koma í veg fyrir að þau dreifi sér en þangað til heldur óbólusett fólk að deyja, ásamt stórfelldri hættu hjá þeim sem eru með veikt ónæmiskerfi.
New research suggests Delta strain ‘drove itself to extinction’ in Japan (News Australia)
Ég er að bíða eftir því að fara í þriðju bólusetningu. Veit ekki hvenær það verður hjá mér ennþá.
Heldurðu að einhverjum sé ekki sama um þína skoðun?
Ef einhver kallar eitthvað vísindi, þá þýðir það ekki að það sé einhver heilagur sannleikur. Í dag hafa vísindi og vísindamenn tekið við keflinu frá prestum og kirkjunni frá miðöldum. Fólk bara trúir í blindni á það sem er kallað vísindi í dag. Ef þú skoðar þetta aðeins dýpra þá sérðu mjög fljótt að vísindi og peer-review journals og langflestar vísindarannsóknir eru compromised. Anyway, þá ætla ég ekki að eyða meiri tíma í þessa vitleysu. Eina von mín er að ég hafi náð að vekja einhvern til pínulittlrar umhugsunar, og triggerað einhverja pro-vaxx nuts.
YouTube myndband um þetta.
https://youtu.be/uDYba0m6ztE