7200rpm HDD, nauðsynlegt?

Svara

Höfundur
Omerta
Nörd
Póstar: 105
Skráði sig: Fim 01. Nóv 2007 01:49
Staða: Ótengdur

7200rpm HDD, nauðsynlegt?

Póstur af Omerta »

Nú hef ég lengi notað SSD fyrir flest sem ég keyri daglega en nota gamlan 7200rpm hdd fyrir gögn og single player leiki sem ég spila ekki svo oft. Einnig keyri ég Photoshop og Davinci projects af gamla góða. Eins gott og það væri að setja þetta allt á SSD þá er það ekki nauðsynlegt og hingað til verið of dýrt. En nú þarf ég að bæta við / uppfæra og sé ég mest af 5400rpm diskum og eitthvað minna af 7200rpm. Er ég í ruglinu hérna að vera að eltast við hærri snúningshraða fyrir þessa vinnslu? Skiptir þetta kannski voða litlu máli?
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: 7200rpm HDD, nauðsynlegt?

Póstur af worghal »

ég mundi nú allavega setja photoshop og davinci á ssd
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL

TheAdder
has spoken...
Póstar: 160
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Staða: Ótengdur

Re: 7200rpm HDD, nauðsynlegt?

Póstur af TheAdder »

Ef afköstin skipta þig máli, þá er almennt sniðugra að fara í SSD en að eltast við 7200 snúninga diska. Það má eiginlega segja að SSD þróunin hafi drepið niður 7200 snúninga diskana, þeir fara svo langt framúr þeim í afköstum að "high performance mechanical drive" er orðinn hálfgerður brandari alls staðar nema í gagnaverum.
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: 7200rpm HDD, nauðsynlegt?

Póstur af worghal »

TheAdder skrifaði:Ef afköstin skipta þig máli, þá er almennt sniðugra að fara í SSD en að eltast við 7200 snúninga diska. Það má eiginlega segja að SSD þróunin hafi drepið niður 7200 snúninga diskana, þeir fara svo langt framúr þeim í afköstum að "high performance mechanical drive" er orðinn hálfgerður brandari alls staðar nema í gagnaverum.
svo má líka bæta við að verð per gb á ssd er komið vel niður í viðráðanleg mörk :happy
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL

falcon1
Ofur-Nörd
Póstar: 299
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 7200rpm HDD, nauðsynlegt?

Póstur af falcon1 »

Mér skylst að maður eigi allavega ekki að nota SSD fyrir langtímageymslu á gögnum og slíkt, þar gæti ennþá verið þörf á "gamaldags" HDD. :)
Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: 7200rpm HDD, nauðsynlegt?

Póstur af Moldvarpan »

5400rpm er fínt fyrir data hoarder diska

Tbot
ÜberAdmin
Póstar: 1330
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: 7200rpm HDD, nauðsynlegt?

Póstur af Tbot »

Þetta ræðst alfarið eftir því hvað á að nota diskana í.
T.d. eru margir af stærri diskunum 7200 rpm þ.e. 10TB+, einnig eru oft diskarnir fyrir myndavélakerfin 7200 rpm.
Fyrir heimagagnageymslu er 5400 rpm nóg.
Svara