Span eða gas?

Allt utan efnis

Höfundur
bjoggi
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Mið 27. Ágú 2003 20:35
Staða: Ótengdur

Span eða gas?

Póstur af bjoggi »

Geri ráð fyrir að eitthvert ykkar hafi brennandi áhuga á eldamennsku og læt því spurninguna flakka.

Ég ætla að endurnýja helluborðið mitt og geri mér grein fyrir technical muninum á span og gasi og flest pros vs cons, kostnaði osfrv.

En nú þarf líka að vera gaman að elda samhliða því, hef oft prófað span í sumarbústöðum og hef aldrei verið mega sáttur með stjórnborð og hreinlega að stjórna hitanum og oft verið frekar frústreraður, en kannski er það bara á þessum ódýru hellum?

Hvert er ykkar input og reynsla?
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Span eða gas?

Póstur af Klemmi »

Hef ekki sjálfur verið með span, heldur bara notað það í heimsóknum og bústöðum líkt og þú, og er alveg á sama máli. Þau sem ég hef prófað, þá hefur stjórnborðið verið leiðinlegt og svifaseint, sérstaklega ef það er komin einhver fita á það eftir eldamennsku.

Ég útiloka þó ekki að það séu til flottari span-helluborð með þægilegra viðmóti, ef vel er leitað.

Var með gas í fyrstu íbúðinni minni, og sakna þess í hvert skipti sem ég nota helluborðið. Ekki nægilega mikið til að fara í framkvæmdir og skipta, en já... það var ljúfa lífið. Var viðbúinn því að þurfa að skipta um kút nokkuð reglulega, en fyllti bara á hann þegar ég flutti inn og það dugði alla 14 mánuðina sem ég bjó þar, þó svo að ég eldaði (mislengi og mismerkilegar máltíðir) flest kvöld.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is

B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 222
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Staða: Ótengdur

Re: Span eða gas?

Póstur af B0b4F3tt »

Ég er með 8 ára gamalt AEG span helluborð sem ég keypti nýtt á sínum tíma fyrir 250þúsund. Ég hef ekki upplifað nein vandræði með þetta helluborð á þessum 8 árum. Ég var með gashellur þegar ég bjó í Danmörku og get ekki sagt að ég sakni þeirra eitthvað sérstaklega.

Tbot
ÜberAdmin
Póstar: 1330
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Span eða gas?

Póstur af Tbot »

Í spaninu er það, að þú færð það sem þú borgar fyrir.

Einnig gleymist ansi oft að gæði potta og panna skipa máli í spaninu.

Diddmaster
Ofur-Nörd
Póstar: 294
Skráði sig: Fös 19. Júl 2013 20:55
Staðsetning: Reykjanesbæ
Staða: Ótengdur

Re: Span eða gas?

Póstur af Diddmaster »

hef verið með bæði mér fynst gasið betra en það fylgir því meira umstang ef ég man rétt á gasið ekki að vera geimt innandyra en gasið fraus þa veturnar þar sem ég var og vorum þessvegna með það inni minnir mig í leyfisleisi en er með span núna eina sem ég get sett útá það er að ég þarf að endurnýja potta og pönnur var ný búin að kaupa pönnu í íkea ekki alveg ódírasta fín pann nema spanið eiðilagði teflon húðina flagnaði af sem segir mér ekki rétt panna fyrir span

en mér pérsónulega fynst gasið skemtilegra
Asus Z390-A Prime i7 9700k CPU Thermaltake 3.0 Extreme Corsair 16GB (2x8) 3000MHz CL15 500 GB Samsung 970 EVO Plus m.2 palit 2080 super seasonic 760w 80+ platinum
Skjámynd

Jón Ragnar
Geek
Póstar: 835
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Span eða gas?

Póstur af Jón Ragnar »

Span


Gas er vesen, erfiðara að halda hitanum lágum þegar þú ert t.d að græja góða sósu

CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video

Hausinn
Ofur-Nörd
Póstar: 291
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Staða: Ótengdur

Re: Span eða gas?

Póstur af Hausinn »

Ég á gott Miele spanhelluborð sem ég keypti fyrir ca. ári síðan á 200þús. Er virkilega ánægður með það. Þarf samt að hafa í huga að ekki allar pönnur munu automatískt virka vel. Ég nota aðalega steypujárnspönnur og það virkar mjög vel með spani.
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Span eða gas?

Póstur af hagur »

span, engin spurning.
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Span eða gas?

Póstur af appel »

Ég væri frekar til í svona hybrid lausn, kannski 1 gas hellu og svo 3 span eða svo. Gaman að hafa gas fyrir ákveðið, en ekki sniðugast í allt.
Skoðaðu hvort þú getir sett upp þannig, hægt að kaupa svona litlar span helluborð og litla gas helluborð.

En líklega myndi ég sjálfur velja alltaf bara span (reyndar með hefðbundið núna). Svo gæti ég kannski keypt svona frístandandi gashelluborð.
Last edited by appel on Fös 19. Nóv 2021 14:58, edited 2 times in total.
*-*

raggos
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 09:03
Staða: Ótengdur

Re: Span eða gas?

Póstur af raggos »

Vandað span er málið. Notar hreina íslenska orku og þrif eru margfalt einfaldari á spani vs gashellum.
Með góðu helluborði og alvöru pottum og pönnum ertu með alla stjórnunina sem fylgir gasinu án vandkvæðanna.

ElvarP
Nörd
Póstar: 131
Skráði sig: Fös 27. Feb 2015 16:39
Staða: Ótengdur

Re: Span eða gas?

Póstur af ElvarP »

Vildi óska þess að ég væri með span enn þá.

agust1337
spjallið.is
Póstar: 446
Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
Staða: Ótengdur

Re: Span eða gas?

Póstur af agust1337 »

Að mínu mati ef;
þú ert kokkur sem elskar að elda og stundar einnig kokkamensku þá gas
þú ert bara að elda af því þú þarft þess þá spanhella

En þetta er bara að mínu mati
Last edited by agust1337 on Fös 19. Nóv 2021 15:39, edited 1 time in total.
What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.

Höfundur
bjoggi
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Mið 27. Ágú 2003 20:35
Staða: Ótengdur

Re: Span eða gas?

Póstur af bjoggi »

appel skrifaði:Ég væri frekar til í svona hybrid lausn, kannski 1 gas hellu og svo 3 span eða svo. Gaman að hafa gas fyrir ákveðið, en ekki sniðugast í allt.
Skoðaðu hvort þú getir sett upp þannig, hægt að kaupa svona litlar span helluborð og litla gas helluborð.

En líklega myndi ég sjálfur velja alltaf bara span (reyndar með hefðbundið núna). Svo gæti ég kannski keypt svona frístandandi gashelluborð.
Já, ég er hægt og rólega að hallast að þessu. Ég er með tvær lélegar gashellur í dag sem ég bara þoli ekki (AEG) sem fylgdi húsnæðinu og svo AEG keramik sem er líka lélegt. Ég þarf í raun bara eina öfluga gas hellu og svo span fyrir suðu og sósur.

Þetta gæti verið gott combo:
https://www.sminor.is/vorur/flokkur/gas ... ens-iq700/
https://www.sminor.is/vorur/flokkur/spa ... ens-iq700/
Last edited by bjoggi on Fös 19. Nóv 2021 18:38, edited 1 time in total.
Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2599
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Staða: Ótengdur

Re: Span eða gas?

Póstur af SolidFeather »

Ég er með span og það eina sem mér finnst pirrandi fyrir utan lætin í henni er hvernig það kveiknar og slokknar á hitanum.

Þvúst ef ég er að sjóða vatn og lækka hitann niðrí 5 af 10 þá bubblar vatnið og svo hættir það, svo bubblar vatnið og svo hættir það til skiptis. Ef ég hækka hitann þá bubblar það lengur á milli ef þið fattið.

Er þetta ekki bara virknin í span? Reiknaði með að öll span borð væru svona. Ekki viss um að ég myndi nenna gasi eitthvað frekar.

Höfundur
bjoggi
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Mið 27. Ágú 2003 20:35
Staða: Ótengdur

Re: Span eða gas?

Póstur af bjoggi »

SolidFeather skrifaði:Ég er með span og það eina sem mér finnst pirrandi fyrir utan lætin í henni er hvernig það kveiknar og slokknar á hitanum.

Þvúst ef ég er að sjóða vatn og lækka hitann niðrí 5 af 10 þá bubblar vatnið og svo hættir það, svo bubblar vatnið og svo hættir það til skiptis. Ef ég hækka hitann þá bubblar það lengur á milli ef þið fattið.

Er þetta ekki bara virknin í span? Reiknaði með að öll span borð væru svona. Ekki viss um að ég myndi nenna gasi eitthvað frekar.
Já veit hvað þú meinar… það hlýtur að vera einhver gæðamunur á þessu. Er að sjá spanhelluborð uppi 5-600 þúsund, vs sub 100 þúsund. Annars hef ég ekki reynslu af “hágæða” spanhelluborðum, enda flest sem ég hef prófað í sumarbústað eða leiguíbúð, og varla verið að spreða miklum peningum í slíkar innréttingar.
Last edited by bjoggi on Fös 19. Nóv 2021 19:48, edited 1 time in total.
Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2599
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Staða: Ótengdur

Re: Span eða gas?

Póstur af SolidFeather »

bjoggi skrifaði:
SolidFeather skrifaði:Ég er með span og það eina sem mér finnst pirrandi fyrir utan lætin í henni er hvernig það kveiknar og slokknar á hitanum.

Þvúst ef ég er að sjóða vatn og lækka hitann niðrí 5 af 10 þá bubblar vatnið og svo hættir það, svo bubblar vatnið og svo hættir það til skiptis. Ef ég hækka hitann þá bubblar það lengur á milli ef þið fattið.

Er þetta ekki bara virknin í span? Reiknaði með að öll span borð væru svona. Ekki viss um að ég myndi nenna gasi eitthvað frekar.
Já veit hvað þú meinar… það hlýtur að vera einhver gæðamunur á þessu. Er að sjá spanhelluborð uppi 5-600 þúsund, vs sub 100 þúsund. Annars hef ég ekki reynslu af “hágæða” spanhelluborðum, enda flest sem ég hef prófað í sumarbústað eða leiguíbúð, og varla verið að spreða miklum peningum í slíkar innréttingar.
Mitt borð er einmitt sub 100 þúsund, ef spanhelluborð uppá 500þús hegðar sér eins þá væri það frekar fúlt. Ég bara þekki ekki hvort tæknin á bakvið spanið hreinlega virki svona eins og ég lýsi, þetta constant on off.
Last edited by SolidFeather on Fös 19. Nóv 2021 20:08, edited 1 time in total.

Hausinn
Ofur-Nörd
Póstar: 291
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Staða: Ótengdur

Re: Span eða gas?

Póstur af Hausinn »

SolidFeather skrifaði:Ég er með span og það eina sem mér finnst pirrandi fyrir utan lætin í henni er hvernig það kveiknar og slokknar á hitanum.

Þvúst ef ég er að sjóða vatn og lækka hitann niðrí 5 af 10 þá bubblar vatnið og svo hættir það, svo bubblar vatnið og svo hættir það til skiptis. Ef ég hækka hitann þá bubblar það lengur á milli ef þið fattið.

Er þetta ekki bara virknin í span? Reiknaði með að öll span borð væru svona. Ekki viss um að ég myndi nenna gasi eitthvað frekar.
Hljómar svolítið eins og það sé einhver léleg stýring í helluborðinu þínu sem eykur/lækkar strauminn í of grófum skrefum. Hef ekki lent í þessu á mínu borði.
Skjámynd

Hrotti
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Span eða gas?

Póstur af Hrotti »

Ég er búinn að vera með span síðan 2006 og elska það. Á þeim tíma er ég búinn að vera með 2stk (keypti nýtt vegna flutninga) en í bæði skiptin keypt frekar flott og dýr helluborð og aldrei lent í neinu veseni.
Verðlöggur alltaf velkomnar.
Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2599
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Staða: Ótengdur

Re: Span eða gas?

Póstur af SolidFeather »

Hausinn skrifaði:
SolidFeather skrifaði:Ég er með span og það eina sem mér finnst pirrandi fyrir utan lætin í henni er hvernig það kveiknar og slokknar á hitanum.

Þvúst ef ég er að sjóða vatn og lækka hitann niðrí 5 af 10 þá bubblar vatnið og svo hættir það, svo bubblar vatnið og svo hættir það til skiptis. Ef ég hækka hitann þá bubblar það lengur á milli ef þið fattið.

Er þetta ekki bara virknin í span? Reiknaði með að öll span borð væru svona. Ekki viss um að ég myndi nenna gasi eitthvað frekar.
Hljómar svolítið eins og það sé einhver léleg stýring í helluborðinu þínu sem eykur/lækkar strauminn í of grófum skrefum. Hef ekki lent í þessu á mínu borði.
Já það gæti verið, maður tekur minna eftir þessu á hærri stillingum.
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Span eða gas?

Póstur af Pandemic »

Ég er mikill span maður.

Span er töluvert hraðara en gashella að sjóða t.d vatn.
Span er með stærri eldunarflöt sem ef jafn heitur.
Auðvelt að nota borðið í annað ef maður er ekki að elda.
Nákvæmari eldun ef maður þarf að stilla hitastigið mikið.
Engin gaskútur og hætturnar/plássið sem fylgja þeim.
Engin losun á hættulegum efnum inná heimilið, sem rannsóknir sýna að hafi t.d áhrif á fólk með öndunarfærasjúkdóma.
Svo eru fleiri og fleiri eldhús á veitingastöðum í heimsklassa að nota span. T.d michelin staðurinn í minnir mig fyrstu seríu af kokka flakki, þar var allt span.

IMho þá er gas úreld pæling sem hefur enga kosti, bara galla.
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Span eða gas?

Póstur af Sallarólegur »

Span.

Öruggara, hraðvirkara, ódýrara og minna vesen.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

nidur
Kerfisstjóri
Póstar: 1227
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Span eða gas?

Póstur af nidur »

span

Televisionary
Gúrú
Póstar: 561
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Staða: Ótengdur

Re: Span eða gas?

Póstur af Televisionary »

Gas alla daga. Elska gasið, þegar ég tek eldhúsið í gegn ætla ég að bæta við mig í gasi það er klárt mál.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Span eða gas?

Póstur af GuðjónR »

Ég hef aldrei átt gas eldavél þannig að ég hef ekki samanburð.
En að því sögðu, þá hef ég átt span helluborð í 20 ár, alls fjögur stykki.
Allt frekar "high-end" dýr helluborð. 100% sáttur og myndi ekki vilja neitt annað.
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Span eða gas?

Póstur af Klemmi »

GuðjónR skrifaði:Ég hef aldrei átt gas eldavél þannig að ég hef ekki samanburð.
En að því sögðu, þá hef ég átt span helluborð í 20 ár, alls fjögur stykki.
Allt frekar "high-end" dýr helluborð. 100% sáttur og myndi ekki vilja neitt annað.
Þetta er lygi, þú hefur aldrei átt raftæki sem endist að meðaltali í 5 ár.

Saga þín hér á Vaktinni sannar það.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Svara