Mig langaði að deila smá projecti með ykkur sem ég hef verið að vinna í svolítinn tíma.
Ég fékk þá hugmynd að hanna eigið distribution plate í tölvuna mína. Ég teiknaði það upp í fusion360 og fann mann í Hollandi sem gat CNC fræst hönnunina mína úr acrylic. Skipulagið og beygjur tóku sinn tíma og cable management var tímafrekt. Ég teiknaði einnig upp vertical gpu mount og 3d prentaði.
Heilt yfir er ég ótrúlega ánægður með niðurstöðuna.
Helstu íhlutir:
- * Ryzen 5600x
* Asrock B550 Extreme4
* 16 GB 3600 Corsair Vengence Pro
* Seasonic 750w Focus Gold
* PowerColor Red Devil 6800xt
* BeQuiet 802 Silent Base