Ný tölva og allt sem því fylgir.

Svara
Skjámynd

Höfundur
hfwf
Of mikill frítími
Póstar: 1946
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Staða: Ótengdur

Ný tölva og allt sem því fylgir.

Póstur af hfwf »

Fékk mér loksins nýja ferðavel.
Hef aldrei pælt í þessu fyrr en nú, en hvað er það sem maður þarf að pæla í annað en margra klukkutíma vinna í að setja hana upp á sinn hátt.
Þá er ég núna að pæla í... allt þetta sem ACER hafa uppfært frá útgáfu tölvunnar, BIOS og allt það til að fá tölvuna algjörlega í peak performance og allt það.
Þetta hef ég aldrei ever gert á mínum tímum sem notandi tölva, og spyr ykkur margkunna fólk.
Mynd
Er eitthvað hér sem ég á að flasha, þetta er bara partur , nokkur updates þarna innan af sem eru líka mögulegir.
Uppfæra BIOSinn á ég eftir, en svo eru aðrir BIOS þarna sem ég á möguleika á, er þetta eitthvað sem ég ætti að gera
og er þetta eitthvað sem ég ætti að hafa áhyggjur af á að gera?

mbk HFWH

TheAdder
has spoken...
Póstar: 160
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva og allt sem því fylgir.

Póstur af TheAdder »

Titilinn á hverju firmware update er nokkuð lýsandi um hverju það áorkar, hvert þeirra inniheldur "fixes/improvements" úr fyrri útgáfum.
T.d. firmwareið sem er merkt þarna:
"1. Improve some i7 CPU compatibility issue."
Inniheldur líka lagfæringuna sem er minnst á í næstu línu fyrir neðan.
Almennt er jákvætt að vera með nýjasta eða nýlegt firmware, en það er alltaf á móti "ef það er ekki brotið, af hverju að laga það?", af því að firmware uppfærsla sem fer úrskeiðis, mun að öllum líkindum drepa móðurborðið.
Skjámynd

Höfundur
hfwf
Of mikill frítími
Póstar: 1946
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva og allt sem því fylgir.

Póstur af hfwf »

TheAdder skrifaði:Titilinn á hverju firmware update er nokkuð lýsandi um hverju það áorkar, hvert þeirra inniheldur "fixes/improvements" úr fyrri útgáfum.
T.d. firmwareið sem er merkt þarna:
"1. Improve some i7 CPU compatibility issue."
Inniheldur líka lagfæringuna sem er minnst á í næstu línu fyrir neðan.
Almennt er jákvætt að vera með nýjasta eða nýlegt firmware, en það er alltaf á móti "ef það er ekki brotið, af hverju að laga það?", af því að firmware uppfærsla sem fer úrskeiðis, mun að öllum líkindum drepa móðurborðið.
Það hefur oftast verið mitt mantra, not broke dont fix.
Hinsvegar geta verið performance aukning með einhverju fixi, veit t.d af einu þarna sem eykur gpu afköst.
Þetta er bara vega meta dæmi býst ég við.

TheAdder
has spoken...
Póstar: 160
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva og allt sem því fylgir.

Póstur af TheAdder »

Alveg klárlega að vega og meta, áhættan er til staðar, þó hún eigi að vera smávægileg í dag. En lagfæringarnar, sérstaklega í sambandi við vulnerabilities eru farnar að skipta frekar miklu máli í dag.
Svara