Hvað þarf að koma fram og hvernig er það uppsett? Þarf að nefna fyrirtækin í bréfinu?
Fyrirfram þakkir

Þetta er mjög góð lýsing hjá Dropa. CV (eða ferilsskrá á íslensku) dregur saman menntun, reynslu og fyrri störf. Þú sendir yfirleitt sama CV á flesta atvinnurekendur. Kynningarbréfið er svo ætlað til að draga út af hverju þú sem umsækjandi ætti að henta vel fyrir þetta starf. Lengi vel var þetta inni í CV-inu en núna er algengara að hafa þetta í sér bréfi.Dropi skrifaði:Þetta kallast Cover Letter á ensku, það er gott að halda sig við efnið og nefna reynslu og hluti sem þú hefur gert sem myndu henta í starfinu sem þú ert að sækja um. Sjálfur myndi ég ekki hafa þetta meira en svona hálfa til 3/4 af A4 blaðsíðu, alls ekki fara í eitthvað málæði og reyndu að vera með svar við öllum kröfum sem eru gerðar í starfslýsingunni í þessu bréfi. Sjálft CV-ið þarf ekki að vera mikill texti, bara stuttir punktar og svo útskýrir þú nánar í kynningabréfinu.
Ég skrifaði svona í sumar og fékk vinnuna.
Tjah, mér þykir þetta ekki sanngjörn leið til að kanna hæfni mögulegra starfsmanna, ekki frekar en mér þykir lokapróf í skóla, hvað þá munnleg og verkleg lokapróf, sanngjörn leið til að dæma nemendur eftir.dadik skrifaði: Ég veit að forritunarpróf í viðtali eru ekki vinsæl en mér fannst þetta frábær leið til að kanna þekkinguna og sjá hvernig viðkomandi bregst við. Ég fékk einusinni stelpu í viðtal sem var með mjög flott CV og kom mjög vel fyrir. Hún var að sækja um sem forritari. Við sendum hana upp að töflunni og báðum hana að leysa nokkur dæmi. 0. Það var ekkert sem hún gat. Ekkert. Annað dæmi - stákur sem sótti um sumarstarf. Fékk mjög góð meðmæli (sem skipta reyndar mjög litlu máli) og var með súper einkunnir. Hann byrjaði að rífast við mig í viðtalinu um orðalag í einni spurningunni. Ekki gott - við réðum annan í staðinn.
Mér fundust spurningar og dæmi upp við töflu góð leið til að sjá hvað viðkomandi kunni. Þeir sem gátu þetta áttu yfirleitt ekki í neinum vandræðum með að leysa þessi dæmi. Aðrir urðu pirraðir, sem er góð leið til að sjá hvernig viðkomandi bregst við mótlæti. Sumir vildu fá að taka dæmin með sér heim og skila eftir helgi. Nei, við viljum sá hvernig þú tekst á við þetta núna, ekki hvað þú ert duglegur að leita á internetinu.
Uppáhalds dæmið sem við notuðum var t.d. mjög einfalt - skrifaðu algrím sem finnur hvort að strengur sé palindrome. Frekar einfalt að gera þetta en svo er hægt að ræða endalaust um mismunandi útfærslur varðandi hraða, minnisnotkun, læsileika, etc. Þannig að spurningarnar, flestar einfaldar, voru oft bara byrjun á umræðum sem gátu farið miklu dýpra.
Þetta er algjörlega öfugt á við mína sýn á málið. Ég vil akkúrat sjá hversu duglegur hann er að leysa vandamál í aðstæðum sem hann mun lenda í dags daglega, sitjandi við sitt skrifborð, með sitt setup og allt internetið að vopni.dadik skrifaði:Nei, við viljum sá hvernig þú tekst á við þetta núna, ekki hvað þú ert duglegur að leita á internetinu.
Þegar fyrirtæki eru farin að vera með kerfi sem hafa þann tilgang til þess að koma í veg fyrir að fólk fái störf. Þá er eitthvað mikið að. Kynningarbréf og önnur svona ferli hafa þann eina tilgang að koma í veg fyrir að umsóknir 95% þeirra sem sækja um starfið fái það. Alveg óháð því hvort að viðkomandi er hæfur í starfið eða ekki.dadik skrifaði:Liggur eitthvað illa á þér í dag Jón minn? Hvernig tengist þetta umræðunni um kynningarbréf?
Vá hvað ég er spenntur að heyra þína tillögu um hvernig hægt er að gera þetta betur þegar þú ert með 50+ umsækjendur fyrir eitt starf.jonfr1900 skrifaði:Þegar fyrirtæki eru farin að vera með kerfi sem hafa þann tilgang til þess að koma í veg fyrir að fólk fái störf. Þá er eitthvað mikið að. Kynningarbréf og önnur svona ferli hafa þann eina tilgang að koma í veg fyrir að umsóknir 95% þeirra sem sækja um starfið fái það. Alveg óháð því hvort að viðkomandi er hæfur í starfið eða ekki.dadik skrifaði:Liggur eitthvað illa á þér í dag Jón minn? Hvernig tengist þetta umræðunni um kynningarbréf?
Bréf segir ekkert til um hæfileika viðkomandi. Það er hægt að falsa allt saman og hæfni ræðst ekki á einu atriði í ferlisumsókninni. Kapítalisminn eins og hann er í dag er orðinn ruglaður.
Það þýðir lítið leita af neikvæðum áhrifum þessa kerfis á internetinu ennþá. Það eru allir svo fastir í þessu kerfi að fólk sér ekki hvernig þetta kerfi er að fara með það. Það verða nokkrir áratugir þangað til að það mun koma í ljós.
Ég vona að Fennimar002 fái vinnu í kerfi sem vinnur skipulega á móti honum.
Við vorum með lista af 8-9 atriðum. Allt atriði sem eru kennd á fyrsta ári í tölvunarfræði og verkfræði. Flestir könnuðust við 5-6 atriði. Svo var farið að ræða mögulegar útfærslur og lausnir. Stundum var teiknað á töfluna, oft var bara talað um mögulegar nálganir.Klemmi skrifaði:
Tjah, mér þykir þetta ekki sanngjörn leið til að kanna hæfni mögulegra starfsmanna, ekki frekar en mér þykir lokapróf í skóla, hvað þá munnleg og verkleg lokapróf, sanngjörn leið til að dæma nemendur eftir.
Finnst þér ljótt að spyrja fólk út í þá reynslu sem það segist hafa í CV? Ef þú segist kunna gagnasafnsfræði er þá óeðlilegt að spyrja þig út í þá þekkingu?rapport skrifaði:Ef ég mundi lenda í því í atvinnuviðtali að vera látinn leysa dæmi uppá töflu og það hefð ekki verið sagt fyrir viðtalið að slíkt gæti gerst, þá mundi ég þakka fyrir mig og fara. Að setja fólk í svona aðstæður er ljótt.
Æ, þetta er nú meira ruglið í þér drengur. Ertu virkilega að halda því fram að fyrirtæki séu að auglýsa stöður til að koma svo í veg fyrir að fólk sé ráðið? Þetta meikar ekkert sens hjá þér.jonfr1900 skrifaði: Þegar fyrirtæki eru farin að vera með kerfi sem hafa þann tilgang til þess að koma í veg fyrir að fólk fái störf. Þá er eitthvað mikið að. Kynningarbréf og önnur svona ferli hafa þann eina tilgang að koma í veg fyrir að umsóknir 95% þeirra sem sækja um starfið fái það. Alveg óháð því hvort að viðkomandi er hæfur í starfið eða ekki.
Bréf segir ekkert til um hæfileika viðkomandi. Það er hægt að falsa allt saman og hæfni ræðst ekki á einu atriði í ferlisumsókninni. Kapítalisminn eins og hann er í dag er orðinn ruglaður.
Það þýðir lítið leita af neikvæðum áhrifum þessa kerfis á internetinu ennþá. Það eru allir svo fastir í þessu kerfi að fólk sér ekki hvernig þetta kerfi er að fara með það. Það verða nokkrir áratugir þangað til að það mun koma í ljós.
Ég vona að Fennimar002 fái vinnu í kerfi sem vinnur skipulega á móti honum.
Ef spurt er um reynslu þá er það sjálfsagt. Að koma með verklega æfingu sem þarf að leysa á núinu er ósanngjarnt. Að biðja fólk um aðferðafræði, hvernig það mundi nálgast lausn er sanngjarnt.dadik skrifaði:Finnst þér ljótt að spyrja fólk út í þá reynslu sem það segist hafa í CV? Ef þú segist kunna gagnasafnsfræði er þá óeðlilegt að spyrja þig út í þá þekkingu?rapport skrifaði:Ef ég mundi lenda í því í atvinnuviðtali að vera látinn leysa dæmi uppá töflu og það hefð ekki verið sagt fyrir viðtalið að slíkt gæti gerst, þá mundi ég þakka fyrir mig og fara. Að setja fólk í svona aðstæður er ljótt.
Það var enginn neyddur til að skrifa einhvern kóða, ef þú getur lýst því í orðum hvernig þú nálgast vandamálin þá er það fínt. Ef þú vilt skrifa sauðakóða upp á töflu er það fínt líka.
Nei, enda væri það mjög kjánalegt. Ekki gleyma því að oft þurfti vinnustaðurinn að selja sig gagnvart umsækjandanum. Þetta væri góð leið til að stimpla sig út úr því ferli. Það hefur aldrei reynst vel að koma fram við fólk eins og fávita.rapport skrifaði: Ef spurt er um reynslu þá er það sjálfsagt. Að koma með verklega æfingu sem þarf að leysa á núinu er ósanngjarnt. Að biðja fólk um aðferðafræði, hvernig það mundi nálgast lausn er sanngjarnt.
Ég sá þetta fyrir mér eins og í miðju viðtali kæmi "og já, svo er hér dæmi sem við viljum biðja þig um að leysa uppá töflu..."
dadik skrifaði:Hún var að sækja um sem forritari. Við sendum hana upp að töflunni og báðum hana að leysa nokkur dæmi. 0. Það var ekkert sem hún gat. Ekkert.
Það er stór munur milli þessara pósta hjá þér, þ.e. hvernig þetta hæfnismat á að hafa farið framdadik skrifaði:Finnst þér ljótt að spyrja fólk út í þá reynslu sem það segist hafa í CV? Ef þú segist kunna gagnasafnsfræði er þá óeðlilegt að spyrja þig út í þá þekkingu?
Það var enginn neyddur til að skrifa einhvern kóða, ef þú getur lýst því í orðum hvernig þú nálgast vandamálin þá er það fínt. Ef þú vilt skrifa sauðakóða upp á töflu er það fínt líka.
Áherslumunur en ekki eðlismunur. Þessi tiltekni aðili treysti sér ekki til að ræða neitt af þeim atriðum sem við buðum upp á. Niðurstaðan var á endanum sú að við réðum annan aðila sem stóð sig mun betur í viðtalinu.Klemmi skrifaði:
Það er stór munur milli þessara pósta hjá þér, þ.e. hvernig þetta hæfnismat á að hafa farið fram
En ég er enn þeirrar skoðunar að heimaverkefni sé umtalsvert betri leið til að kanna hæfni einstaklings, heldur en einhverjar on the spot spurningar um töflustrúktur eða reiknirit.
Það að þetta séu hlutir sem hafi verið kenndir á fyrsta ári í tölvunarfræði og verkfræði, þá skiptir það engu máli. Ég get ekki séð fyrir mér að þú sért betur settur með einhvern sem getur sagt þér hvernig hann myndi athuga hvort strengur sé palindrome on the spot, eða einhver sem gæti útbúið fyrir þig heima og sent þér snyrtilega útfærð föll sem checkuðu á slíku, ásamt t.d. viðeigandi unit testum ofl.
Þar sérðu hvernig einstaklingurinn vinnur, hvað hann leggur áherslu á, hversu snyrtilegur kóðinn hans er, o.s.frv.