TV veggfesting á gips-vegg?

Athvarf handlagna heimilisnördsins
Svara
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

TV veggfesting á gips-vegg?

Póstur af appel »

Er að hugsa um að festa á gips vegg sjónvarp, það er í stærri kantinum. Ég treysti ekki alveg gips veggnum fyrir að bera þetta, þannig að það er spurning hvaða lausn menn hafa?
Veit að það eru til svona einskonar þyrilskrúfur fyrir gipsveggi, en held að gips veggurinn beri ekki svona stórt sjónvarp, 75". Eða kannski er ég að vanmeta burðargetu gips veggsins.
Vil ekki fara að brjóta upp vegginn og bæta við einhverri stoð.
*-*

Hizzman
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Staða: Ótengdur

Re: TV veggfesting á gips-vegg?

Póstur af Hizzman »

Það verður sennilega ekki fallegt, en 2 járnprófílar sem ná vel upp fyrir sjónvarpið myndu virka eins og vogarstangir. Þú gætir svo fest sjálfa festinguna á prófílana.

TheAdder
has spoken...
Póstar: 160
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Staða: Ótengdur

Re: TV veggfesting á gips-vegg?

Póstur af TheAdder »

appel skrifaði:Er að hugsa um að festa á gips vegg sjónvarp, það er í stærri kantinum. Ég treysti ekki alveg gips veggnum fyrir að bera þetta, þannig að það er spurning hvaða lausn menn hafa?
Veit að það eru til svona einskonar þyrilskrúfur fyrir gipsveggi, en held að gips veggurinn beri ekki svona stórt sjónvarp, 75". Eða kannski er ég að vanmeta burðargetu gips veggsins.
Vil ekki fara að brjóta upp vegginn og bæta við einhverri stoð.
Ef þetta er tvöfalt gifs, þá er hægt að festa tugi kílóa upp með góðum gifs festingum. Kíktu í Húsasmiðjuna/Byko og fáðu ráðleggingar með festingar.
Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: TV veggfesting á gips-vegg?

Póstur af Black »

Ef þú getur klætt vegginn í kringum sjónvarpið með parketi, eða viðar hljóðpanelum þá getur þú falið hvaða festingu sem er, getur líka fengið þér stóra ál plötu og fest hana á nokkrum stöðum til að dreifa álaginu á vegginn.
CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:Asus 1080ti strix | RAM: 16gb 3200 Corsair | PSU: RM650x | Case:Corsair 275R |

kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Re: TV veggfesting á gips-vegg?

Póstur af kjartanbj »

Ég er með 55" sjónvarp fest upp á 2faldan gipsvegg og notaði bara svona gips festingar sem ég boraði fyrir og skrúfaði í og þenst út og festist, hefur verið skothelt síðan 2018 , set hiklaust stærra sjónvarp þegar ég uppfæri

arons4
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Staða: Ótengdur

Re: TV veggfesting á gips-vegg?

Póstur af arons4 »

Rósettur, bláar(styttri) fyrir einfalt gips og rauðar(lengri) fyrir tvöfalt gips, fæst á flestum stöðum og heldur tugum kílóa. Þarf bara skrúfvél og 10mm bor.

Einar Ásvaldur
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Mán 02. Des 2019 17:53
Staðsetning: 210
Staða: Ótengdur

Re: TV veggfesting á gips-vegg?

Póstur af Einar Ásvaldur »

Getur sett plötu sem þu málara eða kaupir flotta Viðar plötu og festir hana í stöddana sem gifsið er fest á og setur svo sjónvarpið á þetta þá hefur í bara plötuna það stóra/ þannig hún passi á milli stöddana og setur svo sjónvarpið í miðjuna á plötunni

Platan getur verið offset á veggnum en sjónvarpið fyrir miðju á plötunni

Þetta er hugmyndinMynd
Last edited by Einar Ásvaldur on Þri 19. Okt 2021 18:31, edited 1 time in total.
CPU : Ryzen 7 5800x - MBO : Gigabyte Aorus B550M PRO-P - Mem : 32GB 3600Mhz Corsair Vengeance RGB PRO - Cooler : Liquid Freezer II 280 -
Kassi : Cooler Master Silenco S600 - PSU : Corsair RM750x 80+ Gold - GPU : RTX 3070 ti AMP HOlOBLACK - M.2 : Samsung EVO 970 1TB
SSD : 250 Gb Crusial -HDD : 3 Tb WD Red -
Skjámynd

vesley
Kóngur
Póstar: 4139
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: TV veggfesting á gips-vegg?

Póstur af vesley »

Hef fest mörg sjónvörp án vandræða með rósettum í gifs.

Ef það fara þyngri hlutir þá er hægt að festa plötu á bakvið, þunna úr áli jafnvel og fjölgað þá töppum og þar með dreift álaginu.

Ég var með 30kg háþrýstidælu á einföldu gifsi án vandræða
massabon.is

kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Re: TV veggfesting á gips-vegg?

Póstur af kjartanbj »

arons4 skrifaði:Rósettur, bláar(styttri) fyrir einfalt gips og rauðar(lengri) fyrir tvöfalt gips, fæst á flestum stöðum og heldur tugum kílóa. Þarf bara skrúfvél og 10mm bor.
ég er einmitt með rauðar svoleiðis fyrir mitt 55" , notaði bara nógu margar þannig hefur virkað flawlessly

Hlynzi
FanBoy
Póstar: 767
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: TV veggfesting á gips-vegg?

Póstur af Hlynzi »

Best er að notast við rósettur, enn betra er að finna stoðirnar í veggnum (t.d. hægt að bora 73 mm dósagat - sem nýtist svo til að draga kaplana inní vegginn, borar svo annað gat í skápinn fyrir neðan og veiðir út kaplana) en þá geturu náð í tommustokk og mælt lárétt að næstu stoð (treður tommustokknum inní gatið þangað til hann stoppar) gerir það bæði hægri og vinstri og reynir svo að hitta á stoðirnar með skrúfum í festingunni (hugsanlega þarf að bora auka göt í festinguna), Stundum er hægt að nota segul til að finna skrúfurnar í veggnum, það eru yfirleitt 60 cm á milli stoða, það er líka hægt að banka í vegginn og hlusta eftir breytingu á tíðni hljóðsins en það gefur nákvæmni uppá 10-15 cm +/- í mesta lagi.

Ef þetta tæki er ekki á útdraganlegri festingu þá er þyngdin þannig séð ekkert mjög mikil á vegginn, rósettur eru alveg nóg.
Hlynur
Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3773
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Staða: Ótengdur

Re: TV veggfesting á gips-vegg?

Póstur af Tiger »

Er með 65" sjónvarp á 2földum gifs vegg, no problem og myndi þola mun meira.
Mynd
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: TV veggfesting á gips-vegg?

Póstur af appel »

arons4 skrifaði:Rósettur, bláar(styttri) fyrir einfalt gips og rauðar(lengri) fyrir tvöfalt gips, fæst á flestum stöðum og heldur tugum kílóa. Þarf bara skrúfvél og 10mm bor.
Skoða hvort þetta virki.
*-*
Skjámynd

Jón Ragnar
Geek
Póstar: 835
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: TV veggfesting á gips-vegg?

Póstur af Jón Ragnar »

Vanalega er tvöfalt gips í svona veggjum

Borar gat(10mm), smellir gipsskrúfu sem þú færð í Byko/Bauhaus/Húsasmiðjan, tekur fram að þú ert að setja TV í gips

Ég hef gert þetta oft og ALDREI vandamál. Átakið er beint niður á þessu og gips er miklu sterkara en menn halda



kv, JR

CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 991
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Staða: Ótengdur

Re: TV veggfesting á gips-vegg?

Póstur af upg8 »

Ég er með 65" sjónvarp á gólffæti sem ég pantaði hjá Amazon, svo miklu minna vesen en að festa á vegg, gott aðgengi að tengjum, hægt að snúa tækinu og auðvelt að færa ef maður vill breyta uppröðun í stofunni

Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"

kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Re: TV veggfesting á gips-vegg?

Póstur af kjartanbj »

upg8 skrifaði:Ég er með 65" sjónvarp á gólffæti sem ég pantaði hjá Amazon, svo miklu minna vesen en að festa á vegg, gott aðgengi að tengjum, hægt að snúa tækinu og auðvelt að færa ef maður vill breyta uppröðun í stofunni
Aldrei aftur annað en veggfest hjá mér, börnin láta þetta alveg í friði og er bara svo mikið fallegra , snúrurnar allar faldar
Skjámynd

Hrotti
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: TV veggfesting á gips-vegg?

Póstur af Hrotti »

Gipsveggur er mikið meira en nóg sterkur í þetta, svo lengi sem þú ert ekki með festingu með armi sem er hægt að draga frá veggnum.
Verðlöggur alltaf velkomnar.

Skari
spjallið.is
Póstar: 463
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Staða: Ótengdur

Re: TV veggfesting á gips-vegg?

Póstur af Skari »

Er samt ekki algengt að það séu stoðir á ca 1m fresti ? ef svo er þá gætirðu mögulega náð að festa annan endann á festingunni í stoðina og hinn í gipsið.. oftast frekar stórar festingar
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: TV veggfesting á gips-vegg?

Póstur af appel »

Skari skrifaði:Er samt ekki algengt að það séu stoðir á ca 1m fresti ? ef svo er þá gætirðu mögulega náð að festa annan endann á festingunni í stoðina og hinn í gipsið.. oftast frekar stórar festingar
Kannski.
Sýnist að gips plötur séu annaðhvort 90cm á breidd eða 120cm á breidd. Held þær séu 90cm hjá mér.
(ref https://byko.is/upplysingar/timbur-plotur-stal/plotur
nú þarf bara að komast að því hvort trébitinn sé á þeim stað sem maður vildi, en líklega er ekkert vandamál að hengja sjónvarp með rósettuskrúfum á vegginn, eða "anchor dry wall screws".

Ég hef tekið niður svona gips vegg með kúbeini, og þeir eru alveg þaul sterkir helvítin, ekkert djók. Jú ef maður borar bara í þá þá fer borinn í gegn einsog í gegnum smjör, en fyrir utan þannig styrk þá eru þeir nokkuð vel sterkir svona overall. Venjulegar skrúfur myndu ekki duga til að bera svona, þær þyrftu að vera svona:

Mynd

semsagt búa til svona akkeri hinum á innanverðri plötunni.
Last edited by appel on Fim 21. Okt 2021 04:55, edited 1 time in total.
*-*

TheAdder
has spoken...
Póstar: 160
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Staða: Ótengdur

Re: TV veggfesting á gips-vegg?

Póstur af TheAdder »

Rósetturnar, sem ýmsir hafa minnst á í þræðinum, og aðrar gifsfestingar miða að því að mynda átaksflöt aftan á festingunni, mis stóran eftir festingunni. Rósettan t.d. gerir flöt sem er minni í þvermáli en festingin á myndinni hjá þér, en mun þéttari, myndar alveg heilan hring eiginlega.
Svara