Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?
Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?
ath þennan https://www.facebook.com/SVDekk hann er oft með ódýr dekk,
Costco er með ódýr dekk mæli með að skoða það líka.
. Finnst 200þ doldið vel í lagt, ca 100-120 + umfelgun er nær lagi.
Nagladekk eru óþörf nema ef þú ert að keyra á klaka finnst mér. Það kemur alveg fyrir en 98% tímans þarf þess ekki.
kaupa að utan var camskill eða 123dekk.is minnir mig. en þá er auðvitað bið.
Costco er með ódýr dekk mæli með að skoða það líka.
. Finnst 200þ doldið vel í lagt, ca 100-120 + umfelgun er nær lagi.
Nagladekk eru óþörf nema ef þú ert að keyra á klaka finnst mér. Það kemur alveg fyrir en 98% tímans þarf þess ekki.
kaupa að utan var camskill eða 123dekk.is minnir mig. en þá er auðvitað bið.
600w corsair CX600 V2 | ASRock 990FX Extreme4 | AM3+ Piledriver X8 FX-8350 | Scythe Ninja 3 | Gigabyte R9 390| 2 TB Seagate HDD | 120 GB Samsung Evo SSD | 2x 4GB 1600Mhz Corsair Ven + 2x 8GB Mushkin |
Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?
á mínum tæpum 21 ári sem ég hef haft bílpróf hef ég keyrt 1 vetur á nöglum aðeins því það fylgdu bíl sem ég keypti nagladekk, dytti ekki til hugar að kaupa mér nagladekk sama hvar á landinu ég byggi , hef búið út á landi fyrir austan og keyrði aldrei á nöglum þar og aldrei neitt vesen, snýst bara um að keyra eftir aðstæðum , þetta á sérstaklega við hér á suðurhorninu þar sem flest öll nagladekk eru löngu orðin hálf naglalaus eða búið að brotna flestir naglarnir á því að keyra á auðum blautum vegi, ég kaupi bara góð almennileg vetrardekk, ekki heilsársdekk því það eru bara dekk sem eru sæmileg að vetri og sæmileg að sumri en ekkert meira en það. Dekk í dag eru ekkert eins og þau voru hér áður fyrr og flestir sem kaupa sér nagladekk í dag eru bara gera það af gömlum vana og fölsku öryggi
-
- /dev/null
- Póstar: 1375
- Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
- Staðsetning: Akranes
- Staða: Ótengdur
Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?
Hefuru skoðað dekkjahollin.is ogeða dekk1.is????
Ég annars alltaf með nagladekk á aðalbílnum enda keyrður 100km plús á dag á þjóðvegum landsins
En hef oftast keypt bara það sem er í boði hverju sinni og á góðu verði tými ekki að kaupa það dýrasta allavega enda á ég svo marga bíla haha
Ég annars alltaf með nagladekk á aðalbílnum enda keyrður 100km plús á dag á þjóðvegum landsins
En hef oftast keypt bara það sem er í boði hverju sinni og á góðu verði tými ekki að kaupa það dýrasta allavega enda á ég svo marga bíla haha
Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?
Hef sjálfur ekki verið á nöglum örugglega hátt í 10 ár. Keyri daglega á milli Keflavíkur og Reykjavíkur og ekkert vandamál þar. Reykjanesbrautin er held ég eini vegur utan þéttbýlis sem Vegagerðin reynir að halda þurrum(snjólausum) allan ársins hring og því ætti að vera lítil þörf á nagladekkjum þar.
Varðandi dekkin sjálf þá hef ég mikið notað Michelin Alpine og Michelin Alpine Sport og þau hafa komið vel út. Þar sem að Costco áttu þau ekki til í minni stærð þá hef ég verið að panta þau að utan frá http://camskill.co.uk og eru þau komin hingað á nokkrum dögum
Varðandi dekkin sjálf þá hef ég mikið notað Michelin Alpine og Michelin Alpine Sport og þau hafa komið vel út. Þar sem að Costco áttu þau ekki til í minni stærð þá hef ég verið að panta þau að utan frá http://camskill.co.uk og eru þau komin hingað á nokkrum dögum
Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?
Sem Suðurnesjar- bæjarrotta sjálfur, þá get ég nú aðeins dregið úr fyrra álitinu.Fennimar002 skrifaði:Miðað við hvernig flestir svöruðu, þá held ég að það sé skást að kaupa vetrardekk þar sem ég keyri ekkert út á land um veturinn. Verð bara á suðurnesjunum og höfuðborgarsvæðinu.
Hvernig vetrardekkjum mynduði mæla með? Harðskelja dekk? (Veit ekkert hvað harðskelja dekk eru)
Eg er á nöglum og verð á nöglum.
En hinsvegar þau ár sem ég hef búið hér hef ég aðeins svona.. fimm sinnum verið feginn að vera á nöglum.
En ég prófaði að akipta yfir á heilsársdekk á gamla bílnum. Mér fannst þau eyðast það hratt upp að ég var ekki alveg nógu sáttur með þau. (Það voru Yokohama dekk)
Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?
Nagladekk er alls ekki alltaf best því oft er fólk ekki alveg að spá í hvernig dekkinn sjálf eru, fólk heyrir bara naglar og heldur að það sé allt í einu komið með bestu dekkinn sem hægt er að fá. útaf nöglunum.
Dæmi, hef tvisvar verið með nagladekk, bæði skipti fylgdu þau með.
Fyrra skiptið voru dekkinn mjög heil, nóg eftir að munstrinu og naglar útum allt. Hafði mjög lítið vit á bílum og dekkjum og hélt að þetta væri það allra besta. Nema þessi dekk, þrátt fyrir naglana. Voru algjör rusl. Nýju hágæða heilsársdekkinn sem ég fékk fyrir veturinn eftir sönnuðu sig margafalt betur. Og var það sérstaklega augljóst þar sem bíllinn var afturhjóladrifinn.
Seinna skiptið koma hann á nöglum en það var að koma sumar þannig ég plokkaði naglana úr. Þetta voru semsagt mjög ódýr vetrar nagladekk, sem sönnuðu sig sem hálfgerða dauðagildru. Þrátt fyrir að vera frekar nýlega þá voru þau ekkert sérstök um veturinn og ef það var blautt, þá rann bíllinn þvílikt til. Semsagt ekkert grip í bleytu. Smá beygja í hringtorgi og smá bleyta og maður er ekki langt frá að snúa bílnum. En og aftur, Heilsárs michelinn dekkinn úr Costco sönnuðu sig margfalt betur við allar aðstæður (en þá var ég að bera saman ónegld vetradekk meðan við heilsársdekk, naglarnir gera auðvitað ekkert gagn nema í hálku)
Getur fengið þér nagladekk, en ekki halda að naglarnir séu nóg. Dekkin sjálf þurfa líka að vera góð.
Líka nagladekk+sumardekk hefur mér alltaf fundist frekar vitlaust, það var núna bara í september byrjað að snjóa og frosna hér í Reykjavík. Myndi frekar treysta nagladekk fyrir vetur og heilsársdekk fyrir sumarið. Frekar leiðilegt að vera í veseni því bíllinn er á sumerdekkjum, en hey. Maður getur þó sagt "ég á sko geggjuð nagladekk heima sko"
líka ef þú ert bara í bænum eða kringum hann þá eru nagladekk algjör óþarfi og hreinlega bara algjör ógeð. Það er verið að tala um að 70 manns deyji hér a hverju ári útaf loftmengum. Sem má að hluta til rekja til notkunar á nagladekkjum.
Líka, bannað að væla að göturnar eru lélegar ef þú notar nagladekk.
*hægt er að sjá á youtube að á pure klaka er hemlunarvegalend á nelgdum dekkjum allt að helmingi lægri.
Dæmi, hef tvisvar verið með nagladekk, bæði skipti fylgdu þau með.
Fyrra skiptið voru dekkinn mjög heil, nóg eftir að munstrinu og naglar útum allt. Hafði mjög lítið vit á bílum og dekkjum og hélt að þetta væri það allra besta. Nema þessi dekk, þrátt fyrir naglana. Voru algjör rusl. Nýju hágæða heilsársdekkinn sem ég fékk fyrir veturinn eftir sönnuðu sig margafalt betur. Og var það sérstaklega augljóst þar sem bíllinn var afturhjóladrifinn.
Seinna skiptið koma hann á nöglum en það var að koma sumar þannig ég plokkaði naglana úr. Þetta voru semsagt mjög ódýr vetrar nagladekk, sem sönnuðu sig sem hálfgerða dauðagildru. Þrátt fyrir að vera frekar nýlega þá voru þau ekkert sérstök um veturinn og ef það var blautt, þá rann bíllinn þvílikt til. Semsagt ekkert grip í bleytu. Smá beygja í hringtorgi og smá bleyta og maður er ekki langt frá að snúa bílnum. En og aftur, Heilsárs michelinn dekkinn úr Costco sönnuðu sig margfalt betur við allar aðstæður (en þá var ég að bera saman ónegld vetradekk meðan við heilsársdekk, naglarnir gera auðvitað ekkert gagn nema í hálku)
Getur fengið þér nagladekk, en ekki halda að naglarnir séu nóg. Dekkin sjálf þurfa líka að vera góð.
Líka nagladekk+sumardekk hefur mér alltaf fundist frekar vitlaust, það var núna bara í september byrjað að snjóa og frosna hér í Reykjavík. Myndi frekar treysta nagladekk fyrir vetur og heilsársdekk fyrir sumarið. Frekar leiðilegt að vera í veseni því bíllinn er á sumerdekkjum, en hey. Maður getur þó sagt "ég á sko geggjuð nagladekk heima sko"
líka ef þú ert bara í bænum eða kringum hann þá eru nagladekk algjör óþarfi og hreinlega bara algjör ógeð. Það er verið að tala um að 70 manns deyji hér a hverju ári útaf loftmengum. Sem má að hluta til rekja til notkunar á nagladekkjum.
Líka, bannað að væla að göturnar eru lélegar ef þú notar nagladekk.
*hægt er að sjá á youtube að á pure klaka er hemlunarvegalend á nelgdum dekkjum allt að helmingi lægri.
Last edited by Henjo on Fim 14. Okt 2021 18:22, edited 1 time in total.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1722
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Staða: Ótengdur
Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?
Djöfull er maður sáttur að vera á góðum negldum dekkjum núna
Snjó klaki útum allt.
Snjó klaki útum allt.
Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?
Ónelgd í fyrsta sinn hér og finn ekki fyrir hálku.Moldvarpan skrifaði:Djöfull er maður sáttur að vera á góðum negldum dekkjum núna
Snjó klaki útum allt.
Enda á Subaru
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1819
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?
Nákvæmlega, nagladekk eru ofmetin. Ég hef ekki verið á nelgdum eða "nellgdum" eins og þeir segja á Akureyri í yfir 20 ár og ég keyri bæði í uppveitir Árnessýslu og í Borgarfjörðinn reglulega og EKKI á SúbarúJReykdal skrifaði:Ónelgd í fyrsta sinn hér og finn ekki fyrir hálku.Moldvarpan skrifaði:Djöfull er maður sáttur að vera á góðum negldum dekkjum núna
Snjó klaki útum allt.
Enda á Subaru
| Ryzen 7 1800X 16GB Gainward GeForce RTX 3060 Pegasus 12GB| Plex i5 6600K 16GB | Mi Poco X3 | Mi Box S |
Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?
Fólk á að hafa val að nota nagladekk, enda geta legið fjölmargar ástæður fyrir slíkri notkun. En í borgum eru þau yfirleitt óþarfi og óumhverfisvæn og því væri hægt að réttlæta að rukka fyrir nagladekkjanotkun innan borgarmarkanna eða ákveðinna svæða innan borgarinnar. Væri til í sjá slíka útfærslu á höfuðborgarsvæðinu.
5600x | DH-15 | ASUS GTX 1060 6GB | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2309
- Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
- Staðsetning: NGC 3314.
- Staða: Ótengdur
Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?
Þetta snýst að mestu leiti fyrir mig að geta hemlað almennilega, frekar en að komast áfram.
Ég fann þó mjög mikinn mun þegar ég keypti í fyrsta sinn bíl með AWD (einmitt Subaru) á að skjóta sér inn í umferð af aðrei þar sem maður þarf að bíða eftir tækifæri, eða hringtorg með mikilli umferð. Game-changer í snjó og hálku.
Ég fann þó mjög mikinn mun þegar ég keypti í fyrsta sinn bíl með AWD (einmitt Subaru) á að skjóta sér inn í umferð af aðrei þar sem maður þarf að bíða eftir tækifæri, eða hringtorg með mikilli umferð. Game-changer í snjó og hálku.
|| Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || GTX 1070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?
Það má ekki gleyma heldur að "Heilsársdekk" er dekk sem er notað i suður evrópu sem fæ snjór kanski 1 dag yfir vetrartíminn, og eru léleg bæði sem sumardekk og vetrardekk.
Almennileg vetrar dekk án naglar heitir "Nordic" sem i sumum aðstæðum er jafn gott ef ekki betra en nagladekk. ókosturinn er að þau endast skemur vegna þess þau seu mýkri, og má alls ekki keyra þau um sumrin.
Almennileg vetrar dekk án naglar heitir "Nordic" sem i sumum aðstæðum er jafn gott ef ekki betra en nagladekk. ókosturinn er að þau endast skemur vegna þess þau seu mýkri, og má alls ekki keyra þau um sumrin.
Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?
Þú talar um eins og öll vetrardekk eru alveg eins og öll heilsársdekk eru eins.bigggan skrifaði:Það má ekki gleyma heldur að "Heilsársdekk" er dekk sem er notað i suður evrópu sem fæ snjór kanski 1 dag yfir vetrartíminn, og eru léleg bæði sem sumardekk og vetrardekk.
Almennileg vetrar dekk án naglar heitir "Nordic" sem i sumum aðstæðum er jafn gott ef ekki betra en nagladekk. ókosturinn er að þau endast skemur vegna þess þau seu mýkri, og má alls ekki keyra þau um sumrin.
Góð heilsársdekk eru mun betri en léleg vetrardekk.
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1227
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?
Mín persónulega skoðun er að maður megi setja nagladekk undir bílinn á veturna.
Ég myndi ekki vilja keyra yfir heiðar eða mikið út úr bæjum án þess að vera á nöglum.
Það er ýmislegt hægt, fólk kemst alveg upp með að vera á sumardekkjum á veturna innanbæjar, spólandi upp allar smábrekkur og keyrandi löturhægt þegar það kemur smá snjór.
Maður keyrir miðað við aðstæður, ekki bara aðstæður á vegi heldur líka miðað við útbúnað á bíl.
Fyrir mér er þetta mjög einfalt, naglar eru betri útbúnaður í hálku en engir naglar.
Þegar kemur að árekstrum og öryggi farþega er þá ekki stöðvunarlengd mikilvægasti þátturinn?
Miðað við það sem ég hef heyrt þá stytta naglar stöðvunarlengdina um sirka helming í hálku.
Ég myndi ekki vilja keyra yfir heiðar eða mikið út úr bæjum án þess að vera á nöglum.
Það er ýmislegt hægt, fólk kemst alveg upp með að vera á sumardekkjum á veturna innanbæjar, spólandi upp allar smábrekkur og keyrandi löturhægt þegar það kemur smá snjór.
Maður keyrir miðað við aðstæður, ekki bara aðstæður á vegi heldur líka miðað við útbúnað á bíl.
Fyrir mér er þetta mjög einfalt, naglar eru betri útbúnaður í hálku en engir naglar.
Þegar kemur að árekstrum og öryggi farþega er þá ekki stöðvunarlengd mikilvægasti þátturinn?
Miðað við það sem ég hef heyrt þá stytta naglar stöðvunarlengdina um sirka helming í hálku.
Last edited by nidur on Mið 01. Des 2021 18:49, edited 1 time in total.
Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?
Vetradekk eru gerð fyrir hitastig undir 7 gráður, það eru ekki heilsársdekk. það er bara eðlislögmál sem ekki hægt að komast undan, til þess að virka betur á sumrin hafa heilsársdekk harðari dekkjablöndu sem þarf til þess að fá betra grip um sumrinn. ef þau fá mykri blöndu til að gefa þau betri eiginleikar um veturnar, þá eru þau að forna sumareiginleikar.Henjo skrifaði:Þú talar um eins og öll vetrardekk eru alveg eins og öll heilsársdekk eru eins.bigggan skrifaði:Það má ekki gleyma heldur að "Heilsársdekk" er dekk sem er notað i suður evrópu sem fæ snjór kanski 1 dag yfir vetrartíminn, og eru léleg bæði sem sumardekk og vetrardekk.
Almennileg vetrar dekk án naglar heitir "Nordic" sem i sumum aðstæðum er jafn gott ef ekki betra en nagladekk. ókosturinn er að þau endast skemur vegna þess þau seu mýkri, og má alls ekki keyra þau um sumrin.
Góð heilsársdekk eru mun betri en léleg vetrardekk.
Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?
nidur skrifaði:Mín persónulega skoðun er að maður megi setja nagladekk undir bílinn á veturna.
Ég myndi ekki vilja keyra yfir heiðar eða mikið út úr bæjum án þess að vera á nöglum.
Það er ýmislegt hægt, fólk kemst alveg upp með að vera á sumardekkjum á veturna innanbæjar, spólandi upp allar smábrekkur og keyrandi löturhægt þegar það kemur smá snjór.
Maður keyrir miðað við aðstæður, ekki bara aðstæður á vegi heldur líka miðað við útbúnað á bíl.
Fyrir mér er þetta mjög einfalt, naglar eru betri útbúnaður í hálku en engir naglar.
Þegar kemur að árekstrum og öryggi farþega er þá ekki stöðvunarlengd mikilvægasti þátturinn?
Miðað við það sem ég hef heyrt þá stytta naglar stöðvunarlengdina um sirka helming í hálku.
það fer rosalega mikið eftir aðstæðum hversu vel naglarnir virka. þeir virka bara betur í einstaka aðstæðum. gera ekkert betra en góð vetrardekk í snjó eða slabbi sem dæmi, og ekkert betra í þunnri ísingu, bara á klaka sem þeir geta gripið í. Síðan eru þeir einfaldlega verri í blautu veðri heldur en ónegld dekk og bremsuvegalengd getur lengst töluvert með nöglum á blautu malbiki. ég amsk hef ekki þurft nagla síðustu 20 ár og ætla ekki að byrja á því núna og hef samt átt heima hér og þar um landið og þurft að ferðast um allskonar heiðar og lítið farna vegi
Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?
Það er rétt, enda þegar það er ekki frost þá eru vetradekk stórhættuleg. Veit ekki hversu oft á veturnar þegar það er hlýtt (sem er oftast núna á íslandi) sem ég hef runnið til í bleytu í t.d. hringtorgum og svona því ég er á vetradekkjum. Veit líka ekki hversu oft ég er að heyra um slys því fólk hefur ekki komist í það að setja vetradekkinn undir og er ennþá á sumardekkjum (oft þá þegar það er óvenjukalt í september og okt og hálka myndast)bigggan skrifaði:Vetradekk eru gerð fyrir hitastig undir 7 gráður, það eru ekki heilsársdekk. það er bara eðlislögmál sem ekki hægt að komast undan, til þess að virka betur á sumrin hafa heilsársdekk harðari dekkjablöndu sem þarf til þess að fá betra grip um sumrinn. ef þau fá mykri blöndu til að gefa þau betri eiginleikar um veturnar, þá eru þau að forna sumareiginleikar.Henjo skrifaði:Þú talar um eins og öll vetrardekk eru alveg eins og öll heilsársdekk eru eins.bigggan skrifaði:Það má ekki gleyma heldur að "Heilsársdekk" er dekk sem er notað i suður evrópu sem fæ snjór kanski 1 dag yfir vetrartíminn, og eru léleg bæði sem sumardekk og vetrardekk.
Almennileg vetrar dekk án naglar heitir "Nordic" sem i sumum aðstæðum er jafn gott ef ekki betra en nagladekk. ókosturinn er að þau endast skemur vegna þess þau seu mýkri, og má alls ekki keyra þau um sumrin.
Góð heilsársdekk eru mun betri en léleg vetrardekk.
Árið er ekki lengur 1995. Góð heilsársdekk eru solid. Nema auðvitað ef þú ert að keyra útá landi mikið þá er það skiljanlegt að fólk sé nöglum.
Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?
Ég held nú að menn ættu að kynna sér kannanir á vetrar/nagla dekkjum áður en þeir fara að halda fram einhverju sem þeir hafa heyrt eða finnst sem staðreyndum.
Skoðið bara þessar kannanir til dæmis, https://issuu.com/fib.is/docs/vetrardekkjak_nnun_2019 og https://issuu.com/fib.is/docs/vetrardekkjapr_fun_2020
Sérstaklega gaman að 2019 könnuninni þar sem þeir taka eitt vetrardekk án nagla með í nagladekkjaprófunina og kemur örugglega mörgum á óvart hveru vel það stendur sig.
Þar sem nagladekk skína er á blautum ís, annars eru þau yfirleitt verri kostur en góð ónegld dekk.
Skoðið bara þessar kannanir til dæmis, https://issuu.com/fib.is/docs/vetrardekkjak_nnun_2019 og https://issuu.com/fib.is/docs/vetrardekkjapr_fun_2020
Sérstaklega gaman að 2019 könnuninni þar sem þeir taka eitt vetrardekk án nagla með í nagladekkjaprófunina og kemur örugglega mörgum á óvart hveru vel það stendur sig.
Þar sem nagladekk skína er á blautum ís, annars eru þau yfirleitt verri kostur en góð ónegld dekk.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1722
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Staða: Ótengdur
Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?
S.s. continental og michelin eru betri en öll ónelgd dekk, þar sem ónelgda dekkið var það besta í sínum flokki.Kull skrifaði:Ég held nú að menn ættu að kynna sér kannanir á vetrar/nagla dekkjum áður en þeir fara að halda fram einhverju sem þeir hafa heyrt eða finnst sem staðreyndum.
Skoðið bara þessar kannanir til dæmis, https://issuu.com/fib.is/docs/vetrardekkjak_nnun_2019 og https://issuu.com/fib.is/docs/vetrardekkjapr_fun_2020
Sérstaklega gaman að 2019 könnuninni þar sem þeir taka eitt vetrardekk án nagla með í nagladekkjaprófunina og kemur örugglega mörgum á óvart hveru vel það stendur sig.
Þar sem nagladekk skína er á blautum ís, annars eru þau yfirleitt verri kostur en góð ónegld dekk.
Mjög sáttur á nöglunum
Last edited by Moldvarpan on Fim 02. Des 2021 11:21, edited 1 time in total.
Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?
Nokian wr suv 4 á mínum.
Er mjög sáttur miðað við það sem komið er.
Er mjög sáttur miðað við það sem komið er.
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1722
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Staða: Ótengdur
Re: Vetrar/heilsársdekk eða nagladekk?
Holý crap, póstaði óvart staðin fyrir edit.
Last edited by Moldvarpan on Fim 02. Des 2021 11:21, edited 1 time in total.