Þvottavél stífluð/þvottavélahreinsir/þvottavélarhreinsun

Athvarf handlagna heimilisnördsins
Svara

Höfundur
netkaffi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 946
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Staða: Ótengdur

Þvottavél stífluð/þvottavélahreinsir/þvottavélarhreinsun

Póstur af netkaffi »

1. Held að Siemens þvottavélin mín (eða tæknilega leigusalans) sé stífluð, [edit: það er enginn skjár á henni]. Það heyrist hávært hljóð í hennin eins og það sé einhver núningur eða stífla þegar hún er á ákveðnum kafla í þvottinum (sennilega þegar hún er að losa sig við vatn eða óhreinindi). Hvað gæti verið besta leiðin til að leysa þetta? Ég sé enga augljósa leið til að opna þessa þvottavél. SIEMENS SIWAMAT XB 2462

2. Óháð því hvort þetta sé bilunin eða ekki, þarf maður eða er málið að nota þvottavélarhreinsir annað slagið eða einhvertíman?
Last edited by netkaffi on Mán 11. Okt 2021 19:40, edited 2 times in total.

arons4
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Staða: Ótengdur

Re: Þvottavél stífluð/þvottavélahreinsir/þvottavélarhreinsun

Póstur af arons4 »

Heyrist hljóðið þegar hún er að vinda? þá er það sennilega farin lega. Vanalega ef það er stífla þá nær hún ekki að dæla af sér og gefur frá sér villuboð.

Hlynzi
FanBoy
Póstar: 767
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Þvottavél stífluð/þvottavélahreinsir/þvottavélarhreinsun

Póstur af Hlynzi »

Almennt þarf ekkert að nota þvottavélahreinsi nema bara ef sveppagróður er orðinn of mikill, það getur verið ágætt að setja vélina tóma á suðu prógrammið og láta hana bara fara í gegnum það (með sápu)

Athugaðu hvort að eitthvað sé í vatnsdælunni, það er yfirleitt lítil lúga sem hægt er að opna og leiðir að frekar stórum "tappa" (ca. 10 cm í þvermál oftast) Tappinn er handskrúfaður í, losaðu hann úr (það kemur smá vatn með (0,5L mestalagi oftast) og þá kemstu í dæluna, athugaðu að það sé ekkert drasl þar inní og hægt sé að snúa henni auðveldlega. Hún er oftast að dæla útaf sér í byrjun vindingar með púlsum, svo það er mjög reglulegt taktfast hljóð.

Ef legan er farin þá heyrist nú áberandi skruðningur (sem stigmagnast með vikunum) , þú getur oftast heyrt það ef þú snýrð tromlunni og hlustar á hana, það ætti bara að vera smá hljóð frá mótornum (frekar hátt pitch) en ekki skruðningur og tromlan ætti að snúast frekar létt. Stundum heyrist skruðningurinn bara á háum snúningi (svona þegar legan er á fyrri stigum þess að skemmast).

Annars er sáralítið sem þú hefur uppúr því að opna vélina og taka í sundur (nema til að skipta um legu hreinlega), það þarf alveg að taka vélina í spað, tekur þokkalega vanann mann 2-3 tíma lágmark.
Hlynur

joker
Fiktari
Póstar: 56
Skráði sig: Þri 20. Okt 2009 22:59
Staðsetning: Spánn
Staða: Ótengdur

Re: Þvottavél stífluð/þvottavélahreinsir/þvottavélarhreinsun

Póstur af joker »

Þú ættir að komast auðveldlega að dælunni. Það er panell neðst framan á vélinni sem þarf að smella af og þá sést dælan. Skrúfa þarf lokið af. Hugsanlega gæti verið eitthvað í dælunni.
Svara