Ég geng inn í raftækjaverslun og sé þar sjónvörp, öll stillt á sama demo, engar fjarstýringar til að geta prófað að spila eitthvað annað efni.
Enginn skortur á ágengum sölumönnum, og ef ég spyr hvort ég geti nú ekki fengið að sjá eitthvað annað en demo dæmið þá er einsog ég hafi hent skiptilykli í gírkassann, það virðist erfitt að finna fjarstýringuna, mikið mál að stilla sjónvarpið og hvaðeina.
Hvernig á fólk að geta tekið kaupákvarðanir á dýrum tækjum út frá slíkri upplifun? Hvað ef ég vil prófa 10 þannig tæki í röð, yrði mér hent út úr búðinni? Forvitinn.
Sama gildir um raftæki einsog hljómtæki.Þó margir reyni sitt besta til að sýna, þá er erfitt að taka kaupákvörðun út frá spekkum. Hef fengið að heyra í græjum sem ég hafði áhuga á, en það var alveg 30 mínútna ónæði fyrir sölumanninn til að svala áhugaþorsta mínum.
Þannig að ég sný mér aftur að upphafsspurningu, ættu verslanir ekki einfaldlega að bjóða fólki upp á að taka gripinn með sér heim til prófunar? (auðvitað með tilheyrandi tryggingu og jafnvel kostnaði sem gengi upp í kaup).
Þ.e. að verslanir séu með tæki sem eru ætluð til útláns til prófunar? Vilji menn kaupa tækið, þá skila þeir prófunartækinu og fá nýtt tæki afhent.
Ég man nú hér áður fyrr þá var hægt að fá bíl einfaldlega í láni í 2-3 daga frá umboðinu til prófunar áður en ákveðið var með kaup.
Ég veit að það er "skilaréttur", en mér finnst það ekki það sama. Þar ertu að fá nýtt tæki í kassa afhent, og ert að skemma kassann og þvíumlíkt. Það eru allskyns ákvæði tengd skilarétti, t.d. má ekki skemma umbúðir og svona, allt þurfi að vera nákvæmlega einsog nýtt. Stundum er ekki hægt að unboxa án þess að skemma kassann. Auk þess finnst mér það ákveðin kaupsvik að kaupa búnað bara til að prófa og skila.
Allvega hef ég lítinn áhuga á að kaupa eitthvað sem ég get ekki prófað almennilega heima hjá mér. Nota bene, verslanir selja nefnilega minna útaf rangri nálgun... allavega til mín
![Smile :)](./images/smilies/icon_smile.gif)