Milliveggur tekinn - frágangur á sári í (hraunuðu) lofti?
Milliveggur tekinn - frágangur á sári í (hraunuðu) lofti?
Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þá ákváðu einhverjir að það skyldi vera sniðugt að hrauna loft, og þetta er svona fínhraunað hjá mér.
Nenni ekki að pirra mig á því. (en allavega hættið að hrauna loft og veggi, þetta er ljótt og hryllingur í viðhaldi og þegar kemur að breytingum).
En ef loftið væri slétt, þá væri lítið mál að jafna þetta út með sparsli og pússa. En hvernig fara bændur að því að gera þetta þannig að einsog sárið hafi aldrei verið? Þarf að finna upprunalega verktakann sem byggði húsið?
Einn ættingi tók niður vegg einnig og er með eins loft, og það sést alveg greinilega sár eftir vegginn þó það sé reynt að gera það besta úr því.
Þetta er bara stuttur kafli hjá mér, 1,4 metri kannski.
Nenni ekki að pirra mig á því. (en allavega hættið að hrauna loft og veggi, þetta er ljótt og hryllingur í viðhaldi og þegar kemur að breytingum).
En ef loftið væri slétt, þá væri lítið mál að jafna þetta út með sparsli og pússa. En hvernig fara bændur að því að gera þetta þannig að einsog sárið hafi aldrei verið? Þarf að finna upprunalega verktakann sem byggði húsið?
Einn ættingi tók niður vegg einnig og er með eins loft, og það sést alveg greinilega sár eftir vegginn þó það sé reynt að gera það besta úr því.
Þetta er bara stuttur kafli hjá mér, 1,4 metri kannski.
Last edited by appel on Mið 15. Sep 2021 17:19, edited 1 time in total.
*-*
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 613
- Skráði sig: Lau 04. Maí 2013 16:01
- Staða: Ótengdur
Re: Milliveggur tekinn - frágangur á sári í (hraunuðu) lofti?
Rífa húsið og byrja uppá nýtt er eina rökrétta lausnin sem ég sé
Re: Milliveggur tekinn - frágangur á sári í (hraunuðu) lofti?
btw. nenni ekki að fara borga einhverjum málara 300 þús kall til að mæta í 5 skipti til að lagfæra þetta.
*-*
Re: Milliveggur tekinn - frágangur á sári í (hraunuðu) lofti?
Engin leið að fela þetta sár nema heilsparsla loftið eða klæða yfir þetta, eða hreinlega hrauna aftur yfir allt loftið með enn grófara hrauni
Re: Milliveggur tekinn - frágangur á sári í (hraunuðu) lofti?
hagur skrifaði:Engin leið að fela þetta sár nema heilsparsla loftið eða klæða yfir þetta, eða hreinlega hrauna aftur yfir allt loftið með enn grófara hrauni
Sammála. Þetta mun annars alltaf sjást.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3525
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Milliveggur tekinn - frágangur á sári í (hraunuðu) lofti?
Jamm.brain skrifaði:hagur skrifaði:Engin leið að fela þetta sár nema heilsparsla loftið eða klæða yfir þetta, eða hreinlega hrauna aftur yfir allt loftið með enn grófara hrauni
Sammála. Þetta mun annars alltaf sjást.
Þú ert ekkert að fara að laga þetta öðruvísi en að taka allt loftið í einu.
Last edited by urban on Mið 15. Sep 2021 18:26, edited 1 time in total.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Re: Milliveggur tekinn - frágangur á sári í (hraunuðu) lofti?
Byrja á því að bölva þeim aula sem datt í hug að hrauna helvítis loftið í allan þann sand og alla þá ösku sem til er.
Svo er það bara steinolía, eldspýta og labba í burtu og gleyma þessu. Eða sparsla í þetta og reyna að taka ekki eftir mismuninum.
Svo er það bara steinolía, eldspýta og labba í burtu og gleyma þessu. Eða sparsla í þetta og reyna að taka ekki eftir mismuninum.
Leikjavél | ROG Strix X570-E | R9 3900x | DRP 4 | RTX 3080 | G.Skill 32GB Flare X 3200MHz | Corsair RM850x | Enthoo Pro M
Re: Milliveggur tekinn - frágangur á sári í (hraunuðu) lofti?
Jæja, smá vonbrigði, en ekkert stórkostlega óvænt.
Reyni að redda þessu með sparsli og vandvirkni.
Hraunað er það versta í öllum heimi, enda margir sem láta það sig vera sitt fyrsta verk áður en flutt er í nýja íbúð að slétta þetta út.
Ætti bara að vera í byggingareglugerð að þetta sé bannað.
Reyni að redda þessu með sparsli og vandvirkni.
Hraunað er það versta í öllum heimi, enda margir sem láta það sig vera sitt fyrsta verk áður en flutt er í nýja íbúð að slétta þetta út.
Ætti bara að vera í byggingareglugerð að þetta sé bannað.
*-*
Re: Milliveggur tekinn - frágangur á sári í (hraunuðu) lofti?
Gera þetta að "feature" og setja eitthvern hnotu lista þarna eða eitthvað ef staðsetningin á sárinu á við, ef ekki er hægt að setja fleiri en einn lista til að láta það koma vel út.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 260
- Skráði sig: Mán 26. Nóv 2012 18:20
- Staða: Ótengdur
Re: Milliveggur tekinn - frágangur á sári í (hraunuðu) lofti?
gætir reynt að föndra eitthvað svona fyrst það er engin önnur augljós leið að ná þessu, held að þetta myndi ekki "laga" loftið en örugglega blandast betur en slétt loft og myndir síður taka eftir því
Last edited by danniornsmarason on Mið 15. Sep 2021 20:06, edited 1 time in total.
Fractal Design R4 White |Gigabyte B360M DS3H | i5 8600K | Corsair H100i v2 | 32GB DDR4| MSI GTX 1070 | 250GB SSD
Re: Milliveggur tekinn - frágangur á sári í (hraunuðu) lofti?
Reyni að leita að þessu. Virðist vera götótt svamprúlla.danniornsmarason skrifaði:gætir reynt að föndra eitthvað svona fyrst það er engin önnur augljós leið að ná þessu, held að þetta myndi ekki "laga" loftið en örugglega blandast betur en slétt loft og myndir síður taka eftir því
*-*
-
- Kóngur
- Póstar: 5917
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Milliveggur tekinn - frágangur á sári í (hraunuðu) lofti?
Ég mundi heyra í Arnari hjá Húsa og senda honum myndir. Hann er snillingur.
Last edited by rapport on Mið 15. Sep 2021 20:55, edited 1 time in total.
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1227
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Milliveggur tekinn - frágangur á sári í (hraunuðu) lofti?
Ég gerði svona áferð með akríl úr kíttistúbu einhvertíman, aðeins grófara hraun en hjá þér en það leit allt í lagi út.
Og svo grófa rúllu eftirá.
Og svo grófa rúllu eftirá.
Last edited by nidur on Mið 15. Sep 2021 21:56, edited 1 time in total.
Re: Milliveggur tekinn - frágangur á sári í (hraunuðu) lofti?
Farðu með karbit sköfu og reyndu að ná þessi sléttu. siðan rúllaru létt fyrir með svona hraun málningu sem heitir perla og málar allt loftið
https://malning.is/vorur/kopal-perla/
Goodluck
https://malning.is/vorur/kopal-perla/
Goodluck
-
- FanBoy
- Póstar: 754
- Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
- Staðsetning: Grafarholt
- Staða: Ótengdur
Re: Milliveggur tekinn - frágangur á sári í (hraunuðu) lofti?
Gróft sparsl eða milligróft, notar rakann svamp til að búa til texture í sparslið, málar svo yfir með grófri rúllu eða hraun rúllu
Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Gaming X+ 8GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a
Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS
Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS
Re: Milliveggur tekinn - frágangur á sári í (hraunuðu) lofti?
^^^^ Þettaorri123 skrifaði:Farðu með karbit sköfu og reyndu að ná þessi sléttu. siðan rúllaru létt fyrir með svona hraun málningu sem heitir perla og málar allt loftið
https://malning.is/vorur/kopal-perla/
Goodluck
5600x | DH-15 | ASUS GTX 1060 6GB | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q
Re: Milliveggur tekinn - frágangur á sári í (hraunuðu) lofti?
Held að maður þurfi að hlýða þessu....orri123 skrifaði:Farðu með karbit sköfu og reyndu að ná þessi sléttu. siðan rúllaru létt fyrir með svona hraun málningu sem heitir perla og málar allt loftið
https://malning.is/vorur/kopal-perla/
Goodluck
enda fjórði pósturinn hans á 8 árum 2 ár á milli pósta. Það er ekki annað hægt að skilja að en að þú tjáir þig ekki af nauðsynjalausu
*-*
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1903
- Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Milliveggur tekinn - frágangur á sári í (hraunuðu) lofti?
Maður sér ekkert hvernig þetta herbergi er útlítandi eða hvað þú ert að plana með það, en geturu ekki bara set fallegan viðar ramma/box með innbygðum LED ljósum/kösturum?
Kannski svipað þessu, nema ekki hangandi.
Kannski svipað þessu, nema ekki hangandi.
CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9
Re: Milliveggur tekinn - frágangur á sári í (hraunuðu) lofti?
appel skrifaði:Held að maður þurfi að hlýða þessu....orri123 skrifaði:Farðu með karbit sköfu og reyndu að ná þessi sléttu. siðan rúllaru létt fyrir með svona hraun málningu sem heitir perla og málar allt loftið
https://malning.is/vorur/kopal-perla/
Goodluck
enda fjórði pósturinn hans á 8 árum 2 ár á milli pósta. Það er ekki annað hægt að skilja að en að þú tjáir þig ekki af nauðsynjalausu
Mæli með að prófa efnið á spítu eða vegg bara til þess að sjá hvernig það kemur út.
þetta kemur líka betur út eftir nokkra bjóra
Re: Milliveggur tekinn - frágangur á sári í (hraunuðu) lofti?
Sparsla fyrst í sárið?orri123 skrifaði:appel skrifaði:Held að maður þurfi að hlýða þessu....orri123 skrifaði:Farðu með karbit sköfu og reyndu að ná þessi sléttu. siðan rúllaru létt fyrir með svona hraun málningu sem heitir perla og málar allt loftið
https://malning.is/vorur/kopal-perla/
Goodluck
enda fjórði pósturinn hans á 8 árum 2 ár á milli pósta. Það er ekki annað hægt að skilja að en að þú tjáir þig ekki af nauðsynjalausu
Mæli með að prófa efnið á spítu eða vegg bara til þess að sjá hvernig það kemur út.
þetta kemur líka betur út eftir nokkra bjóra
*-*
Re: Milliveggur tekinn - frágangur á sári í (hraunuðu) lofti?
bara ekki alveg viss.. myndi klárlega samt setja i stóru götinn. síðan er þessi Kopal perla svoldið eins og spasl ^^appel skrifaði:Sparsla fyrst í sárið?orri123 skrifaði:appel skrifaði:Held að maður þurfi að hlýða þessu....orri123 skrifaði:Farðu með karbit sköfu og reyndu að ná þessi sléttu. siðan rúllaru létt fyrir með svona hraun málningu sem heitir perla og málar allt loftið
https://malning.is/vorur/kopal-perla/
Goodluck
enda fjórði pósturinn hans á 8 árum 2 ár á milli pósta. Það er ekki annað hægt að skilja að en að þú tjáir þig ekki af nauðsynjalausu
Mæli með að prófa efnið á spítu eða vegg bara til þess að sjá hvernig það kemur út.
þetta kemur líka betur út eftir nokkra bjóra