Innrétta lítið bíó-herbergi?

Athvarf handlagna heimilisnördsins
Svara
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Innrétta lítið bíó-herbergi?

Póstur af appel »

Er með svona lítið herbergi sem ég nota ekki neitt og hef verið að pæla að breyta í svona lítið áhorfs-afdrep, kannski ekki svona bílskúrs-bíó, en svona dark room með gott sound og myndgæði.

Herbergið er ekki nema um 7 fm, um 320x220cm.

Þannig að mig vantar kannski smá hugmyndir frá ykkur, ef þið hafið reynslu þá væri gaman að heyra hvað þið hafið gert og myndir auðvitað.


Það sem ég er að hugsa
- 65 oled
- gott sound kerfi
- hljóðvist með mottu eða teppi á gólfi
- hljóðvist með panelum á veggi eða hvaðeina
- eitthvað sniðugt í loftinu?
- litur (var að hugsa um mattan koksgráan lit)
- einhverskonar ambient lýsing, philips hue eða álíka
- það er gluggi, þannig að líklega þarf ég einhver þétt dökk gluggatjöld
- þægilegan stól
- önnur tæki og tól eða húsgögn?

Hef skoðað svona rimla-veggpanela sem fást hjá birgison, bauhaus, ebson o.fl. (https://www.ebson.is/)
Hef einnig skoðað svona teppaflísar hjá Parket & Gólf (http://pog.is).

En maður vill kannski ekki eyða hálfri milljón í að innrétta herbergið.
Last edited by appel on Lau 04. Sep 2021 21:52, edited 4 times in total.
*-*

davida
Fiktari
Póstar: 59
Skráði sig: Mið 20. Jan 2010 20:49
Staða: Ótengdur

Re: Innrétta lítið bíó-herbergi?

Póstur af davida »

Ég er með viðarpanelsklæddan vegg með 65" Sony A80J hengt á hann. Þrælauðvelt að vinna með þetta, skorið til með dúkahníf. Svo felur þetta snúrurnar vel ef maður er ekki að standa í að fræsa í vegg fyrir röri.

Mynd

(og tvær kúkableyjuverksmiðjur á heimilinu, eins og sést)
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Innrétta lítið bíó-herbergi?

Póstur af appel »

davida skrifaði:Ég er með viðarpanelsklæddan vegg með 65" Sony A80J hengt á hann. Þrælauðvelt að vinna með þetta, skorið til með dúkahníf. Svo felur þetta snúrurnar vel ef maður er ekki að standa í að fræsa í vegg fyrir röri.

Mynd

(og tvær kúkableyjuverksmiðjur á heimilinu, eins og sést)
Finnst þér þessir rimlar ekki trufla þig við áhorf? Finnst þetta truflandi að hafa þetta svona bakvið. Best er að hafa held ég bara hvítan lit og ambient lýsingu.
*-*

davida
Fiktari
Póstar: 59
Skráði sig: Mið 20. Jan 2010 20:49
Staða: Ótengdur

Re: Innrétta lítið bíó-herbergi?

Póstur af davida »

appel skrifaði:
davida skrifaði:Ég er með viðarpanelsklæddan vegg með 65" Sony A80J hengt á hann. Þrælauðvelt að vinna með þetta, skorið til með dúkahníf. Svo felur þetta snúrurnar vel ef maður er ekki að standa í að fræsa í vegg fyrir röri.

Mynd

(og tvær kúkableyjuverksmiðjur á heimilinu, eins og sést)
Finnst þér þessir rimlar ekki trufla þig við áhorf? Finnst þetta truflandi að hafa þetta svona bakvið. Best er að hafa held ég bara hvítan lit og ambient lýsingu.
Nei, það gerir það nú ekki.

Hausinn
Ofur-Nörd
Póstar: 291
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Staða: Ótengdur

Re: Innrétta lítið bíó-herbergi?

Póstur af Hausinn »

Setur svefnsófa þarna inn fyrir beturbætt Netflix og tjill. \:D/
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Innrétta lítið bíó-herbergi?

Póstur af hagur »

Spennandi "project" :)

Ég myndi mála þetta rými í einhverjum dökkum lit. Ég er með svona "bíó" rými í kjallaranum hjá mér sem ég málaði með Lady PureColor ultra mat málningu, í nokkrum gráum tónum. Kemur mjög vel út og vegna þess hversu mött málningin er þá er ekkert reflection af veggjum frá skjávarpanum.

Öll ljósin eru Hue og það er hægt að skapa ansi kósí stemningu í rýminu.

Varðandi gardínur, þá er ég með Ikea Fyrtur rafstýrðar myrkvunargardínur fyrir gluggunum og þær blokkera dagsljósið mjög vel.
IMG_20210903_195055.jpg
IMG_20210903_195055.jpg (268.17 KiB) Skoðað 1260 sinnum
IMG_20210903_195151.jpg
IMG_20210903_195151.jpg (273.42 KiB) Skoðað 1260 sinnum
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Innrétta lítið bíó-herbergi?

Póstur af appel »

davida skrifaði:
appel skrifaði:
davida skrifaði:Ég er með viðarpanelsklæddan vegg með 65" Sony A80J hengt á hann. Þrælauðvelt að vinna með þetta, skorið til með dúkahníf. Svo felur þetta snúrurnar vel ef maður er ekki að standa í að fræsa í vegg fyrir röri.

Mynd

(og tvær kúkableyjuverksmiðjur á heimilinu, eins og sést)
Finnst þér þessir rimlar ekki trufla þig við áhorf? Finnst þetta truflandi að hafa þetta svona bakvið. Best er að hafa held ég bara hvítan lit og ambient lýsingu.
Nei, það gerir það nú ekki.
Bauhaus er með svona lítið rými þar sem þessir veggpanelar eru uppsettir. Ég labbaði aðeins inn í það og varð eiginlega hálf-ringlaður :D
Myndi sennilega taka svona í meiri samfelldum lit,dökkum, dæmi:
Mynd
Last edited by appel on Fös 03. Sep 2021 20:09, edited 1 time in total.
*-*
Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 991
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Staða: Ótengdur

Re: Innrétta lítið bíó-herbergi?

Póstur af upg8 »

Mér finnst mjög þægilegt að hafa gardínur, draga líka úr endurvarpi.

Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"
Svara