Mig langar geggjað mikið í nýjann skjá, helst alveg risastórann, en mér sýnist skjáirnir sem eru svona almennt í boði vera alveg vangefið dýrir og verða frekar breiðari heldur en stærri...
S.s. hef ég lítinn áhuga á einhverjum leikjaskjáum sem eru 21:9 eða eitthvað álíka, vil bara hafa 16:9 eða 16:10 eins og telst hefðbundið í dag.
Veit að það er almennt ekki mælt með því að hafa sjónvarp sem skjá en útaf þessari PC skjáa þróun þá eru sjónvörpin talsvert viðráðanlegri hvað varðar verð og þess háttar.
Mig langar í 4k og þá 60hz, ekki 50hz. Draumurinn væri að finna eitthvað 100 eða 120hz en maður er nú ekki að fara að finna það nógu ódýrt fyrir minn smekk akkúrat núna. Hef reyndar séð sjónvörp sem tala um að geta 1080 eða 1440p@120hz en 4k í max 60, en veit ekki alveg hvernig það virkar.
Budget er svona upp að 150k en því ódýrara því betra, þarf bara að vera fínt í leiki, áhorf og internet eitthvað. 50-55", og það væri töff ef það væri svona miðju fótur en ekki tveri sitt hvoru megin en það er ekki möst, bara plús.
Ég veit bara ekkert um sjónvörp og verð bara geðveikur á því að skoða þetta dót fram og til baka.
Mikilvægast er bara að fá risastórann skjá sem er fínn í allt þetta helsta sem maður gerir venjulega í tölvuni.
***Er að nota 42" sjónvarp sem aðal skjá núna, það er bara fínt dæmi, það er reyndar það gamalt að það er mjög líklega ekkert svona óþarfa dæmi eins og er í sjónvörpunum í dag... það er æði, langar bara í stærra og hærri upplausn.
Dazzle me, daddy
