mjolkurdreytill skrifaði:Erum við að tala um jarðskjálftavirknina sem er að eiga sér stað 90 km frá Reykjanestánni?
Eða skjálftavirknina á Kjalarnesi?
Það er jarðskjálftavirknin sem er á Reykjanestánni núna og síðan jarðskjálftavirkni sem er allt að 100 km frá landi á Reykjaneshrygg. Eldgos sem verða lengra frá landi eru minna vandamál en eldgos sem verða næst ströndinni. Annars á virknin einnig eftir að færast nær Henglinum og það ferli virðist vera fast af einhverjum óþekktum ástæðum og það er slæmt grunar mig. Ætli það losni ekki með stórum jarðskjálftum á næstu mánuðum til árum.
Það þarf að ráða manneskju í fullt starf við að stugga þessu fólki sem er að troða sér fyrir framan myndavélina hjá Rúv í burtu. Óþolandi fábjánar sem eyðileggja þetta fyrir öðrum.
Hefur einhver hér heyrt af hverju vísir og mbl hafa gefið upp á bátinn sínar vefmyndavélar. Maður myndi halda í einfeldni sinni að þetta sé svona set it and forget it dæmi svo lengi sem fólk láti búnaðinn í friði.
raggos skrifaði:Hefur einhver hér heyrt af hverju vísir og mbl hafa gefið upp á bátinn sínar vefmyndavélar. Maður myndi halda í einfeldni sinni að þetta sé svona set it and forget it dæmi svo lengi sem fólk láti búnaðinn í friði.
Af því að MBL hefur tvisvar misst sína vél undir hraunrennslið? Aðeins of mikil áhersla á "forget it" þar
raggos skrifaði:Hefur einhver hér heyrt af hverju vísir og mbl hafa gefið upp á bátinn sínar vefmyndavélar. Maður myndi halda í einfeldni sinni að þetta sé svona set it and forget it dæmi svo lengi sem fólk láti búnaðinn í friði.
Myndavél Vísis var neðarlega á Stóra Hrút þar sem enginn eða fáir voru að fara. Núna er mikið af umferðinni á því svæði og spurning hvort þessu var hætt á fjárhagslegum grundvelli eða hvort einhverjir fiktuðu í vélinni.
Ég veit ekki hvar vefmyndavél MBL stóð/stendur en ef mig misminnir ekki var hún á hólnum sem er við gíginn. Sá hóll er korter í að fara undir hraunið og spurning hvort mbl ákvað að bjarga vélinni áður en þeir misstu þriðja eintakið.
Eldgosið í Fagradalsfjalli virðist vera búið að breyta sér á ný. Stóra spurningin er hinsvegar hvort að núna gjósi 24 klukkutíma alla daga. Ef það er raunin, þá mun hraunið ná mun lengra en það hefur gert síðustu vikur á mun styttri tíma. Stefan á hrauninu yrði þá niður að strönd miðað við hallann á landslaginu sem er þarna.