Í vandræðum með að skipta um ljósaperu

Svara

Höfundur
BirgirSnorrason
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Fim 19. Nóv 2020 18:42
Staða: Ótengdur

Í vandræðum með að skipta um ljósaperu

Póstur af BirgirSnorrason »

Hæhæ,

Peran er farin inná baði hjá mér og ég næ ómögulega að skipta um hana. Ég sé að það er lítil pera inni í þessu hylki en ég get ekki opnað það. Ég er búinn að reyna að spenna járnhringinn við glerið upp en hann beyglast bara. Er einhver hér með reynslu í þessum ljósum?

Hér er mynd af hylkinu sem ég er að vinna með:
Mynd

Semboy
Gúrú
Póstar: 586
Skráði sig: Lau 05. Maí 2007 22:28
Staða: Ótengdur

Re: Í vandræðum með að skipta um ljósaperu

Póstur af Semboy »

Mynd

hefuru prófað að snúa þetta í hringi ?
Væri lika gaman að sjá botnin á þessu
hef ekkert að segja LOL!
Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1819
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Í vandræðum með að skipta um ljósaperu

Póstur af einarhr »

BirgirSnorrason skrifaði:Hæhæ,

Peran er farin inná baði hjá mér og ég næ ómögulega að skipta um hana. Ég sé að það er lítil pera inni í þessu hylki en ég get ekki opnað það. Ég er búinn að reyna að spenna járnhringinn við glerið upp en hann beyglast bara. Er einhver hér með reynslu í þessum ljósum?

Hér er mynd af hylkinu sem ég er að vinna með:
Mynd
Er þetta bara ekki eitt unit sem þarf að skipta um? ss allt draslið.

endilega taktu mynd af því sem stendur á glerinu
Last edited by einarhr on Mán 23. Ágú 2021 23:06, edited 1 time in total.
| Ryzen 7 1800X 16GB Gainward GeForce RTX 3060 Pegasus 12GB| Plex i5 6600K 16GB | Mi Poco X3 | Mi Box S |

Höfundur
BirgirSnorrason
Nýliði
Póstar: 15
Skráði sig: Fim 19. Nóv 2020 18:42
Staða: Ótengdur

Re: Í vandræðum með að skipta um ljósaperu

Póstur af BirgirSnorrason »

Jú mér datt akkúrat í hug að maður ætti að skipta um allt unitið. Þá er bara spurning hvort einhver viti hvar það fáist?

Hér eru tvær myndir í viðbót:
Mynd
Mynd

TheAdder
has spoken...
Póstar: 160
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Staða: Ótengdur

Re: Í vandræðum með að skipta um ljósaperu

Póstur af TheAdder »

Járn hringurinn er festur með þremur spennum, fliparnir sem ganga inní botninn, spenntu við þá.
Ekki snerta nýju peruna með berum fingrum þegar þú setur hana í, þá fer hún fljótlega aftur.

EliasB
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Lau 11. Jún 2011 18:08
Staða: Ótengdur

Re: Í vandræðum með að skipta um ljósaperu

Póstur af EliasB »

TheAdder skrifaði:Járn hringurinn er festur með þremur spennum, fliparnir sem ganga inní botninn, spenntu við þá.
Ekki snerta nýju peruna með berum fingrum þegar þú setur hana í, þá fer hún fljótlega aftur.
Passar, er með svona ljós út um allt hjá mér, bara spenna upp járnhringinn með litlu flötu skrúfjárni eða einhverju sambærilegu, hef aldrei lent í veseni með það. passaðu bara að það losar glerið, snúðu semsagt glerinu upp þegar þú gerir þetta svo það detti ekki.
Svara