súper hæg

Svara

Höfundur
Joigess88
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Fös 05. Feb 2016 17:28
Staða: Ótengdur

súper hæg

Póstur af Joigess88 »

Góðan daginn, ég keypti mér Acer Aspire A314-21-64VK fyrir kannski 5 mánuðum síðan, mér hefur alltaf fundist hún ógðelsega hæg og fór þá að spá hvað væri að gerast í henni, hef ekki sett upp neitt forrit aukalega en það sem kemur bara með henni, þessi vél hefur ekkert verið notuð vegna þess hve hæg hún er, fór að spá í þessu í dag og sá þá að hún er alltaf að keyra örgjörvan í 100% og vinnsluminnið um 60% ætla reyndar að fara með hana í TL og láta þá stækka minnið í henni..

mín spurning er sú, er eitthvað sem ég get gert til að láta hana verða hraðvirkari og hætta alltaf að keyra allt á örgjörvanum ?

hérna eru specar um hana nema það að hún er með 4 gb vinnsluminni en ekki 8 einsog stendur á síðunni.

https://www.acer.com/ac/en/SI/content/m ... .HEREX.008

með fyrirfram þökk Jóhannes.
Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1819
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: súper hæg

Póstur af einarhr »

Joigess88 skrifaði:Góðan daginn, ég keypti mér Acer Aspire A314-21-64VK fyrir kannski 5 mánuðum síðan, mér hefur alltaf fundist hún ógðelsega hæg og fór þá að spá hvað væri að gerast í henni, hef ekki sett upp neitt forrit aukalega en það sem kemur bara með henni, þessi vél hefur ekkert verið notuð vegna þess hve hæg hún er, fór að spá í þessu í dag og sá þá að hún er alltaf að keyra örgjörvan í 100% og vinnsluminnið um 60% ætla reyndar að fara með hana í TL og láta þá stækka minnið í henni..

mín spurning er sú, er eitthvað sem ég get gert til að láta hana verða hraðvirkari og hætta alltaf að keyra allt á örgjörvanum ?

hérna eru specar um hana nema það að hún er með 4 gb vinnsluminni en ekki 8 einsog stendur á síðunni.

https://www.acer.com/ac/en/SI/content/m ... .HEREX.008

með fyrirfram þökk Jóhannes.
Þetta er algjör budget tölva með slakan örgjörva og einungis 4 gb í minni. Hvað ertu nota þessa vél í ?

Myndi alltaf bæta við að lámarki 4 gb í viðbót í vinnsluminni svo hún verði eitthvað sprækari
| Ryzen 7 1800X 16GB Gainward GeForce RTX 3060 Pegasus 12GB| Plex i5 6600K 16GB | Mi Poco X3 | Mi Box S |

Höfundur
Joigess88
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Fös 05. Feb 2016 17:28
Staða: Ótengdur

Re: súper hæg

Póstur af Joigess88 »

hún var ætluð bara í heimilis notkun, semsagt að skoða netið, fara á tölvupóstinn og fundi í gegnum zoom, myndi hún verða eitthvað hraðvirkari ef ég bæti við 8 gb í viðbót ? veit að hún tekur max 12 gb..

svo er ég að byrja í skóla og var að hugsa um að nota hana í þeim tilgangi líka.

Mossi__
Gúrú
Póstar: 526
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Staða: Ótengdur

Re: súper hæg

Póstur af Mossi__ »

Tjékkaðu í Task Manager hvaða processes eru í gangi.

Spurning hvort að það sé eitthvað Acer bloatware að keyra í bakgrunninum sem tekur þetta mikla vinnslu?

Ef húner bara að gera ekki neitt en örgjörvinn samt í 100%, þá er eitthvað að gerast í bakgrunninum.

Annars dytti mer líka í hug að það sé líka eMMC diskur í henni, þeir eru hægari en SSD, en samkvæmt linknum sem þú póstar er SSD :)

En eins og aðrir hafa sagt, örgjörvinn í tölvunni verður seint einhver vinnuhestur.

Odini
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Mið 20. Jan 2016 19:01
Staða: Ótengdur

Re: súper hæg

Póstur af Odini »

Hérna sérðu í rauninni muninn á örgjörvanum sem er í tölvunni sem þú keyptir sem er sirka 71þ í sölu núna, næst er Asus fartölva sem er í kringum 100k, síðan önnur Asus fartölva sem er 150k og seinast M1 örgjörvinn í nýju macbook air/pro vélunum, þetta er bara afskaplega afkastalítill örgjörvi og hvort að það bæti hann eitthvað að henda í hann auka vinnsluminni, svosem alveg smá séns, finnst það ólíklegt, og að ætlast til þess að þetta system skili einhverjum hraða er gríðarleg bjartsýni.
Viðhengi
Screenshot 2021-08-19 at 00.15.25.png
Screenshot 2021-08-19 at 00.15.25.png (220.25 KiB) Skoðað 636 sinnum

mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Staða: Ótengdur

Re: súper hæg

Póstur af mjolkurdreytill »

Maður gerir þau mistök einu sinni að kaupa þessar druslur með drasl örgjörva og aldrei aftur.

Af fenginni reynslu myndi ég segja þér að það að drasl örgjörvi með 4gb vinnsluminni er ennþá drasl örgjörvi með 8gb vinnsluminni.
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: súper hæg

Póstur af Klemmi »

Já, tek undir með fyrri ræðumönnum, þó það sé leiðinlegt, þá er þetta bara nánast gagnslaus örgjörvi :(

Straujaði einu sinni sambærilega tölvu fyrir félaga, hafði allt eins strípað og hægt var, en hún var samt þannig að maður nennti ekki einu sinni að browsa netið á henni :(
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

Dropi
Tölvutryllir
Póstar: 624
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Staða: Ótengdur

Re: súper hæg

Póstur af Dropi »

Ég nota alltaf laptop.is (takk Klemmi) þegar ég er að benda kúnnum á fartölvur, og sía einfaldlega út allt sem er lægra en i3 og Ryzen 3. Það er stundum bara verðmunur upp á 10-15 þúsund (en oftar meira), en tölvan verður 5x hraðari. Budget fartölvur eru á sorglegum stað og það er á ábyrgð tölvuverslana að upplýsa fólk um hvað það er að kaupa.

Stundum eru þessar vélar á 75-80 þús og næsta með Ryzen 3 fæst á 90.
34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 2600 @4.0 - 32GB DDR4@3000 - ASRock B450M-Pro4 - VEGA56 (64 BIOS)

Mossi__
Gúrú
Póstar: 526
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Staða: Ótengdur

Re: súper hæg

Póstur af Mossi__ »

Klemmi skrifaði:Já, tek undir með fyrri ræðumönnum, þó það sé leiðinlegt, þá er þetta bara nánast gagnslaus örgjörvi :(

Straujaði einu sinni sambærilega tölvu fyrir félaga, hafði allt eins strípað og hægt var, en hún var samt þannig að maður nennti ekki einu sinni að browsa netið á henni :(
Svo eg vitni nú í hann karl Faðir minn:

Setja upp Linux á hana!
Svara