búið að breita nafninu á Linux korkinum?
-
Höfundur - Vaktin er ávanabindandi
- Póstar: 1694
- Skráði sig: Þri 02. Des 2003 15:44
- Staða: Ótengdur
búið að breita nafninu á Linux korkinum?
er búið að breita nafninu á Linux korkinum?
eða er ég bara svo heiladauður að hafa ekki tekið eftir þessu
eða er ég bara svo heiladauður að hafa ekki tekið eftir þessu
Svakalega er hann mikið nutcase hann Stallman! Ýmislegt áhugavert hjá honum auðvitað en maður sér alveg að markmiðið hjá honum er ekki að búa til gott stýrikerfi og annan hugbúnað sem allir geta notað og breytt að vild heldur er GNU í raun aðeins leið að öðru markmiði hjá honum sem er ákveðin þjóðfélagsbreyting.
Allavega er ég svakalega feginn að það er svona pragmatískur norðurlandabúi, Linus Torvalds, sem er persónugervingur Linux en ekki Richard Stallman.
Eins fannst mér fáránlegt hversu mikla aðdáun fólk í salnum hafði á Stallman. Þetta minnti mig eiginlega á flokksþing Repúblíkana í BNA sl. sumar. Langverst þegar hann sagðist myndu bjarga öllum frá drukknum nema honum vini okkar GWB og allir klöppuðu vel og innilega. Er ekki í lagi með fólk??? Nú er ég enginn aðdáandi Bush en að segja þetta er eins ósmekklegt og mögulegt er - og að klappa fyrir því er jafn ósmekklegt! Er nokkur furða að það vilji fáir taka þennan mann alvarlega þrátt fyrir að hann sé með ýmsar ágætar hugmyndir?! (Ekki um t.d. tónlistina þó, allt sem hann sagði um tónlistariðnaðinn hefur verið nefnt áður og betur af öðrum.)
Og ég er líka virkilega ósammála því (eins og margir aðrir) að GNU/Linux sé eitthvað betra en bara Linux. Auðvitað er leiðinlegt að Stallman skuli ekki fá heiðurinn af GNU-kerfinu sem hann á með réttu skilið en hinsvegar er voðalega margt sem mælir frekar með því að kalla Linux bara Linux. Ég ætla svosem ekkert að fara nánar út í það hér en bendi á ágæta grein um málið í Wikipedia.
En maður virðir það auðvitað við hann að hafa komið því þrekvirki sem GNU er, af stað! Og auðvitað Emacs ... en ég nota samt frekar Vi hans Bill Joy (reyndar Vim).
Og svo er hann auðvitað frábær söngvari.
Allavega er ég svakalega feginn að það er svona pragmatískur norðurlandabúi, Linus Torvalds, sem er persónugervingur Linux en ekki Richard Stallman.
Eins fannst mér fáránlegt hversu mikla aðdáun fólk í salnum hafði á Stallman. Þetta minnti mig eiginlega á flokksþing Repúblíkana í BNA sl. sumar. Langverst þegar hann sagðist myndu bjarga öllum frá drukknum nema honum vini okkar GWB og allir klöppuðu vel og innilega. Er ekki í lagi með fólk??? Nú er ég enginn aðdáandi Bush en að segja þetta er eins ósmekklegt og mögulegt er - og að klappa fyrir því er jafn ósmekklegt! Er nokkur furða að það vilji fáir taka þennan mann alvarlega þrátt fyrir að hann sé með ýmsar ágætar hugmyndir?! (Ekki um t.d. tónlistina þó, allt sem hann sagði um tónlistariðnaðinn hefur verið nefnt áður og betur af öðrum.)
Og ég er líka virkilega ósammála því (eins og margir aðrir) að GNU/Linux sé eitthvað betra en bara Linux. Auðvitað er leiðinlegt að Stallman skuli ekki fá heiðurinn af GNU-kerfinu sem hann á með réttu skilið en hinsvegar er voðalega margt sem mælir frekar með því að kalla Linux bara Linux. Ég ætla svosem ekkert að fara nánar út í það hér en bendi á ágæta grein um málið í Wikipedia.
En maður virðir það auðvitað við hann að hafa komið því þrekvirki sem GNU er, af stað! Og auðvitað Emacs ... en ég nota samt frekar Vi hans Bill Joy (reyndar Vim).
Og svo er hann auðvitað frábær söngvari.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 955
- Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 21:17
- Staðsetning: Err Vaff Ká
- Staða: Ótengdur
skipio skrifaði:Langverst þegar hann sagðist myndu bjarga öllum frá drukknum nema honum vini okkar GWB og allir klöppuðu vel og innilega. Er ekki í lagi með fólk??? Nú er ég enginn aðdáandi Bush en að segja þetta er eins ósmekklegt og mögulegt er - og að klappa fyrir því er jafn ósmekklegt! Er nokkur furða að það vilji fáir taka þennan mann alvarlega þrátt fyrir að hann sé með ýmsar ágætar hugmyndir?! (Ekki um t.d. tónlistina þó, allt sem hann sagði um tónlistariðnaðinn hefur verið nefnt áður og betur af öðrum.)
Þetta
var
brandari.
"open source fólkið gerir ekkert nema að stela hugmyndum annara" -- "open source fólk hugsar bara um sinn eigin rass" - IceCaveman, 2003
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1284
- Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
- Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
- Staða: Ótengdur
halanegri skrifaði:skipio skrifaði:Langverst þegar hann sagðist myndu bjarga öllum frá drukknum nema honum vini okkar GWB og allir klöppuðu vel og innilega. Er ekki í lagi með fólk??? Nú er ég enginn aðdáandi Bush en að segja þetta er eins ósmekklegt og mögulegt er - og að klappa fyrir því er jafn ósmekklegt! Er nokkur furða að það vilji fáir taka þennan mann alvarlega þrátt fyrir að hann sé með ýmsar ágætar hugmyndir?! (Ekki um t.d. tónlistina þó, allt sem hann sagði um tónlistariðnaðinn hefur verið nefnt áður og betur af öðrum.)
Þetta
var
brandari.
Maður á samt ekki að láta þetta út úr sér á fyrirlestri.
halanegri skrifaði:Þetta var brandari.
Og afskaplega lélegur brandari þar að auki og það ber vott um algera vöntun á dómgreind að láta þetta út úr sér opinberlega eða klappa fyrir þessu.
Það er nefnilega hægt að gera grín að fólki án þess að niðurlagið í brandaranum sé að viðkomandi eigi skilið að deyja! Maður segir allavega ekki þannig um nokkurn mann nema manni finnist hann raunverulega eiga skilið að deyja!
Myndi einhverjum detta í hug að segja þetta sama um Davíð Oddsson eða Ólaf Ragnar Grímsson í fyrirlestri? Varla, en ef einhver myndi gera það myndi fólk ekki klappa jafn innilega fyrir brandaranum eins og költ-meðlimirnir í gær. Fólk á að vera hafið yfir þetta.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 258
- Skráði sig: Fim 06. Maí 2004 23:39
- Staðsetning: Boston, MA
- Staða: Ótengdur
Nákvæmlega......alveg sama hversu innilega maður þolir ekki einhvern..sama hvort það er pólitíkus eða einhver annar..þá óskar maður ekki neinum einstakling dauða né segist ekki veita hjálparhönd ef svo ber upp á. Það er bara barnaskapur.
"Only wimps use tape backup: _real_ men just upload their important stuff on ftp, and let the rest of the world mirror it"
- Linus Thorvalds
- Linus Thorvalds
-
- Besserwisser
- Póstar: 3929
- Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
- Staðsetning: Kópavogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Það verður hægt að nálgast hann á http://www.rglug.org einhvertíman. Meira um fyrirlesturinn hér
gumol skrifaði:En seinni fyrirlesturinn um einkaleifi á hugmyndum í hugbúnaðargeiranum var mjög athyglisverður. Er þetta virkilega rétt sem hann var að segja?
Hvað var hann að segja? Ég missti því miður af síðari fyrirlestrinum því ég var í tíma.
En einkaleyfin í hugbúnaðariðnaðinum eru auðvitað orðin verulega klikk! Vonandi að það takist að halda uppi mótstöðu gegn þeim í ESB.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3929
- Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
- Staðsetning: Kópavogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Hann var akkurat að nefna dæmi um hvað þau væru orðin verulega klikk. Þetta er samt ekki vandamál á Íslandi ennþá. Þetta ætti heldur aldrei að verða vandamál fyrir þá sem eru ekki að selja hugbúnað:
Lög um einkaleyfi
Lög um einkaleyfi skrifaði:Einkaréttur tekur ekki til:
1. athafna sem ekki tengjast atvinnustarfsemi,
Lög um einkaleyfi