Sælir, nú er ég með bilaðan 2.5" disk með einhverjum gögnum sem leiðinlegt væri að tapa.
Diskurinn snýst og birtist ekki í Linux en í Windows kemur hann undir Device Manager nema með samskiptavillu. Tölvan er líka lengi að POST-a þegar diskurinn er tengdur. Lætur mér detta í hug að stýrispjaldið gæti verið í ólagi. Hefur einhver reynslu á stýrispjaldaskiptum, hvort það sé líkleg lausn? Eða er einhver gagnabjörgun sem kostar ekki hálfan handlegg?
Bilaður diskur, stýrispjaldaskipti eða gagnabjörgun
-
Höfundur - FanBoy
- Póstar: 798
- Skráði sig: Mán 19. Jan 2009 12:36
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Bilaður diskur, stýrispjaldaskipti eða gagnabjörgun
i7 2600K @ 4,5 GHz 1,3v | NH-D14 | Asus P8P67 Pro | 8GB 1600MHz | Asus GTX980 | Asus Xonar DX & Yulong U100 DAC | Samsung 840 PRO 256 GB | 10 TB HDDs| Seasonic SS-760XP Platinum | Fractal Design Define R4 | Sennheiser HD595 & Grado SR325e | Logitech G710 & G502 | BenQ XL2420T | Microsoft Surface Pro 3 i5 | LG G3 |
Re: Bilaður diskur, stýrispjaldaskipti eða gagnabjörgun
Ertu búinn að athuga hvort S.M.A.R.T disk checkers finni diskinn og get diagnosað hann? T.d CrystalDiskInfo. Það á oft að vera hægt að lesa út úr þeim gögnum afhverju diskurinn er að faila.
-
Höfundur - FanBoy
- Póstar: 798
- Skráði sig: Mán 19. Jan 2009 12:36
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Bilaður diskur, stýrispjaldaskipti eða gagnabjörgun
Diskurinn birtist ekki upp í BIOS einu sinni til að gefa upp SMART upplýsingar.Onyth skrifaði:Ertu búinn að athuga hvort S.M.A.R.T disk checkers finni diskinn og get diagnosað hann? T.d CrystalDiskInfo. Það á oft að vera hægt að lesa út úr þeim gögnum afhverju diskurinn er að faila.
i7 2600K @ 4,5 GHz 1,3v | NH-D14 | Asus P8P67 Pro | 8GB 1600MHz | Asus GTX980 | Asus Xonar DX & Yulong U100 DAC | Samsung 840 PRO 256 GB | 10 TB HDDs| Seasonic SS-760XP Platinum | Fractal Design Define R4 | Sennheiser HD595 & Grado SR325e | Logitech G710 & G502 | BenQ XL2420T | Microsoft Surface Pro 3 i5 | LG G3 |
Re: Bilaður diskur, stýrispjaldaskipti eða gagnabjörgun
Ef gögnin eru mikilvæg, þá myndi ég mæla með að fá einhverja sem eru sérhæfðir í gagnabjörgun í málið.
Persónulega myndi ég ekki taka áhættu á að gera illt verra og tapa gögnunum með eigin fikti ef gögnin skipta einhverju máli.
Persónulega myndi ég ekki taka áhættu á að gera illt verra og tapa gögnunum með eigin fikti ef gögnin skipta einhverju máli.
Re: Bilaður diskur, stýrispjaldaskipti eða gagnabjörgun
Tek undir með TheAdder hér að ofan, að ef þetta eru raunverulega mikilvæg gögn, þá ættirðu að skoða með professional gagnabjörgun.
Ef þetta eru hins vegar bara gögn sem þig langar að reyna að bjarga, en skipta ekkert svo miklu máli, þá geturðu prófað USB tengingu fyrir diskinn. Stundum tekst manni að fá diskinn aðeins inn með þeim, fljótlegra en endurræsing á tölvunni og stýrikerfi o.s.frv.
Ef þetta eru hins vegar bara gögn sem þig langar að reyna að bjarga, en skipta ekkert svo miklu máli, þá geturðu prófað USB tengingu fyrir diskinn. Stundum tekst manni að fá diskinn aðeins inn með þeim, fljótlegra en endurræsing á tölvunni og stýrikerfi o.s.frv.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
www.ferdaleit.is