Reglulegur sparnaður - pælingar
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2671
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Reglulegur sparnaður - pælingar
Ákvað að stofna þráð einfaldlega til að fá önnur sjónarmið á hvaða leiðir þið teljið henta í reglulegan sparnað.
Ansi margt í boði
https://www.stefnir.is/#raunavoxtun
https://www.landsbref.is/
https://www.islandssjodir.is/
https://www.iv.is/is/sjodir
https://www.akta.is/
https://www.kvikaeignastyring.is/
https://www.islandsbanki.is/is/flokkur/sparnadur/sjodir
https://www.landsbankinn.is/markadir/sjodir
https://www.arionbanki.is/markadir/sjodir/
https://aurbjorg.is/#/bankareikningar
Vanguard VOO eða Vanguard VTI index fund er eitthvað sem maður hefur skoðað einnig
Endilega deilið visku ykkar með mér
Ansi margt í boði
https://www.stefnir.is/#raunavoxtun
https://www.landsbref.is/
https://www.islandssjodir.is/
https://www.iv.is/is/sjodir
https://www.akta.is/
https://www.kvikaeignastyring.is/
https://www.islandsbanki.is/is/flokkur/sparnadur/sjodir
https://www.landsbankinn.is/markadir/sjodir
https://www.arionbanki.is/markadir/sjodir/
https://aurbjorg.is/#/bankareikningar
Vanguard VOO eða Vanguard VTI index fund er eitthvað sem maður hefur skoðað einnig
Endilega deilið visku ykkar með mér
Last edited by Hjaltiatla on Lau 31. Júl 2021 11:54, edited 1 time in total.
Just do IT
√
√
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 345
- Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
- Staðsetning: Reykjavik
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
Hverju ertu að leita að? Get rich quick eða bónus þegar þú ferð á eftirlaun?
Eitt sem er gott samt að hafa í huga. Allir þessir kostir sem þú listar upp eru betri en að spara ekki neitt
Eitt sem er gott samt að hafa í huga. Allir þessir kostir sem þú listar upp eru betri en að spara ekki neitt
ps5 ¦ zephyrus G14
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2671
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
Er ekkert að leita að neinni töfralausn svo sem, bara skoða hvað öðrum finnst um þessi mál.dadik skrifaði:Hverju ertu að leita að? Get rich quick eða bónus þegar þú ferð á eftirlaun?
Eitt sem er gott samt að hafa í huga. Allir þessir kostir sem þú listar upp eru betri en að spara ekki neitt
t.d hvað hentar fyrir sparnað í 3-5 ár og hvað hentar í sparnað í 10 ár+
Last edited by Hjaltiatla on Lau 31. Júl 2021 13:29, edited 1 time in total.
Just do IT
√
√
-
- 1+1=10
- Póstar: 1115
- Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
- Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
Ég mundi nota Novis - https://tryggir.is/novis/
Þá ertu tryggður fyrir líf, sjúk og örorku með að greiða fast verð per mánuði sem þú ákveður og sparar peninginn. Eftir að hafa borgað 1.000 eða 1.500 evrur þá máttu taka allt út umfram því. Tryggt í þýskalandi og þegar þú ferð á ellilíf þá færðu allt greitt út. Tvær flugur í einu höggi og sleppur við íslensku okurbúlluna með líf og sjúkd.tryggingar.
Þá ertu tryggður fyrir líf, sjúk og örorku með að greiða fast verð per mánuði sem þú ákveður og sparar peninginn. Eftir að hafa borgað 1.000 eða 1.500 evrur þá máttu taka allt út umfram því. Tryggt í þýskalandi og þegar þú ferð á ellilíf þá færðu allt greitt út. Tvær flugur í einu höggi og sleppur við íslensku okurbúlluna með líf og sjúkd.tryggingar.
Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''
My CPU's Hot But My Core Runs Cold
My CPU's Hot But My Core Runs Cold
-
- Vaktari
- Póstar: 2599
- Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
Jú er ekki málið að fjárfesta í fjölbreyttum hlutabréfasjóði. Einhver flottur og ódýr ETF eins og VTI eða VT væri þar efst á lista.
-
- Gúrú
- Póstar: 556
- Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
Er ekki margbuið að vara gegn Novis? Fólk í stökustu vandræðum að fá greitt út?g0tlife skrifaði:Ég mundi nota Novis - https://tryggir.is/novis/
Þá ertu tryggður fyrir líf, sjúk og örorku með að greiða fast verð per mánuði sem þú ákveður og sparar peninginn. Eftir að hafa borgað 1.000 eða 1.500 evrur þá máttu taka allt út umfram því. Tryggt í þýskalandi og þegar þú ferð á ellilíf þá færðu allt greitt út. Tvær flugur í einu höggi og sleppur við íslensku okurbúlluna með líf og sjúkd.tryggingar.
Mæli með að skoða umræðu á fjármálatips á Facebook.
https://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/ ... l-Islands/
-
- FanBoy
- Póstar: 793
- Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
Ég mæli algjörlega gegn Novis, algjört sorp. Þjónustan hræðileg og erfitt að fá greitt út. Þeir hafa "rænt" fólk með því að neita útborgun.
Lenovo Legion 5 - 2020 | Zyxel NAS 16TB | LG B8 OLED | PS5 | Klipsch 5.0 | Yamaha |
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
Fólk á Fjármálatips (ath ég hef ekki eigin reynslu á Novis) eru í gríð og erg að mæla gegn þeim.g0tlife skrifaði:Ég mundi nota Novis - https://tryggir.is/novis/
Þá ertu tryggður fyrir líf, sjúk og örorku með að greiða fast verð per mánuði sem þú ákveður og sparar peninginn. Eftir að hafa borgað 1.000 eða 1.500 evrur þá máttu taka allt út umfram því. Tryggt í þýskalandi og þegar þú ferð á ellilíf þá færðu allt greitt út. Tvær flugur í einu höggi og sleppur við íslensku okurbúlluna með líf og sjúkd.tryggingar.
-
- Vaktin er ávanabindandi
- Póstar: 1676
- Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
- Staðsetning: Við tölvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
Eftir bankahrunið er minn aðal sparnaður bara bankabók bundin í 12 mánuði (Fastvaxareikningur). Síðan leik ég mér smá með hlutabréf og crypto.
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
-
- Vaktari
- Póstar: 2599
- Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
Uss ef þú hefðir skelt cash í solid ETF strax eftir hrun þá værirðu búinn að sexfalda peninginn !ZiRiuS skrifaði:Eftir bankahrunið er minn aðal sparnaður bara bankabók bundin í 12 mánuði (Fastvaxareikningur). Síðan leik ég mér smá með hlutabréf og crypto.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 345
- Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
- Staðsetning: Reykjavik
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
Þetta fer pínu eftir hvar þú ert staddur í lífinu, hvort þú þolir meiri áhættur eða minni. Ef þú skoðar yfirlit yfir sjóðina hjá bönkunum sérðu t.d að þeir sjóðir sem eru með mestu ávöxtunina eru yfirleitt með mestu sveiflunar milli ára. Ef þú ert tilbúinn að fjárfesta í 5-10 ár og ert tiltölulega ungur er ekkert mál að fjárfesta í svoleiðis sjóði, enda ertu að fjárfesta til það langs tíma að sveiflurnar ná að jafnast út.Hjaltiatla skrifaði:Er ekkert að leita að neinni töfralausn svo sem, bara skoða hvað öðrum finnst um þessi mál.dadik skrifaði:Hverju ertu að leita að? Get rich quick eða bónus þegar þú ferð á eftirlaun?
Eitt sem er gott samt að hafa í huga. Allir þessir kostir sem þú listar upp eru betri en að spara ekki neitt
t.d hvað hentar fyrir sparnað í 3-5 ár og hvað hentar í sparnað í 10 ár+
Bankarnir lista yfirleitt upp áhættustigið á hverjum sjóði fyrir sig, sem er í raun hversu miklar sveiflur í ávöxtun þú getur séð frá ári til árs. Ef þú skoðar þetta betur sérðu að hlutabréfasjóðir eru yfirleitt áhættusamastir, þar á eftir skuldabréfasjóðir fyrirtækja og áhættuminnst eru svo skuldabréf ríkis og sveitarfélaga. Lang áhættusömust eru svo hlutabréf einstakra fyrirtækja - en þar er líka hagnaðarvonin mest.
Gallinn við íslenska markaðinn er að öll viðskipti eru dýr. Þú ert rukkaður fyrir hver kaup og sölu og í sumum tilfellum borgarðu umsýslugjald sem er föst prósenta af fjárfestingunni (þetta er mjög ólíkt umhverfinu erlendis þar sem RobinHood og Vanguard rukka nánast ekkert fyrir viðskiptin). Þú ert ekkert að fara í eitthvavð daytrade á þessum íslensku töxtum. Bankarnir bjóða reyndar aflslætti af umsýslugjöldunum ef þú ert í áskrift að sjóðum hjá þeim sem hjálpar töluvert.
Svo eru til endalausar strategíur varðandi hvernig eignasafnið hjá þér á að líta út mtt ávöxtuna og áhættu (CAPM, etc) , en fyrir okkur amatörana er einfalt að splitta þessu upp - t.d. 50/25/25 (eða hvernig sem þú vilt gera þetta). Ein strategían gæti t.d. litið svona út:
50% - Stefnir Skuldabréfaval [ur]lhttps://www.stefnir.is/sjodir/upplysingablad/?i ... d385b75e5c[/url]
25% - Stefnir Innlend hlutabréf https://www.stefnir.is/sjodir/upplysing ... d385b75e5c
25% - Stefnir Scandinavian fund https://www.stefnir.is/sjodir/upplysing ... d385b75e5c
Þarna ertu með innlend skuldabréf í bland við hlutabréf á íslandi og erlendis (til að covera gengisáhættuna).
ps5 ¦ zephyrus G14
-
- Vaktin er ávanabindandi
- Póstar: 1676
- Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
- Staðsetning: Við tölvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
Nákvæmlega það sama og þeir sögðu fyrir hrun með gjaldeyrislán og íslensk hlutabréf...SolidFeather skrifaði:Uss ef þú hefðir skelt cash í solid ETF strax eftir hrun þá værirðu búinn að sexfalda peninginn !
En já fyrir OP: Ekki setja öll eggin í sömu körfuna, það er það mikilvægasta í öllum fjárfestingum, dreifðu áhættunni.
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
-
- Vaktari
- Póstar: 2599
- Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
Já akkúrat, þessvegna seturðu cash í diverse etf eins og t.d. VT en ekki bara íslensk hlutabréf. Veit ekki alveg hvað gjaldeyrislán koma málinu við.ZiRiuS skrifaði:Nákvæmlega það sama og þeir sögðu fyrir hrun með gjaldeyrislán og íslensk hlutabréf...SolidFeather skrifaði:Uss ef þú hefðir skelt cash í solid ETF strax eftir hrun þá værirðu búinn að sexfalda peninginn !
En já fyrir OP: Ekki setja öll eggin í sömu körfuna, það er það mikilvægasta í öllum fjárfestingum, dreifðu áhættunni.
Jafnvel þó þú hefðir fjárfest í VT þegar það var sem hæst rétt fyrir hrun þá værirðu samt búinn að fjórfalda peninginn.
Last edited by SolidFeather on Lau 31. Júl 2021 22:45, edited 2 times in total.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1726
- Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
Nú prófaði ég að leita eftir Novis á fjármálatips.Mossi__ skrifaði:Fólk á Fjármálatips (ath ég hef ekki eigin reynslu á Novis) eru í gríð og erg að mæla gegn þeim.g0tlife skrifaði:Ég mundi nota Novis - https://tryggir.is/novis/
Þá ertu tryggður fyrir líf, sjúk og örorku með að greiða fast verð per mánuði sem þú ákveður og sparar peninginn. Eftir að hafa borgað 1.000 eða 1.500 evrur þá máttu taka allt út umfram því. Tryggt í þýskalandi og þegar þú ferð á ellilíf þá færðu allt greitt út. Tvær flugur í einu höggi og sleppur við íslensku okurbúlluna með líf og sjúkd.tryggingar.
Ég er nýlega byrjaður að borga í þetta og fór vel yfir þetta með "ráðgjafanum" sem kom í heimsókn.
Það sem ég sé er að allir sem eru að lenda í vandræðum með Novis eru að leggja peninga í langtímasparnað en ætla svo að taka hann út eftir 2-3 ár eða jafnvel styttra. Mér persónulega finnst það ekki meika sense. Það eru til aðrar leiðir til sparnaðar til styttri tíma en eru auðvitað með minni ávöxtun enda ekki langtíma sparnaðarleiðir.
Ég er búinn að vera með svipaðan sparnað hjá Bayern Líf síðan minnir mig 2008 og þegar Covid tók á þá gat ég tekið allt út þar með ávöxtun og þannig komið mér úr verulegri kreppu. Hélt samt áfram með þann sparnað og bætti í raun í. Það er samt sama sagan þar, þetta er langtíma sparnaður og fyrstu 5 árin ertu í raun að borga kostnað þannig eins og með Novis, ef þú hættir þar eftir 2-3 ár ertu að fá lítið sem ekki neitt til baka.
Síðan þegar Novis sölum...ehm tryggingaráðgjafinn kom í heimsókn þá ákvað ég að henda auka 10 kalli á mánuði í high risk sparnað þar sem það er í raun upphæð sem færi annars í eitthvað algjörlega óþarfi. Ég veit að ég get ekki tekið neitt af því sem ég borga út næstu 5 árin enda er stefnan tekin á að taka allt út eftir 30 ár. High-risk factorinn gerir það að verkum að það getur verið umtalsverð upphæð, eða ekki neitt, og ég tel með vera andlega tilbúinn undir að það verði ekki neitt en stóla þó á að fá amk það sem ég hef lagt í þetta til baka.
Viðbótarlífeyrissparnaður er t.d. valbundinn sparnaður sem þú færð ekkert endurgreitt úr ef þú ákveður að hætta að borga í hann. Þú þarft að bíða þar til komið er að því að nýta ellilífeyrir til að fá til baka það sem þú átt inni þar.
Vandamálið virðist ekki vera Novis, heldur fólk sem er ekki að fatta hvað það er að skrá sig í.
En kannski er ég að gera vitleysu, og sit uppi með sárt ennið eftir 30 ár. Það bara kemur í ljós.
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
-
- Vaktin er ávanabindandi
- Póstar: 1676
- Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
- Staðsetning: Við tölvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
Ég er nú langt í frá einhver fjármálagaur, þessvegna spyr ég eins og nýliði, lækka etf ekki í fjármálakreppum? Ef þau lækka getur þú þá ábyrgst það að þú tapir ekki pening á þessu ef það kemur annað hrun, jafnvel stærra en 2007? Því það er nokkuð öruggt að það mun gerast í framtíðinni. Ég ætla ekki að vera gaurinn með álpappírshattinn hans Guðjóns en að setja sparnaðinn þinn í svona fjárfestingar er áhætta. Ég tapaði fullt af pening í síðasta hruni þó ég var með skynsamar fjárfestingar.SolidFeather skrifaði:Já akkúrat, þessvegna seturðu cash í diverse etf eins og t.d. VT en ekki bara íslensk hlutabréf. Veit ekki alveg hvað gjaldeyrislán koma málinu við.ZiRiuS skrifaði:Nákvæmlega það sama og þeir sögðu fyrir hrun með gjaldeyrislán og íslensk hlutabréf...SolidFeather skrifaði:Uss ef þú hefðir skelt cash í solid ETF strax eftir hrun þá værirðu búinn að sexfalda peninginn !
En já fyrir OP: Ekki setja öll eggin í sömu körfuna, það er það mikilvægasta í öllum fjárfestingum, dreifðu áhættunni.
Jafnvel þó þú hefðir fjárfest í VT þegar það var sem hæst rétt fyrir hrun þá værirðu samt búinn að fjórfalda peninginn.
Það sem ég meinti með mínu fyrra commenti var að fyrir hrun voru íslensk hlutabréf the shit og allir voru að græða fjórfalt. Allir tóku gjaldeyrislán því þau voru hagstæðari (með meiri áhættu auðvitað) og svo framvegis.
Ef þú vilt vera með mesta öryggið á peningunum þínum, sem er auðvitað ekki hagstæðasta lausnin, að þá er góð bankabók málið. Ég myndi ekki flokka hlutabréfaviðskipti sem sparnað...
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 344
- Skráði sig: Fim 26. Des 2002 23:38
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
Sýnist í fljótu bragði að markaðsmál ráði ríkjum hjá Novis.is/tryggir.is. Fjármálastarfssemi virðist vera í öðru sæti. Það hlýtur að hringja viðvörunarbjöllum fyrir flesta.
Þetta fyrirtæki hringdi í mig eitt sinn þrátt fyrir að mitt númer væri skráð á öllum bannlistum sem hægt er að skrá sig á. Eitthvað kostar að cold-calla fólk.
Vanguard U.S. 500 Stock Index Fund (Bandaríkjasjóður) er líklegast nokkuð sniðugur kostur - https://www.islandsbanki.is/is/vara/spa ... uard-group
Þetta fyrirtæki hringdi í mig eitt sinn þrátt fyrir að mitt númer væri skráð á öllum bannlistum sem hægt er að skrá sig á. Eitthvað kostar að cold-calla fólk.
Vanguard U.S. 500 Stock Index Fund (Bandaríkjasjóður) er líklegast nokkuð sniðugur kostur - https://www.islandsbanki.is/is/vara/spa ... uard-group
Last edited by Sultukrukka on Sun 01. Ágú 2021 09:47, edited 5 times in total.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1726
- Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
Þetta er bara sama taktík og hefur verið notuð í mörg ár af allskonar fyrirtækjum.Sultukrukka skrifaði:Þetta fyrirtæki hringdi í mig eitt sinn þrátt fyrir að mitt númer væri skráð á öllum bannlistum sem hægt er að skrá sig á. Eitthvað kostar að cold-calla fólk.
Á öllum bannlistum er fyrirtækjum ekki heimilað að hafa samband til að reyna að selja þér eitthvað.
En það má alltaf hringja í þig til að bjóða þér ókeypis ráðgjöf og það er þess vegna sem sölumennirnir eru ekki titlaðir sem sölumenn heldur tryggingaráðgjafar...
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2671
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
Takk fyrir þetta svar.dadik skrifaði:Hjaltiatla skrifaði:dadik skrifaði:
Svo eru til endalausar strategíur varðandi hvernig eignasafnið hjá þér á að líta út mtt ávöxtuna og áhættu (CAPM, etc) , en fyrir okkur amatörana er einfalt að splitta þessu upp - t.d. 50/25/25 (eða hvernig sem þú vilt gera þetta). Ein strategían gæti t.d. litið svona út:
50% - Stefnir Skuldabréfaval [ur]lhttps://www.stefnir.is/sjodir/upplysingablad/?i ... d385b75e5c[/url]
25% - Stefnir Innlend hlutabréf https://www.stefnir.is/sjodir/upplysing ... d385b75e5c
25% - Stefnir Scandinavian fund https://www.stefnir.is/sjodir/upplysing ... d385b75e5c
Þarna ertu með innlend skuldabréf í bland við hlutabréf á íslandi og erlendis (til að covera gengisáhættuna).
Maður er einmitt að pæla í að fara í blandaða leið. Mun greiða einhverja upphæð aukalega inná fasteignarlán mánaðarlega ásamt því að þreifa fyrir mér hvaða fjárfestingaleiðir gætu hentað samhliða því.
Var að endurfjármagna fasteignarlánið mitt og á minn varasjóð þannig að maður þarf að fara skoða aðrar leiðir til að ávaxta aurinn. Er þá að skoða leiðir sem bjóða uppá 4,35 % ávöxtun eða meira (Annars get ég þannig séð verið að greiða aukalega inná fasteignarlánið mitt)
Núverand lán
Óverðtryggt - fastir vextir 4.35 % í 3 ár - Fyrsti gjalddagi 1.9.2021
Fyrra lán
Verðtryggt - Fastir vextir 4,43 % í 5 ár - Fyrsti gjalddagi 1.7.2018
Óverðtryggt - fastir vextir 6,1 % í 5 ár - Fyrsti gjalddagi 1.7.2018
Last edited by Hjaltiatla on Sun 01. Ágú 2021 12:00, edited 1 time in total.
Just do IT
√
√
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
Ég ætla að vera einfaldur og segja að þetta sé bara hið besta mál.Hjaltiatla skrifaði:Annars get ég þannig séð verið að greiða aukalega inná fasteignarlánið mitt
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
www.ferdaleit.is
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
x2Klemmi skrifaði:Ég ætla að vera einfaldur og segja að þetta sé bara hið besta mál.Hjaltiatla skrifaði:Annars get ég þannig séð verið að greiða aukalega inná fasteignarlánið mitt
langöruggasta leiðin til að ávaxta peninginn
5600x | DH-15 | ASUS GTX 1060 6GB | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2671
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
Ekkert að því að gera það, t.d 1 miljón á ári án þess að greiða einhverja tölu í uppgreiðslugjald (allavegana hjá mér).Klemmi skrifaði:Ég ætla að vera einfaldur og segja að þetta sé bara hið besta mál.Hjaltiatla skrifaði:Annars get ég þannig séð verið að greiða aukalega inná fasteignarlánið mitt
Það getur líka hentað að eiga möguleikann á að komast í lausafjármagn (án þess að þurfa að taka bankalán) sem er ekki bundið í fasteign ef þú sérð mögulega einhver tækifæri á markaðnum (ekkert endilega hlutabréfamarkaðnum) þess vegna er ég að skoða það að greiða ekki alla upphæð sem maður vill spara inná fasteignarlán.
Just do IT
√
√
-
- Vaktari
- Póstar: 2599
- Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
Ég er heldur enginn fjármálagaur og er frekar nýlega byrjaður að pæla í þessu. Ég rak mig frekar fljótt á að ETF sjóðir eru málið fyrir þá sem vilja ávaxta peninginn skynsamlega. Mæli með að tékka á Boglehead:ZiRiuS skrifaði: Ég er nú langt í frá einhver fjármálagaur, þessvegna spyr ég eins og nýliði, lækka etf ekki í fjármálakreppum?
https://www.bogleheads.org/wiki/Main_Page
https://www.bogleheads.org/wiki/Boglehe ... n_possible
En jú ETF lækka í kreppum, nú seinast þegar covid gekk í garð, þú sérð dýfuna á myndinni hér fyrir ofan. En þeir ná sér alltaf aftur.
Já það er mjög ólíklegt að maður tapi pening á þessu nema að þú panic seljir á slæmum tíma. Ef t.d. S&P500 þurkast út þá erum við ábyggilega stödd í miðju kjarnorkustríði á leiðinni aftur á steinöld.ZiRiuS skrifaði: Ef þau lækka getur þú þá ábyrgst það að þú tapir ekki pening á þessu ef það kemur annað hrun, jafnvel stærra en 2007?
Málið er bara að svona ETF geta verið svo svakalega diverse. T.d. ef þú kaupir í S&P500 ETF þá ertu í raun að kaupa brot í stærstu 500 fyrirtækjum í USA. Svo geturðu keypt í ETF sem trackar FTSE Global All Cap Index þá ertu að kaupa í 9074 fyrirtækjum útum allan heim. Þetta er mjög algeng fjárfestingarleið í FIRE heiminum. Þetta eru sjóðir sem þú heldur áfram að dæla pening í sama hvað gerist. Þetta er ekki get rich quick sheme heldur langtíma fjárfesting svo þú getur átt pening í ellinni.ZiRiuS skrifaði: Því það er nokkuð öruggt að það mun gerast í framtíðinni. Ég ætla ekki að vera gaurinn með álpappírshattinn hans Guðjóns en að setja sparnaðinn þinn í svona fjárfestingar er áhætta. Ég tapaði fullt af pening í síðasta hruni þó ég var með skynsamar fjárfestingar.
Þetta er auðvitað fjárfesting, OP virðist frekar vera að leita að því heldur en sparnaði miðað við linkana sem hann setti inn.ZiRiuS skrifaði: Ef þú vilt vera með mesta öryggið á peningunum þínum, sem er auðvitað ekki hagstæðasta lausnin, að þá er góð bankabók málið. Ég myndi ekki flokka hlutabréfaviðskipti sem sparnað...
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
Uppgreiðslugjaldið er að hámarki 1% á nýjum lánum, og það er líklega minni kostnaður heldur en umsýslugjöld og þess háttar á mörgum öðrum fjárfestingakostum. Við erum að tala um 10þús kall á hverja milljón.Hjaltiatla skrifaði:Ekkert að því að gera það, t.d 1 miljón á ári án þess að greiða einhverja tölu í uppgreiðslugjald (allavegana hjá mér).
Það getur líka hentað að eiga möguleikann á að komast í lausafjármagn (án þess að þurfa að taka bankalán) sem er ekki bundið í fasteign ef þú sérð mögulega einhver tækifæri á markaðnum (ekkert endilega hlutabréfamarkaðnum) þess vegna er ég að skoða það að greiða ekki alla upphæð sem maður vill spara inná fasteignarlán.
Hins vegar er það rétt hjá þér að þá ertu með peninginn bundinn í fasteigninni / láninu, en á móti kemur að þetta er fjárfestingarleið sem er auðvelt að fá lán fyrir, og einnig nokkuð örugg ávöxtun.
Fyrir þá sem hafa möguleikann á því, eru tilbúnir til að taka smá áhættu og nenna að standa í, þá getur það verið góð fjárfesting að skuldsetja sig meira til að fá dýrari fasteign með útleigumöguleikum. M.v. hvað fasteignaverð hefur hækkað síðustu ár, þá getur útleigueiningin jafn vel staðið undir kostnaði við aukna skuldsetningu, og þessi aukna skuldsetning ávaxtað sig um ~10% á ári (s.s. með hækkun fasteignaverðs).
Þetta er leiðin sem við eiginkonan fórum, stækkuðum við okkur húsnæði með aukinni skuldsetningu upp á 40m, útbjuggum útleigueiningu sem við leigjum út á 150þús á mánuði, sem skilar um 125þús eftir skatta og aukinn kostnað, s.s. hita og rafmagn, sem er nálægt því að standa undir afborgunum af þessum auka 40m. Á tveimur árum er fasteignin búin að hækka um ~15m umfram það sem fyrri fasteign hefur hækkað.
Auðvitað er nýrri eignin dýrari í rekstri, þ.e. fasteignagjöld, tryggingar, viðhald o.s.frv, en þegar öllu er á botninn hvolft, þá er hækkun fasteignaverðs langt umfram þann mun. Það eru auðvitað möguleikar þarna úti með hærri ávöxtun, en það er hins vegar erfitt og hættulegt að fá lánsfé fyrir slíku braski, held að það sé erfitt að finna öruggari fjárfestingu heldur en í húsnæði.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
www.ferdaleit.is
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2671
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
Já , þetta er áhugaverð pæling. Hef pælt í þessu, að því sögðu þegar kemur að heimilinu mínu þá myndi ég helst vilja eiga það skuldlaust áður en ég færi að auka við skuldir til að eignast fleiri fasteignir. Að sjálfsögðu er staður og stund fyrir svona ákvarðanir, en þetta er góð hugmynd þar til eitthvað óvænt kemur upp,´ég er frekar íhaldssamur hvað varðar að safna skuldum í mínum persónulegu fjármálum. Síðan er ég soldið fastur á því að vera ekki með öll eggin í sömu körfunni.Klemmi skrifaði: Fyrir þá sem hafa möguleikann á því, eru tilbúnir til að taka smá áhættu og nenna að standa í, þá getur það verið góð fjárfesting að skuldsetja sig meira til að fá dýrari fasteign með útleigumöguleikum. M.v. hvað fasteignaverð hefur hækkað síðustu ár, þá getur útleigueiningin jafn vel staðið undir kostnaði við aukna skuldsetningu, og þessi aukna skuldsetning ávaxtað sig um ~10% á ári (s.s. með hækkun fasteignaverðs).
Þetta er leiðin sem við eiginkonan fórum, stækkuðum við okkur húsnæði með aukinni skuldsetningu upp á 40m, útbjuggum útleigueiningu sem við leigjum út á 150þús á mánuði, sem skilar um 125þús eftir skatta og aukinn kostnað, s.s. hita og rafmagn, sem er nálægt því að standa undir afborgunum af þessum auka 40m. Á tveimur árum er fasteignin búin að hækka um ~15m umfram það sem fyrri fasteign hefur hækkað.
Last edited by Hjaltiatla on Sun 01. Ágú 2021 17:02, edited 2 times in total.
Just do IT
√
√
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2671
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Reglulegur sparnaður - pælingar
Er svona hægt og rólega að komast að niðurstöðu. Er staðsettur sirka hérna í augnablikinu.
Erlend fjárfesting - Vanguard VOO og Vanguard VTI
Er búinn að sækja um account hjá Interactive brokers https://www.interactivebrokers.co.uk/en/home.php
Það kostar ekki að vera með account hjá þeim og hægt að millifæra í gegnum banka , mér skilst að það sé kostnaðasamara að nota kreditkort í svona pælingu þ.e þegar maður ætlar að nota online broker til að fjárfesta.
það kostar 700 kr hver SEPA færsla hjá Landssbankanum þ.e Evrugreiðsla innan Evrópu (SEPA) framkvæmd í netbanka.
Innlend fjárfesting - Áskriftir í sjóðum - Er ennþá að að greina kjör og þóknanir sem þessir sjóðir bjóða og hversu mikla áhættu ég þoli.
https://www.keldan.is/market/funds
Erlend fjárfesting - Vanguard VOO og Vanguard VTI
Er búinn að sækja um account hjá Interactive brokers https://www.interactivebrokers.co.uk/en/home.php
Það kostar ekki að vera með account hjá þeim og hægt að millifæra í gegnum banka , mér skilst að það sé kostnaðasamara að nota kreditkort í svona pælingu þ.e þegar maður ætlar að nota online broker til að fjárfesta.
það kostar 700 kr hver SEPA færsla hjá Landssbankanum þ.e Evrugreiðsla innan Evrópu (SEPA) framkvæmd í netbanka.
Innlend fjárfesting - Áskriftir í sjóðum - Er ennþá að að greina kjör og þóknanir sem þessir sjóðir bjóða og hversu mikla áhættu ég þoli.
https://www.keldan.is/market/funds
Last edited by Hjaltiatla on Mán 02. Ágú 2021 10:41, edited 2 times in total.
Just do IT
√
√