Playstation 5 hávær kælivifta

Svara
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Playstation 5 hávær kælivifta

Póstur af GuðjónR »

Þið sem eigið PS5 unnuð þið í viftu happdrættinu eða ekki?
Ég keypti eina á föstudaginn og finnst hún full hávær fyrir minn smekk, mun háværari en PS4.
Sit í 4-5 metra fjarlægð og heyri hummið í viftunni þrátt fyrir að leikurinn sé í gangi og hljóðið í gegn um soundbarinn.

Kannski er þetta eitthvað sem venst en kannski ekki. Eftir smá googl þá virðist þetta vera þekkt, Sony notar viftur frá fimm framleiðendum líklega vegna skorts á viftum út af heimsfaraldri, vifturnar eru því misgóðar. Sumar eru 17 blaða meðan aðrar eru 23, þessar 23 blaða eru sagðar hljóðlátari.

Það er hægt að panta 23 blaða hljóðlátar viftur að utan fyrir ~$100 með flutningi og það er auðvelt að skipa um.
Hér er síða þar sem menn hafa verið að panta silent viftur. Nokkrar umsagnir:
This fan is much quieter than the Nidec fan that came included with my PS5. It no longer has that annoying pulsing/UFO sound that could even pierce through my headphone
The NMB fan is much better than the Nidec fan.
The Nidec would give me a headache after 20 minutes of use, and now since installing the NMB I can’t hear a thing.
I originally got a PS5 with the Nidec 17 blade fan and it would never be quiet. Even when the system was idle, it would make a high-pitched noise that you just couldn't ignore. After I installed this fan, it completely solved the problem. This thing is SILENT. This is the one you're looking for if you want to fix the high-pitched noise.
Og hér er fræðandi grein á Tom´s Guide um þetta .

Fann þetta video á youtube sem er nokkuð lýsandi fyrir það sem ég er að tala um.
Skjámynd

Stingray80
spjallið.is
Póstar: 416
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 16:28
Staða: Ótengdur

Re: Playstation 5 hávær kælivifta

Póstur af Stingray80 »

Heyrist gott sem ekkert í minni, er með hana á borðinu við hliðin á mér.

dadik
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 345
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Staðsetning: Reykjavik
Staða: Ótengdur

Re: Playstation 5 hávær kælivifta

Póstur af dadik »

Sama hér, heyrist ekkert í minni
ps5 ¦ zephyrus G14
Skjámynd

peturthorra
FanBoy
Póstar: 793
Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Playstation 5 hávær kælivifta

Póstur af peturthorra »

Hef aldrei heyrt í minni, svo ég vann greinilega í PS lottóinu
Lenovo Legion 5 - 2020 | Zyxel NAS 16TB | LG B8 OLED | PS5 | Klipsch 5.0 | Yamaha |

TheAdder
has spoken...
Póstar: 160
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Staða: Ótengdur

Re: Playstation 5 hávær kælivifta

Póstur af TheAdder »

Mín heldur alveg kjafti.
Væri ekki ráð að henda upp óformlegri könnun og athuga hvaða hlutfall vaktara fengu hávaðabelg?
Last edited by TheAdder on Sun 25. Júl 2021 20:48, edited 1 time in total.
Skjámynd

ChopTheDoggie
Geek
Póstar: 840
Skráði sig: Þri 15. Des 2015 01:27
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Playstation 5 hávær kælivifta

Póstur af ChopTheDoggie »

Sama hér, heyrist ekkert og er bara uppá borði við hliðiná mér
ASRock B550M Steel Legend | 2x8GB Aorus 3200Mhz | R5 3600 | RTX 2070 Super | Seasonic Focus+ Gold | Predator XB271HU

ColdIce
/dev/null
Póstar: 1374
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Playstation 5 hávær kælivifta

Póstur af ColdIce »

Sit upp við mína og heyri smotterí
Eplakarfan: Apple Watch S6 LTE | iPad Air 2020 | iPad Pro 12.9” | Apple TV 4K | iPhone 13 Pro Max | Airpods Pro
Tölvan: Lenovo IdeaPad L340 | PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro
Útiveran: Ford Kuga | Kangoo | Zero 10X | Bettinsoli | Savage B22 | Savage Apex 110 Predator XP

Gurka29
Græningi
Póstar: 35
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Playstation 5 hávær kælivifta

Póstur af Gurka29 »

Heyri ekki múkk í minni er svona 1.8 meter frá henni.
Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3773
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Staða: Ótengdur

Re: Playstation 5 hávær kælivifta

Póstur af Tiger »

Dead silent!
Mynd
Skjámynd

Longshanks
Nörd
Póstar: 128
Skráði sig: Fös 12. Apr 2019 21:19
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Playstation 5 hávær kælivifta

Póstur af Longshanks »

Mín er mjög hljóðlát líka, ég myndi heimta annað eintak.
10900KF - Strix 2080ti - Z490 Gigabyte Aorus Pro AX - Corsair 32GB 3600MHz - CoolerMaster V850 Gold v2 - Custom Loop - LianLi O11D XL - PS5 - XBox One S

twacker
Nýliði
Póstar: 22
Skráði sig: Fim 30. Sep 2010 14:04
Staða: Ótengdur

Re: Playstation 5 hávær kælivifta

Póstur af twacker »

Heyrist smá surg í minni þegar viftan fer af stað, ekki jafn mikið og í þessu myndbandi. Fékk henni skipt út fyrir nýja og það var nákvæmælega sama sagan.
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Playstation 5 hávær kælivifta

Póstur af GuðjónR »

Ég reyndi að harka þetta leiðindar hljóð af mér en gafst upp, tók smá video svipað því sem er hér að ofan og sendi á sena.is
Fékk svo svar í morgun að tölvunni yrði skipt út í næstu viku. Krossa fingur að verða heppnari með viftu.
Verð að hæla þeim fyrir snögg og jákvæð viðbrögð.
Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1726
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Playstation 5 hávær kælivifta

Póstur af Danni V8 »

Engin svona hljóð í minni.
Hinsvegar er hún við hliðiná PC tölvunni með sínum viftu hljóðum og fyrir neðan hana er Fanatec stýri sem er með fáránlega háværa viftu haha
Mynd
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

axyne
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1695
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Playstation 5 hávær kælivifta

Póstur af axyne »

Heyri nánast ekkert í minni, en fannst hún vera að fara taka af stað þegar ég notaði geisladrifið einu sinni þegar ég var að setja inn leik.
Electronic and Computer Engineer
Svara