Jón Ragnar skrifaði:
Sá ekki betur en maður er skuldbundinn í 180 daga eftir kaup?
Þessir 180 dagar eru hefðbundnar söluhömlur á seljandanum og tengjast ekki þeim sem tóku þátt í útboðinu. Það þýðir að ríkið má að jafnaði ekki selja fleiri hluti af bankanum næsta hálfa árið en þú mátt selja og kaupa bréfin á markaði eins og þú kýst.
urban skrifaði:
hvernig á þetta að vera skam ?
Það er engin annar að fara að hagnast á bréfunum hans Guðjóns en Guðjón.
Það geta alveg aðrir hagnast á restinni sem að á eftir að selja, það geta líka allir tapað á þessu, en það er engin annar að fara að hagnast á hlutnum hans Guðjóns (bara svona svo að ég nefni hann)
auðvitað á síðan eftir að selja helling í bankanum ennþá, auðvitað er alveg hægt að einkavinavæða þann hluta og álíka, en kommon, menn eru komnir með sinn hluta af bankanum í hendurnar, það er rosalega erfitt að fakea það.
Hvert heldurðu eiginlega að peningarnir hanns Guðjóns hafi farið? Þeir fóru beint í bankann, svo að ef einhver í bankanum er að gera eitthvað shady, þá var Guðjón að setja peninga beint í vasan hjá þeim einstakling.
Ef að ég kaupi tölvu frá þér þá fara peningarnir ekki beint í tölvuna.
Þeir fara til þín.
Rúmir fimm millljarðar skiptu um hendur í gær eða yfir 10% bréfanna. Greinilegt að margir eru að innleysa skyndi hagnað og alvörufjárfestar sæta lagi og kaupa enda gengið ennþá lágt. 20% ávöxtun á nokkrum mínútum er ekki slæmt en ég ætla að bíða, þessi bréf eiga svo mikið meira inni.
Viðhengi
BB9411F1-D920-4C0D-A2E6-47AAECC1946F.png (271.97 KiB) Skoðað 2977 sinnum
412813AB-C42B-4D78-827A-63AB9D19AF88.png (266.52 KiB) Skoðað 2977 sinnum
Ég gat ekki talað sjálfan mig á meira en 80þúsund fyrir íslenskan markað, búinn að horfa á eftir alltof miklu hérna heima. Verð sáttur ef ég næ út 3090 fyrir þetta eftir 2-3 ár (svona þegar 3090 suppy fer að komast í lag )
Jæja GuðjónR , hvort viltu vera kallaður hákarl eða ryksuga
Hákarl! hahahaha...
Ég er alveg sammála Þorvaldi Gylfasyni, ástandið í dag er farið að minna ískyggilega á tímann sitthvoru megin við hrunið.
Einkavinavæðing bankanna og Símans, auðvelt aðgengi að húsnæðislánum bankanna og hvernig fasteignaverð hækkaði út í eitt og svo rétt eftir hrun stofnun WOW.
Allt þetta er að gerast aftur.
Það eru 2 milljarðar hluta í Íslandsbanka á markaði, ef allir hlutir fá jafn margar krónur í arð, hvað þarf þá arðgreiðslan að vera til að þínir 12.000 hlutir skili einhverju sem skiptir þig máli?
Það eru 2 milljarðar hluta í Íslandsbanka á markaði, ef allir hlutir fá jafn margar krónur í arð, hvað þarf þá arðgreiðslan að vera til að þínir 12.000 hlutir skili einhverju sem skiptir þig máli?
Það tikkar allt, en það sem mestu máli skiptir er að þessi flotta afkoma hækkar virði bankans.
Gengið stökk úr 105 í 108.5 strax við opnun í morgun.
Eftir næsta uppgjör/arðgreiðslur þá spái ég að gengið verði amk 137 (kannski fyrr), ég myndi vilja eiga þessa hluti þangað til gengið nær 158 en þá er virðið tvöfalt meira en á kaupdegi. Það er ekkert óraunhæft, bara spurning hversu langan tíma það tekur.
Það eru 2 milljarðar hluta í Íslandsbanka á markaði, ef allir hlutir fá jafn margar krónur í arð, hvað þarf þá arðgreiðslan að vera til að þínir 12.000 hlutir skili einhverju sem skiptir þig máli?
Það tikkar allt, en það sem mestu máli skiptir er að þessi flotta afkoma hækkar virði bankans.
Gengið stökk úr 105 í 108.5 strax við opnun í morgun.
Eftir næsta uppgjör/arðgreiðslur þá spái ég að gengið verði amk 137 (kannski fyrr), ég myndi vilja eiga þessa hluti þangað til gengið nær 158 en þá er virðið tvöfalt meira en á kaupdegi. Það er ekkert óraunhæft, bara spurning hversu langan tíma það tekur.
Setjandi á mig spámannshattinn segi ég að þessi hækkun (105->108,5) séu fleiri krónur en þú færð í arðgreiðslur (3,5 kr per hlut, myndi vera 7 milljarða arðgreiðsla. Einhverstaðar sá ég að bankinn miðaði við 50% af hagnaði í arðgreiðslur, svo það væri þá 14 milljarða hagnaður fyrir árið).
Ég giska svo á að gengið hækki fyrir og lækki eftir að arðgreiðslur hafi verið greiddar út.
Þessi fækkun hluthafa var svo fyrirsjánaleg, það heldur aftur af hækkunum meðan fólk sættir sig við 35% hagnað.
Þegar litlu hluthöfunum fækkar þá neyðast hákarlarnir til að borga hærra verð fyrir útistandandi hluti og verðið fer upp. https://www.visir.is/g/20212133038d/hlu ... ur-thusund
GuðjónR skrifaði:Þessi fækkun hluthafa var svo fyrirsjánaleg, það heldur aftur af hækkunum meðan fólk sættir sig við 35% hagnað.
Þegar litlu hluthöfunum fækkar þá neyðast hákarlarnir til að borga hærra verð fyrir útistandandi hluti og verðið fer upp. https://www.visir.is/g/20212133038d/hlu ... ur-thusund
"Sætta sig við" bara 35% ávöxtun á mánuði... Þú verður ansi fljótt ríkur með þá ávöxtunar kröfu ef það gengur eftir.