Bestu þráðlaustu heyrnartólin 2021?

Svara
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Bestu þráðlaustu heyrnartólin 2021?

Póstur af GuðjónR »

Ég er að spá í að kaupa þráðlaus heyrnartól næst þar sem Sennheiser Game One eru byrjuð að beila á mig, static hljóð með mic þegar hann er á mute (uppi).

Er búinn að lesa slatta af reviews og er eiginlega spenntastur fyrir Razer BlackShark V2 Pro Er einhver hér sem hefur reynslu af þessum heyrnartólum? Þá væri gott að fræðast um kosti og galla.
Einnig reynslusögur af öðrum góðum þráðlaustum heyrnartólum vel þegnar.
Viðhengi
blacksharpv2pro.jpeg
blacksharpv2pro.jpeg (7.33 KiB) Skoðað 3264 sinnum
Skjámynd

einar1001
Nörd
Póstar: 147
Skráði sig: Fös 16. Sep 2016 19:45
Staðsetning: Reykjanesbæ
Staða: Ótengdur

Re: Bestu þráðlaustu heyrnartólin 2021?

Póstur af einar1001 »

Mæli hiklaust með þessum https://www.rtings.com/headphones/revie ... o-wireless
Var akkurat i þvi að leita af mjög góðum þráðlausum heyrnatólum.
Örgjövi: Intel i9 9900k. Minni: 32GB 3200MHz. GPU: palit 3080 10gb . HDDs&SSDs: 1.2TB HDD, 1TB HDD, 1tb m.2 SSD, 500gb 960 pro m.2 SSD. Móðurborð: Gigabyte Z390 Gaming sli. PSU: AX850W. skjáir: Asus 144Hz 3D 1080p 27", samsung g7 240hz 1440p qled 27", Samsung 144Hz 1440p 32".

nonesenze
</Snillingur>
Póstar: 1064
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Staða: Ótengdur

Re: Bestu þráðlaustu heyrnartólin 2021?

Póstur af nonesenze »

Corsair Virtuoso RGB Wireless XT
Asus Maximus Xiii hero (WiFi)- Intel i5 11900K - Corsair Vengeance RGB PRO 4x8GB 3600MHz CL18 - Asus Strix 2080 - Samsung 1TB 980 PRO - samsung 500gb 970 evo plus - WD 12TB - Corsair RM750x - Corsair H150i pro - Corsair 678C Corsair virtuoso - Asus 27" - Corsair k95 platinum - Corsair Harpoon RGB - Lenovo G27Q-20 165hz 1440p

ElvarP
Nörd
Póstar: 131
Skráði sig: Fös 27. Feb 2015 16:39
Staða: Ótengdur

Re: Bestu þráðlaustu heyrnartólin 2021?

Póstur af ElvarP »

Er einmitt með svipað vandamál á mínum Senneheiser Game One og er líka að leita mér af þráðlausu heyrnatóli með mic. Af því (litla) sem ég hef séð þá eru þessi heyrnatól að lýta vel út: https://www.coolshop.is/vara/logitech-p ... et/235RE4/

Málið er að til að slökkva á micnum þá þarf maður að taka hann beint úr sambandi, það er ekki hægt að setja míkrafóninn upp til þess að mute-a mikinn eins og er hægt á Senneheiser Game One sem mér finnst núna vera algjör möst á heyrnatól.

Þetta eru líka lokuð heyrnatól, það er miklu betra að hafa opin heyrnatól að mínu mati.

Edit: eftir að kynna mér málið betur, þá eru þessi heyrnatól að fá miklu verri dóma heldur en ég hélt. Mæli ekki með.
Last edited by ElvarP on Mán 21. Jún 2021 16:15, edited 5 times in total.

Trihard
Nörd
Póstar: 106
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Staða: Ótengdur

Re: Bestu þráðlaustu heyrnartólin 2021?

Póstur af Trihard »

Ef þú ert samt að spá í þráðlausum heyrnartólum þá get ég ekki annað en mælt eindregið með Sony WH-1000XM4 sem ég nota mest sjálfur núna. Þau eru með active noise cancelling, virkar þannig að það eru 2 míkrófónar á hliðunum sem skynja hljóðið í kringum þig og senda öfugt hljóðmerki til þín svo þú heyrir algjöra þögn, þetta er alveg magnað í bílferðum sérstaklega, manni líður eins og að vera í rafmagnsbíl :D
Þetta eru dýr heyrnartól en ég sé alls ekki eftir að hafa keypt þau, + það að þau eru mikið léttari og hafa innbyggðan míkrófón, pretty much þægilegustu heyrnartólin sem ég hef notað á ævinni.

mikkimás
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Staða: Ótengdur

Re: Bestu þráðlaustu heyrnartólin 2021?

Póstur af mikkimás »

Trihard skrifaði:Ef þú ert samt að spá í þráðlausum heyrnartólum þá get ég ekki annað en mælt eindregið með Sony WH-1000XM4 sem ég nota mest sjálfur núna. Þau eru með active noise cancelling, virkar þannig að það eru 2 míkrófónar á hliðunum sem skynja hljóðið í kringum þig og senda öfugt hljóðmerki til þín svo þú heyrir algjöra þögn, þetta er alveg magnað í bílferðum sérstaklega, manni líður eins og að vera í rafmagnsbíl :D
Þetta eru dýr heyrnartól en ég sé alls ekki eftir að hafa keypt þau, + það að þau eru mikið léttari og hafa innbyggðan míkrófón, pretty much þægilegustu heyrnartólin sem ég hef notað á ævinni.
Mæli með þeim líka.

Eina sem pirrar mig ógeðslega er herferðin gegn physical volume tökkum.
Til sölu í augnablikinu: Sennheiser HD600 heyrnatól
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: Bestu þráðlaustu heyrnartólin 2021?

Póstur af audiophile »

Ég hef prófað Razer heyrnatólin og finnst þau mjög þægileg og hljóma vel. Míkrófónninn mætti vera betri en sleppur alveg. Hef verið að spá í að fá mér þannig sjálfur eftir að ég fékk mér þráðlausa Razer mús og mun aldrei fara aftur í mús með snúru.

Logitech heyrnatólin eru líka mjög fín. Hef ekki prófað nóg frá Sennheiser (Epos) til að hafa mikla skoðun nema kannski GSP 370 sem eru alveg fín fyrir peninginn og eru með brjálað góða rafhlöðuendingu.
Have spacesuit. Will travel.
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bestu þráðlaustu heyrnartólin 2021?

Póstur af GuðjónR »

audiophile skrifaði:Ég hef prófað Razer heyrnatólin og finnst þau mjög þægileg og hljóma vel. Míkrófónninn mætti vera betri en sleppur alveg. Hef verið að spá í að fá mér þannig sjálfur eftir að ég fékk mér þráðlausa Razer mús og mun aldrei fara aftur í mús með snúru.

Logitech heyrnatólin eru líka mjög fín. Hef ekki prófað nóg frá Sennheiser (Epos) til að hafa mikla skoðun nema kannski GSP 370 sem eru alveg fín fyrir peninginn og eru með brjálað góða rafhlöðuendingu.
GSP 370 eru með 100 klst. rafhlöðuendingu sem engin toppar held ég, en þau eru bara frekar ljót og með samskonar hljóðnema og það sem ég er með og það er einmitt hljóðneminn sem er það beila.
Held ég láti bara vaða á Razer BlackShark V2 Pro.
Svo er bara að finna góðan stand undir þau, einhverjar tillögur?
Skjámynd

joekimboe
has spoken...
Póstar: 150
Skráði sig: Sun 06. Apr 2014 18:52
Staða: Ótengdur

Re: Bestu þráðlaustu heyrnartólin 2021?

Póstur af joekimboe »

Búinn að kaupa ? Er í svipuðum hugleiðingum og á erfitt með að komast að niðurstöðu..
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bestu þráðlaustu heyrnartólin 2021?

Póstur af GuðjónR »

joekimboe skrifaði:Búinn að kaupa ? Er í svipuðum hugleiðingum og á erfitt með að komast að niðurstöðu..
Já er búinn að kaupa en á eftir að prófa :happy
Viðhengi
23C4320F-57AE-4794-9FAA-77E32669C07F.jpeg
23C4320F-57AE-4794-9FAA-77E32669C07F.jpeg (2.81 MiB) Skoðað 2752 sinnum
Skjámynd

Zethic
spjallið.is
Póstar: 441
Skráði sig: Sun 05. Sep 2010 17:55
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Bestu þráðlaustu heyrnartólin 2021?

Póstur af Zethic »

Ég persónulega mun aldrei kaupa Razer vörur eftir að tvær "premium" mýs voru ónothæfar á innan við ári. Algjörlega overpriced og lélegt Quality Control

Er með Steelseries Arctis Wireless Pro og er nokkuð sáttur með þau. Notað í 18 mán og ánægður með hljóðgæðin, eru létt og þægileg og DACinn geymir auka rafhlöðu sem maður skiptir um bara á 10 sek. Fínt að geta falið svo micinn
Einu vonbrigðin voru mic quality mv. Game Zero sem ég var með áður. En málamiðlanir ...

Ef þú ert ekki að leita þér að gaming þá eru Jabra Evolve2 85 alveg frábær. Góð fyrir fjarfundi þar sem þau eru með dedicated MIC umfram Sony WHeitthvað hafa.

Varðandi stand þá er þetta algjörlega málið https://elko.is/essentials-krokur-fyrir ... ol-es72575


Edit: Djöfull ég þarf að fara skrifa hraðar :catgotmyballs
Last edited by Zethic on Mið 23. Jún 2021 16:49, edited 1 time in total.

Omerta
Nörd
Póstar: 105
Skráði sig: Fim 01. Nóv 2007 01:49
Staða: Ótengdur

Re: Bestu þráðlaustu heyrnartólin 2021?

Póstur af Omerta »

mikkimás skrifaði:
Trihard skrifaði:Ef þú ert samt að spá í þráðlausum heyrnartólum þá get ég ekki annað en mælt eindregið með Sony WH-1000XM4 sem ég nota mest sjálfur núna. Þau eru með active noise cancelling, virkar þannig að það eru 2 míkrófónar á hliðunum sem skynja hljóðið í kringum þig og senda öfugt hljóðmerki til þín svo þú heyrir algjöra þögn, þetta er alveg magnað í bílferðum sérstaklega, manni líður eins og að vera í rafmagnsbíl :D
Þetta eru dýr heyrnartól en ég sé alls ekki eftir að hafa keypt þau, + það að þau eru mikið léttari og hafa innbyggðan míkrófón, pretty much þægilegustu heyrnartólin sem ég hef notað á ævinni.
Mæli með þeim líka.

Eina sem pirrar mig ógeðslega er herferðin gegn physical volume tökkum.
Tek undir með þessu. XM3 (er með eldri týpuna) eru frábær fyrir utan þennan bölvaða touch sensor. En hann er í raun bara auka fítus og ekkert mál að sleppa því að nota hann.

Lenti þó í einu, míkrafónninn virkar einungis gegnum BT. Nota þau með snúru við tölvuna til að ganga úr skugga um að það sé ekkert delay en með þannig setup þarf ég að hafa borð mic. Nema einhver hér viti betur.
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bestu þráðlaustu heyrnartólin 2021?

Póstur af GuðjónR »

Zethic skrifaði:Ég persónulega mun aldrei kaupa Razer vörur eftir að tvær "premium" mýs voru ónothæfar á innan við ári. Algjörlega overpriced og lélegt Quality Control

Er með Steelseries Arctis Wireless Pro og er nokkuð sáttur með þau. Notað í 18 mán og ánægður með hljóðgæðin, eru létt og þægileg og DACinn geymir auka rafhlöðu sem maður skiptir um bara á 10 sek. Fínt að geta falið svo micinn
Einu vonbrigðin voru mic quality mv. Game Zero sem ég var með áður. En málamiðlanir ...

Ef þú ert ekki að leita þér að gaming þá eru Jabra Evolve2 85 alveg frábær. Góð fyrir fjarfundi þar sem þau eru með dedicated MIC umfram Sony WHeitthvað hafa.

Varðandi stand þá er þetta algjörlega málið https://elko.is/essentials-krokur-fyrir ... ol-es72575


Edit: Djöfull ég þarf að fara skrifa hraðar :catgotmyballs
Ég gleymdi að taka fram að ég var sérstaklega að leita eftir leikja heyrnartólum sem þurfa að vera vel einangruð með góðan hljómburð og framúrskarandi góðan hljóðnema. Vona að þessi tikki í boxin.

Málið er bara að í dag er allt overpriced drasl sama hvaða merki það er. Allt fjöldaframleitt í Asíu og endist ekkert, Logitech Lightspeed mýsnar kosta milli 20 og 30k og þú ert heppinn ef þær endast í ár, er að endurnýja heyrnartólin af því að Sennheiser er að beila og það þykir ágætt merki í hljóðheiminum. Ef þessi endast í 3-4 ár þá er ég sáttur.

p.s. keypti þetta líka:
https://elko.is/essentials-heyrnartolastandur-es72569

snakkop
Nörd
Póstar: 147
Skráði sig: Mán 07. Júl 2014 20:50
Staða: Ótengdur

Re: Bestu þráðlaustu heyrnartólin 2021?

Póstur af snakkop »

Bang&Olufsen BEOPLAY HX
Skjámynd

Minuz1
1+1=10
Póstar: 1162
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Bestu þráðlaustu heyrnartólin 2021?

Póstur af Minuz1 »

GuðjónR skrifaði:
Zethic skrifaði:Ég persónulega mun aldrei kaupa Razer vörur eftir að tvær "premium" mýs voru ónothæfar á innan við ári. Algjörlega overpriced og lélegt Quality Control

Er með Steelseries Arctis Wireless Pro og er nokkuð sáttur með þau. Notað í 18 mán og ánægður með hljóðgæðin, eru létt og þægileg og DACinn geymir auka rafhlöðu sem maður skiptir um bara á 10 sek. Fínt að geta falið svo micinn
Einu vonbrigðin voru mic quality mv. Game Zero sem ég var með áður. En málamiðlanir ...

Ef þú ert ekki að leita þér að gaming þá eru Jabra Evolve2 85 alveg frábær. Góð fyrir fjarfundi þar sem þau eru með dedicated MIC umfram Sony WHeitthvað hafa.

Varðandi stand þá er þetta algjörlega málið https://elko.is/essentials-krokur-fyrir ... ol-es72575


Edit: Djöfull ég þarf að fara skrifa hraðar :catgotmyballs
Ég gleymdi að taka fram að ég var sérstaklega að leita eftir leikja heyrnartólum sem þurfa að vera vel einangruð með góðan hljómburð og framúrskarandi góðan hljóðnema. Vona að þessi tikki í boxin.

Málið er bara að í dag er allt overpriced drasl sama hvaða merki það er. Allt fjöldaframleitt í Asíu og endist ekkert, Logitech Lightspeed mýsnar kosta milli 20 og 30k og þú ert heppinn ef þær endast í ár, er að endurnýja heyrnartólin af því að Sennheiser er að beila og það þykir ágætt merki í hljóðheiminum. Ef þessi endast í 3-4 ár þá er ég sáttur.

p.s. keypti þetta líka:
https://elko.is/essentials-heyrnartolastandur-es72569
Sennheiser er framleitt í Þýskalandi, er það ekki að beila alveg eins og allt fjöldaframleidda Asíu dótið?
Ég skil ekki hvert þú ert að fara með þessari framsetningu, þú ættir að vita betur.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2455
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Bestu þráðlaustu heyrnartólin 2021?

Póstur af HalistaX »

Zethic skrifaði:Ég persónulega mun aldrei kaupa Razer vörur eftir að tvær "premium" mýs voru ónothæfar á innan við ári. Algjörlega overpriced og lélegt Quality Control
Ég er sömu skoðunar með Razer vörur, ég mun aldrei borga fullt verð fyrir Razer dót.
Aðallega því maður hefur heyrt mjög misjafna hluti um gæði þess sem og finnst mér það bara dýrara en það ætti oft á tímum að vera....

Ég er samt að nota Razer mús núna, mús sem ég man eftir þegar hún kom eða einhver kynslóð af þessari mús, hafa alltaf langað að PRUFA þetta því ég sæji alveg fyrir mér not fyrir hana en fannst verðmiðinn samt aldrei eitthvað heillandi.

En þá er ég að tala um Razer Naga mýsnar. Ástæðan fyrir því að ég er að nota þessa sem ég er með núna er sú að ég fann hana á 300kr í nytjamarkaði sem Hvítasunnu Kirkjan stendur fyrir og ákvað að 300kr væri alveg peningur sem ég væri tilbúinn til þess að eyða í þetta dæmi þó svo að ég gæti átt von á því að hún myndi annað hvort ekki virka fyrir mig eða bara yfir höfuð. Og viti menn, þetta er bara fínt dæmi fyrir 300kr, eina vesenið er að það er mjöööög auðvelt að reka sig óvart í þessa 6 auka takka á henni, en ég sótti svo sem bara Razer Synapse og disable'aði fyrst keybind'in á tökkunum (sem voru 1 2 3 4 5 6 og gátu því verið mjög leiðinlegt að reka sig í í miðjum leik) en þegar ég var búinn að venjast þessu dóti þá fór ég eitthvað að fikta með þetta og er núna með einn takka bind'aðann á 3 og C á lyklaborðinu.

Razer er örugglega alveg ait dæmi en er ég sammála Zethic að það er ákveðin gæðastjórnun og hvernig það virðist vera hægt að smyrja nokkrum þúsundköllum á eitthvað útaf því að það lítur út fyrir að vera eitthvað fancy dæmi sem er bara ekki í samræmi við verðlaggninguna eða raunveruleikann sjálfann.
Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bestu þráðlaustu heyrnartólin 2021?

Póstur af GuðjónR »

Minuz1 skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Zethic skrifaði:Ég persónulega mun aldrei kaupa Razer vörur eftir að tvær "premium" mýs voru ónothæfar á innan við ári. Algjörlega overpriced og lélegt Quality Control

Er með Steelseries Arctis Wireless Pro og er nokkuð sáttur með þau. Notað í 18 mán og ánægður með hljóðgæðin, eru létt og þægileg og DACinn geymir auka rafhlöðu sem maður skiptir um bara á 10 sek. Fínt að geta falið svo micinn
Einu vonbrigðin voru mic quality mv. Game Zero sem ég var með áður. En málamiðlanir ...

Ef þú ert ekki að leita þér að gaming þá eru Jabra Evolve2 85 alveg frábær. Góð fyrir fjarfundi þar sem þau eru með dedicated MIC umfram Sony WHeitthvað hafa.

Varðandi stand þá er þetta algjörlega málið https://elko.is/essentials-krokur-fyrir ... ol-es72575


Edit: Djöfull ég þarf að fara skrifa hraðar :catgotmyballs
Ég gleymdi að taka fram að ég var sérstaklega að leita eftir leikja heyrnartólum sem þurfa að vera vel einangruð með góðan hljómburð og framúrskarandi góðan hljóðnema. Vona að þessi tikki í boxin.

Málið er bara að í dag er allt overpriced drasl sama hvaða merki það er. Allt fjöldaframleitt í Asíu og endist ekkert, Logitech Lightspeed mýsnar kosta milli 20 og 30k og þú ert heppinn ef þær endast í ár, er að endurnýja heyrnartólin af því að Sennheiser er að beila og það þykir ágætt merki í hljóðheiminum. Ef þessi endast í 3-4 ár þá er ég sáttur.

p.s. keypti þetta líka:
https://elko.is/essentials-heyrnartolastandur-es72569
Sennheiser er framleitt í Þýskalandi, er það ekki að beila alveg eins og allt fjöldaframleidda Asíu dótið?
Ég skil ekki hvert þú ert að fara með þessari framsetningu, þú ættir að vita betur.
Hahaha Þú ert svo mikill besservisser :snobbylaugh
Googlaðu þetta bara áður en þú hendir fram svona rugli. Game One og önnur „low end“ heyrnartól eru framleitt í Kína.
Megnið af Sennheiser er framleitt í Kína þó höfðustöðvarnar séu í Þýskalandi, það eru aðeins high-end Sennheiser framleitt í Írlandi og Þýskalandi.
Það er reyndar undantekning á þessari Asíu fullyrðingu minni, Japan er líklega eina landið í dag þar sem leggur áherslu á gæði og gæðastjórnun.
Skjámynd

Bengal
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 346
Skráði sig: Fös 22. Ágú 2008 11:23
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Bestu þráðlaustu heyrnartólin 2021?

Póstur af Bengal »

GuðjónR skrifaði:
joekimboe skrifaði:Búinn að kaupa ? Er í svipuðum hugleiðingum og á erfitt með að komast að niðurstöðu..
Já er búinn að kaupa en á eftir að prófa :happy
Hef verið með þessi í rúm hálft ár - mjög þægileg og mic-inn er ekki eins slæmur eins og einhver review úti gáfu í skyn.

Vel settur með þessi.
  • CPU: Intel i9 10850K @ 5.2GHz in Asus ROG Z490-E Strix
    Ram:
    Corsair Vengeance 4x16GB DDR4 3200MHz
    Primary:
    Samsung 970 EVO Plus SSD 1TB - M.2 NVMe
    Secondary:
    Samsung 970 EVO Plus SSD 1TB - M.2 NVMe
    GPU:
    Asus RTX 3070 OC Strix
    PSU:
    Corsair RM750x
    Case:
    Fractal Design Define R6
    Monitor:
    Samsung Odyssey G7 1440p 240hz
Skjámynd

Minuz1
1+1=10
Póstar: 1162
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Bestu þráðlaustu heyrnartólin 2021?

Póstur af Minuz1 »

GuðjónR skrifaði:
Minuz1 skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Zethic skrifaði:Ég persónulega mun aldrei kaupa Razer vörur eftir að tvær "premium" mýs voru ónothæfar á innan við ári. Algjörlega overpriced og lélegt Quality Control

Er með Steelseries Arctis Wireless Pro og er nokkuð sáttur með þau. Notað í 18 mán og ánægður með hljóðgæðin, eru létt og þægileg og DACinn geymir auka rafhlöðu sem maður skiptir um bara á 10 sek. Fínt að geta falið svo micinn
Einu vonbrigðin voru mic quality mv. Game Zero sem ég var með áður. En málamiðlanir ...

Ef þú ert ekki að leita þér að gaming þá eru Jabra Evolve2 85 alveg frábær. Góð fyrir fjarfundi þar sem þau eru með dedicated MIC umfram Sony WHeitthvað hafa.

Varðandi stand þá er þetta algjörlega málið https://elko.is/essentials-krokur-fyrir ... ol-es72575


Edit: Djöfull ég þarf að fara skrifa hraðar :catgotmyballs
Ég gleymdi að taka fram að ég var sérstaklega að leita eftir leikja heyrnartólum sem þurfa að vera vel einangruð með góðan hljómburð og framúrskarandi góðan hljóðnema. Vona að þessi tikki í boxin.

Málið er bara að í dag er allt overpriced drasl sama hvaða merki það er. Allt fjöldaframleitt í Asíu og endist ekkert, Logitech Lightspeed mýsnar kosta milli 20 og 30k og þú ert heppinn ef þær endast í ár, er að endurnýja heyrnartólin af því að Sennheiser er að beila og það þykir ágætt merki í hljóðheiminum. Ef þessi endast í 3-4 ár þá er ég sáttur.

p.s. keypti þetta líka:
https://elko.is/essentials-heyrnartolastandur-es72569
Sennheiser er framleitt í Þýskalandi, er það ekki að beila alveg eins og allt fjöldaframleidda Asíu dótið?
Ég skil ekki hvert þú ert að fara með þessari framsetningu, þú ættir að vita betur.
Hahaha Þú ert svo mikill besservisser :snobbylaugh
Googlaðu þetta bara áður en þú hendir fram svona rugli. Game One og önnur „low end“ heyrnartól eru framleitt í Kína.
Megnið af Sennheiser er framleitt í Kína þó höfðustöðvarnar séu í Þýskalandi, það eru aðeins high-end Sennheiser framleitt í Írlandi og Þýskalandi.
Það er reyndar undantekning á þessari Asíu fullyrðingu minni, Japan er líklega eina landið í dag þar sem leggur áherslu á gæði og gæðastjórnun.
Það er alveg rétt hjá þér, ég er besservisser....ég læt ekki út úr mér setningar sem dæma um 50% af landmassa og fólki í heiminum sem einhverjar drasl framleiðslu batterí svo þú getir keypt ódýrt drasl og kvartað yfir því hvað þeir eru að standa sig illa. QQ
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
Skjámynd

ChopTheDoggie
Geek
Póstar: 840
Skráði sig: Þri 15. Des 2015 01:27
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Bestu þráðlaustu heyrnartólin 2021?

Póstur af ChopTheDoggie »

ASRock B550M Steel Legend | 2x8GB Aorus 3200Mhz | R5 3600 | RTX 2070 Super | Seasonic Focus+ Gold | Predator XB271HU

netkaffi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 946
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Staða: Ótengdur

Re: Bestu þráðlaustu heyrnartólin 2021?

Póstur af netkaffi »

Trihard skrifaði:Þau eru með active noise cancelling, virkar þannig að það eru 2 míkrófónar á hliðunum sem skynja hljóðið í kringum þig og senda öfugt hljóðmerki til þín svo þú heyrir algjöra þögn, þetta er alveg magnað í bílferðum sérstaklega, manni líður eins og að vera í rafmagnsbíl :D
Ok, shit. Verð að fá mér þetta. Fékk mér Powerbeats Pro nýlega (40k í elkó), en svo 2 vikum seinna komu út ný Beats með ANC (veit ekki hvort þau séu komin til Íslands). Gallinn við þessi nýju er að þau fara ekki yfir eyrað (ég er vís með að tína þeim annars).

Frussi
Gúrú
Póstar: 513
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Staða: Ótengdur

Re: Bestu þráðlaustu heyrnartólin 2021?

Póstur af Frussi »

netkaffi skrifaði:
Trihard skrifaði:Þau eru með active noise cancelling, virkar þannig að það eru 2 míkrófónar á hliðunum sem skynja hljóðið í kringum þig og senda öfugt hljóðmerki til þín svo þú heyrir algjöra þögn, þetta er alveg magnað í bílferðum sérstaklega, manni líður eins og að vera í rafmagnsbíl :D
Ok, shit. Verð að fá mér þetta. Fékk mér Powerbeats Pro nýlega (40k í elkó), en svo 2 vikum seinna komu út ný Beats með ANC (veit ekki hvort þau séu komin til Íslands). Gallinn við þessi nýju er að þau fara ekki yfir eyrað (ég er vís með að tína þeim annars).

Takk fyrir að vekja þennan þráð. Núna langar mig í ný heyrnartól...
Ryzen 5 3600 _ X470 Aorus Gaming _ 2070 Super _ 16 GB 3200MHz _ 32" 1440p Lenovo
Skjámynd

AndriáflAndri
Nörd
Póstar: 138
Skráði sig: Mán 13. Maí 2019 13:22
Staða: Ótengdur

Re: Bestu þráðlaustu heyrnartólin 2021?

Póstur af AndriáflAndri »

Keypti Astro A50 PS4 edition headset 2019 sem hættu að virka í sumar, var frekar fúll með endinguna á þeim og keypti þá Steelseries Arctic 7 headset sem replacement. Fann strax hvað mér fannst A50 heyrnatólin miklu betri, átti t.d. erfitt með að heyra í kringum mig, þar sem mig fannst surround soundið í A50 vera miklu betra en í Arctic 7. En síðan sirka 2 mánuðum eftir að ég lagði A50 ofan í skúffu ákvað ég að checka hvort þau virkuðu og þau virkuðu allt í einu aftur og ég hef notað þau síðan :D Þannig ég mæli allavega með Astro A50 en þau gætu verið með lélega endingu :catgotmyballs
Last edited by AndriáflAndri on Þri 16. Nóv 2021 22:52, edited 1 time in total.
Skjámynd

joekimboe
has spoken...
Póstar: 150
Skráði sig: Sun 06. Apr 2014 18:52
Staða: Ótengdur

Re: Bestu þráðlaustu heyrnartólin 2021?

Póstur af joekimboe »

Ég keypti einmitt arctis 7 pro, komu mjög vel út í flestum reviews.. þvílíka dósahljóðið í þessu, ömurleg hljómgæði og myndi aldrei mæla með þeim. Skilaði þeim og fékk mér epos gsp 670 (sennheiser) og það er bara mjög svipað og flest sennheiser sem ég hef átt, algjör unaður. Geggjað hljóð bæði í leiki og tónlist. Mæli 100% með.
Svara