Grófasta lygi íslenskra fjarskiptafyrirtæka

Allt utan efnis
Svara

Höfundur
jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Grófasta lygi íslenskra fjarskiptafyrirtæka

Póstur af jonfr1900 »

Hérna er ein af grófustu lygum íslenskra fjarskiptafyrirtækja.

Lokanir á völdum rásum vegna EM2021 (Síminn.is)
Ég fann ekkert um þetta á Vodafone en ég reikna einnig með þar sé þessum útsendingum lokað. Ég veit ekki hvar Nova Tv fær sitt merki en það gæti samt fengið á sig svona lokanir.

Þetta er komið frá Síminn sjálfum og Stöð 2. Þar sem þau vilja ekki samkeppni á þessum markaði á Íslandi til þess að geta hækkað verðið alveg stjórnlaust upp fyrir þá sem horfa á fótbolta.

Ég veit að þetta er lygi vegna þess að eitt árið þegar ég bjó í Danmörku þá var svona EM mót og þá var ég með sjónvarpsáskrift hjá YouSee og þar var engum rásum lokað vegna fótbolta þó svo að hann væri sýndur á Þýska sjónvarpinu á sama tíma og á dönskum rásum. Þetta er því alveg pottþétt einnig ekki að beiðni þessara ríkisstöðva. Þeim er alveg sama hvað íslenskt smáfyrirtæki er að gera á Íslandi (í samanburði við fyrirtæki í hinum norrænu löndunum).

Ég horfi ekki á fótbolta. Ég bara þoli ekki svona þvælu og lygar í fyrirtækjum sem velta nú þegar milljörðum í sjónvarpsáskriftir á ári á Íslandi.
Skjámynd

rattlehead
Ofur-Nörd
Póstar: 246
Skráði sig: Fös 02. Des 2011 11:01
Staða: Ótengdur

Re: Grófasta lygi íslenskra fjarskiptafyrirtæka

Póstur af rattlehead »

veit ekki hvernig samningar á sjónvarpinu sé háttað í Danmörku. Enn þetta hefur alltaf verið svona, hér á klakanum. Eina sem maður leggur spurningu við er að maður er að borga fyrir áskrift og greiðir fyrir vöru sem maður fær ekki. Af hverju er þetta ekki gert þegar þættir eru í gangi á öðrum rásum, sem íslenskar stöðvar hafa keypt sýningarrétt á?
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Grófasta lygi íslenskra fjarskiptafyrirtæka

Póstur af appel »

Eitt að vera ósáttur, annað að kalla eitthvað lygi...sem það er ekki, þessi lokun er að kröfu þessarra stöðva, fjarskiptafyrirtækin sem endurdreifa stöðvunum hafa lítið val um annað en að loka, ef það er ekki farið eftir því þá fá fjarskiptafyrirtækin ekkert að dreifa þessum stöðvum lengur.

Ættir frekar að kvarta til þessara erlendu stöðva eða UEFA sem selur þennan dreifingarrétt og setur reglurnar.

Þekki ekki til danska markaðsins, en líklega hefur YouSee einfaldlega verið með rétt til dreifingar.
*-*

Televisionary
Gúrú
Póstar: 561
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Staða: Ótengdur

Re: Grófasta lygi íslenskra fjarskiptafyrirtæka

Póstur af Televisionary »

Íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa ekki um neitt annað að velja en að loka þessum stöðvum. Það koma tilkynningar frá þessum rétthöfum fyrir öll stórmót þar sem viðkomandi aðilar eru minntir á þetta og bent á að þessu þurfi að framfylgja.

En þú veist svo sem allt sjálfskipaður sérfræðingur á öllum sviðum.
jonfr1900 skrifaði:Hérna er ein af grófustu lygum íslenskra fjarskiptafyrirtækja.

Lokanir á völdum rásum vegna EM2021 (Síminn.is)
Ég fann ekkert um þetta á Vodafone en ég reikna einnig með þar sé þessum útsendingum lokað. Ég veit ekki hvar Nova Tv fær sitt merki en það gæti samt fengið á sig svona lokanir.

Þetta er komið frá Síminn sjálfum og Stöð 2. Þar sem þau vilja ekki samkeppni á þessum markaði á Íslandi til þess að geta hækkað verðið alveg stjórnlaust upp fyrir þá sem horfa á fótbolta.

Ég veit að þetta er lygi vegna þess að eitt árið þegar ég bjó í Danmörku þá var svona EM mót og þá var ég með sjónvarpsáskrift hjá YouSee og þar var engum rásum lokað vegna fótbolta þó svo að hann væri sýndur á Þýska sjónvarpinu á sama tíma og á dönskum rásum. Þetta er því alveg pottþétt einnig ekki að beiðni þessara ríkisstöðva. Þeim er alveg sama hvað íslenskt smáfyrirtæki er að gera á Íslandi (í samanburði við fyrirtæki í hinum norrænu löndunum).

Ég horfi ekki á fótbolta. Ég bara þoli ekki svona þvælu og lygar í fyrirtækjum sem velta nú þegar milljörðum í sjónvarpsáskriftir á ári á Íslandi.
Skjámynd

stefhauk
spjallið.is
Póstar: 454
Skráði sig: Mið 20. Júl 2011 21:11
Staða: Ótengdur

Re: Grófasta lygi íslenskra fjarskiptafyrirtæka

Póstur af stefhauk »

Ég man ekki betur en þegar ég var í Noregi og EM var í gangi þá gat ég horft á NRK og SVT sem og DR1 væri ekki lokað á þessar stöðvar ef Rúv væri að sýna Em núna?
Last edited by stefhauk on Þri 15. Jún 2021 10:54, edited 1 time in total.
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Grófasta lygi íslenskra fjarskiptafyrirtæka

Póstur af appel »

stefhauk skrifaði:Ég man ekki betur en þegar ég var í Noregi og EM var í gangi þá gat ég horft á NRK og SVT sem og DR1 væri ekki lokað á þessar stöðvar ef Rúv væri að sýna Em núna?
Sennilega er það munurinn að ef EM væri t.d. á RÚV í opinni útsendingu þá væri óþarfi að loka á það á erlendum stöðvum, því EM væri í opinni dagskrá hvortsem er. En núna er Sýn að selja áskriftir og hefur hagsmuni af því að loka á þetta til að geta selt áskrift.

Held að það tíðkist í þessum evrópulöndum að ríkisstöðvar kaupi réttinn að þessu í flestum tilfellum, allavega það sem jonfr talar um í danmörku, að DR hafi útsendingaréttinn, og þar sem hún er í opinni dagskrá tíðkist ekkert að loka á það.

Held að þessi þráður byggist á miklum misskilningi.
*-*
Skjámynd

Blues-
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 353
Skráði sig: Þri 09. Maí 2006 01:16
Staðsetning: /usr/local
Staða: Ótengdur

Re: Grófasta lygi íslenskra fjarskiptafyrirtæka

Póstur af Blues- »

Ég er að horfa á leikina i opinni dagskrá á BBC og ITV,
góð afsökun að fá sér disk og móttakara.

Höfundur
jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Grófasta lygi íslenskra fjarskiptafyrirtæka

Póstur af jonfr1900 »

appel skrifaði:Eitt að vera ósáttur, annað að kalla eitthvað lygi...sem það er ekki, þessi lokun er að kröfu þessarra stöðva, fjarskiptafyrirtækin sem endurdreifa stöðvunum hafa lítið val um annað en að loka, ef það er ekki farið eftir því þá fá fjarskiptafyrirtækin ekkert að dreifa þessum stöðvum lengur.

Ættir frekar að kvarta til þessara erlendu stöðva eða UEFA sem selur þennan dreifingarrétt og setur reglurnar.

Þekki ekki til danska markaðsins, en líklega hefur YouSee einfaldlega verið með rétt til dreifingar.
Í Danmörku er ekki í boði af samkeppnisástæðum að loka erlendum útsendingum eins og á Íslandi. Það yrði einnig ekki liðið af almenningi að sæta slíkum takmörkunum. Bann við takmörkunum vantar alveg í íslensk lög um fjölmiðla. Þó að slíkt sé að finna í lögum ESB (Directive 2010/13/EU), grein 3, undirgrein 1. Þarna eru einnig lagagreinar (í lögum ESB) varðandi sérleyfi og annað (CHAPTER V, Article 14).

Ástæðan hérna er að þetta er allt saman sami markaðurinn (innri markaður ESB). Þó svo að ríkin séu önnur. Ég reikna samt að þessu bulli verður hætt þegar ViaPlay kaupir réttinn að öllum þessum fótbolta á næstu árum frá Stöð 2 og Síminn.

Ástæðan fyrir því að þetta er svona í dag er sú að Síminn og Stöð 2 eru með réttinn að þessum fótbolta og vilja sem að flestir versli þessa sjónvarpspakka þeirra.

emil40
FanBoy
Póstar: 796
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Staðsetning: Keflavík
Staða: Ótengdur

Re: Grófasta lygi íslenskra fjarskiptafyrirtæka

Póstur af emil40 »

fínt að horfa bara á mótið í gegnum iptv 10 evrur mánuðurinn
TURN :

Gamemax Titan Silent | Ryzen9 5900X @ 4.60 ghz | Corsair Hydro Series H100i RGB Platinum | ASRock X570 Steel Legend | G.Skill 32GB Trident Neo 3600MHz DDR4 | PowerColor Radeon RX 6800 Red Dragon 16GB | Corsair HX1200i | TCL 55" | 2x Samsung 980 Pro NVMe PCIe M.2 1TB. Read 12.000 mb/s Write 10.000 mb/s| Razer Mamba þráðlaus leikjamús | Jbl quantum duo | 53 tb pláss
Skjámynd

DaRKSTaR
FanBoy
Póstar: 773
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Grófasta lygi íslenskra fjarskiptafyrirtæka

Póstur af DaRKSTaR »

jonfr1900 skrifaði:
appel skrifaði:Eitt að vera ósáttur, annað að kalla eitthvað lygi...sem það er ekki, þessi lokun er að kröfu þessarra stöðva, fjarskiptafyrirtækin sem endurdreifa stöðvunum hafa lítið val um annað en að loka, ef það er ekki farið eftir því þá fá fjarskiptafyrirtækin ekkert að dreifa þessum stöðvum lengur.

Ættir frekar að kvarta til þessara erlendu stöðva eða UEFA sem selur þennan dreifingarrétt og setur reglurnar.

Þekki ekki til danska markaðsins, en líklega hefur YouSee einfaldlega verið með rétt til dreifingar.
Í Danmörku er ekki í boði af samkeppnisástæðum að loka erlendum útsendingum eins og á Íslandi. Það yrði einnig ekki liðið af almenningi að sæta slíkum takmörkunum. Bann við takmörkunum vantar alveg í íslensk lög um fjölmiðla. Þó að slíkt sé að finna í lögum ESB (Directive 2010/13/EU), grein 3, undirgrein 1. Þarna eru einnig lagagreinar (í lögum ESB) varðandi sérleyfi og annað (CHAPTER V, Article 14).

Ástæðan hérna er að þetta er allt saman sami markaðurinn (innri markaður ESB). Þó svo að ríkin séu önnur. Ég reikna samt að þessu bulli verður hætt þegar ViaPlay kaupir réttinn að öllum þessum fótbolta á næstu árum frá Stöð 2 og Síminn.

Ástæðan fyrir því að þetta er svona í dag er sú að Síminn og Stöð 2 eru með réttinn að þessum fótbolta og vilja sem að flestir versli þessa sjónvarpspakka þeirra.
viaplay er með sýningarréttinn á meistaradeildinni á næstu leiktíð, en stöð2 samdi við þá, þannig að þeir sem hafa áskrift af viaplay hérna geta ekki séð leikina, verða að greiða áskrift af stöð2 sport til að sjá þá.. vissum að stöð2 mun gera fleyri svona samninga við viaplay um að sportefni
verði í læstri dagskrá á ofurverði eins og vanalega.

þannig að nei, ekki búast við neinum breitingum hvað þetta varðar á næstu árum.
I9 10900k | Zotac RTX 3090 Trinity | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless | Honda Civic Type R GT 2018

Höfundur
jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Grófasta lygi íslenskra fjarskiptafyrirtæka

Póstur af jonfr1900 »

DaRKSTaR skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:
appel skrifaði:Eitt að vera ósáttur, annað að kalla eitthvað lygi...sem það er ekki, þessi lokun er að kröfu þessarra stöðva, fjarskiptafyrirtækin sem endurdreifa stöðvunum hafa lítið val um annað en að loka, ef það er ekki farið eftir því þá fá fjarskiptafyrirtækin ekkert að dreifa þessum stöðvum lengur.

Ættir frekar að kvarta til þessara erlendu stöðva eða UEFA sem selur þennan dreifingarrétt og setur reglurnar.

Þekki ekki til danska markaðsins, en líklega hefur YouSee einfaldlega verið með rétt til dreifingar.
Í Danmörku er ekki í boði af samkeppnisástæðum að loka erlendum útsendingum eins og á Íslandi. Það yrði einnig ekki liðið af almenningi að sæta slíkum takmörkunum. Bann við takmörkunum vantar alveg í íslensk lög um fjölmiðla. Þó að slíkt sé að finna í lögum ESB (Directive 2010/13/EU), grein 3, undirgrein 1. Þarna eru einnig lagagreinar (í lögum ESB) varðandi sérleyfi og annað (CHAPTER V, Article 14).

Ástæðan hérna er að þetta er allt saman sami markaðurinn (innri markaður ESB). Þó svo að ríkin séu önnur. Ég reikna samt að þessu bulli verður hætt þegar ViaPlay kaupir réttinn að öllum þessum fótbolta á næstu árum frá Stöð 2 og Síminn.

Ástæðan fyrir því að þetta er svona í dag er sú að Síminn og Stöð 2 eru með réttinn að þessum fótbolta og vilja sem að flestir versli þessa sjónvarpspakka þeirra.
viaplay er með sýningarréttinn á meistaradeildinni á næstu leiktíð, en stöð2 samdi við þá, þannig að þeir sem hafa áskrift af viaplay hérna geta ekki séð leikina, verða að greiða áskrift af stöð2 sport til að sjá þá.. vissum að stöð2 mun gera fleyri svona samninga við viaplay um að sportefni
verði í læstri dagskrá á ofurverði eins og vanalega.

þannig að nei, ekki búast við neinum breitingum hvað þetta varðar á næstu árum.
Það er spurning hvað fyrirtækið sem á ViaPlay merkið stendur lengi í svona samningum. Þar sem ViaSat rann saman við CanalDigital fyrr á þessu ári. Annars er Ísland land einokunarfyrirtækjanna og ég reikna ekki með að það breytist neitt sérstaklega á næstunni.
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Grófasta lygi íslenskra fjarskiptafyrirtæka

Póstur af Sallarólegur »

UEFA og sjónvarpsstöðvarnar eru bara að vernda sína hagsmuni. Þarf ekki að koma á óvart og alger óþarfi að vera svona salty.

Ef þú myndir kaupa einkarétt á einu svæði fyrir milljarð værirðu ekkert mjög glaður ef þeir sem ættu réttindi á öðrum svæðum væru að undirbjóða þig.
Last edited by Sallarólegur on Mið 16. Jún 2021 07:50, edited 1 time in total.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

bigggan
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 394
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Staða: Ótengdur

Re: Grófasta lygi íslenskra fjarskiptafyrirtæka

Póstur af bigggan »

Ástæðann þetta er svona er vegna þess flest ef ekki öll evropuriki nema ísland eru íþrottir með þyðingarmikið þjóðerni eru bönnuð að loka og opna aðeins fyrir þau sem greiða fyrir þetta. Þetta á td við ólympiska leikarnir, og heimsmeistara mót.

Þau reyndu að gera þetta herna nokkur ár siðan en eftir samfylkingin misti meirihlutinn voru hinir fljótir að loka á þessu.
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Grófasta lygi íslenskra fjarskiptafyrirtæka

Póstur af appel »

RÚV er frjálst að bjóða í þetta, en þeir hafa ekki gert það hingað til. Held að einsog á norðurlöndunum séu þessir ríkismiðlar bara það öflugir að þeir geti auðveldlega boðið í þetta.

Er Ísland að keppa á EM? Efast um það. Svo er það, þegar Síminn var með EM 2016 minnir mig þá voru íslensku leikirnir í opinni dagskrá.
*-*

mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Staða: Ótengdur

Re: Grófasta lygi íslenskra fjarskiptafyrirtæka

Póstur af mjolkurdreytill »

bigggan skrifaði:Ástæðann þetta er svona er vegna þess flest ef ekki öll evropuriki nema ísland eru íþrottir með þyðingarmikið þjóðerni eru bönnuð að loka og opna aðeins fyrir þau sem greiða fyrir þetta. Þetta á td við ólympiska leikarnir, og heimsmeistara mót.

Þau reyndu að gera þetta herna nokkur ár siðan en eftir samfylkingin misti meirihlutinn voru hinir fljótir að loka á þessu.
Katrín Jakobsdóttir, Menntamálaráðherra 2012 skrifaði: Samkvæmt 49. gr. tilskipunar 2010/13/EB er hverju aðildarríki heimilt að gera ráðstafanir, sem að öðru leyti séu í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins, er tryggi það að sjónvarpsstöð, sem heyrir undir lögsögu ríkisins, beiti ekki einkarétti er hún hefur aflað sér til sjónvarps frá viðburðum sem ríkið telur hafa mikilsverða þýðingu fyrir almenning. Markmiðið er að tryggja möguleika almennings á því að fylgjast með slíkum viðburðum í sjónvarpi án sérstaks endurgjalds, annaðhvort í beinni eða seinkaðri útsendingu.
https://www.althingi.is/altext/140/s/1316.html
Svara