Vita menn hvað veldur því að útblástursljósið logar stanslaust?
Af og til gegnum tíðina hefur þetta ljós komið en yfirleitt farið í næstu vélarræsingu.
Í gær var ég hins vegar að koma að norðan og búinn að keyra c.a. 300 km þegar þetta ljós kviknar og það neitar að fara.
IMG_2764.jpeg (36.93 KiB) Skoðað 54858 sinnum
IMG_2768.jpeg (13.07 KiB) Skoðað 54858 sinnum
Þetta byrjaði á því að „Engine Management Warning Light“ byrjar að blikka og bíllinn missir afl en við það svissa ég af og á aftur og þá hverfur ljósið og bíllinn fær aflið aftur en stuttu síðar kemur útblástursljósið upp.
Ég geri ráð fyrir að þú keyrir um á diesel bifreið og væri ódýrast að byrja á því að plugga bílnum í tölvu!
Er bíllinn erfiður í gang hjá þér? spurning hvort það þurfi að kanna glóðakertin. Hvað er bíllinn ekinn hjá þér?
En eins og ég segi... ómögulegt að koma með einhverja lausn bara sísvona
Ég er með tölvu heima sem gæti mögulega lesið af bílnum fyrir þig.
Takk fyrir boðið, en já bíllinn er diesel, 2013 árgerð Octavia Mk2 og keyrður 187k km.
Hann er alltaf fínn í gang en undanfarnar vikur þá hefur mér stundum fundist eins og hann missi aðeins afl, þá oft bara í smástund.
Sérstaklega ef vélin er á lágum snúning.
Eftir fá ár eiga svona vandamál í dísil bílum eftir að margfaldast, menn verða komnir með nokkura ára gamla dísil bíla sem verða rosalega dýrir í viðhaldi, sérstaklega þegar DPF filterar fara skemmast, mun verða fólki mjög dýrt enda kosta svoleiðis kútar hundruði þúsunda. Einnig munu eigendur bíla sem er búið að fjarlægja mengunarvarnar búnað úr lenda í vandræðum þegar farið verður að fylgjast með því að meira marki, fyrirtæki hér nú þegar sem auglýsa sig í þeim business aðallega í amerískum pickup bílum, ég myndi ekki vilja kaupa bíl sem er búið að eiga svoleiðis við og fá svo skellinn þegar farið verður í að kanna þessi mál
Ég geri ráð fyrir að þú keyrir um á diesel bifreið og væri ódýrast að byrja á því að plugga bílnum í tölvu!
Er bíllinn erfiður í gang hjá þér? spurning hvort það þurfi að kanna glóðakertin. Hvað er bíllinn ekinn hjá þér?
En eins og ég segi... ómögulegt að koma með einhverja lausn bara sísvona
Ég er með tölvu heima sem gæti mögulega lesið af bílnum fyrir þig.
Takk fyrir boðið, en já bíllinn er diesel, 2013 árgerð Octavia Mk2 og keyrður 187k km.
Hann er alltaf fínn í gang en undanfarnar vikur þá hefur mér stundum fundist eins og hann missi aðeins afl, þá oft bara í smástund.
Sérstaklega ef vélin er á lágum snúning.
Ég ætla að skjóta á glow-plugin ef það hefur aldrei verið skipt um það en betra að lesa af kagganum fyrst!
Screenshot 2021-06-08 114531.jpg (48.39 KiB) Skoðað 54792 sinnum
Svo er það, fer hann í safe mode? Ef svo er getur þetta verið stíflaður hvarfakútur og þú þurfir bara að taka á honum upp Ártúnsbrekkuna eða Breiðholtsbrautina. Þú mátt velja, enn það hefur stundum virkað fyrir bíla sem eru keyrðir "varlega" ef svo má koma að orði.
Myndi kíkja til Geira í Technik, hann veit ansi margt svo eru þeir hjá Bílson ágætir en ég myndi kíkja á Geira fyrst.
Eplakarfan: Apple Watch S6 LTE | iPad Air 2020 | iPad Pro 12.9” | Apple TV 4K | iPhone 13 Pro Max | Airpods Pro Tölvan: Lenovo IdeaPad L340 | PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro Útiveran: Ford Kuga | Kangoo | Zero 10X | Bettinsoli | Savage B22 | Savage Apex 110 Predator XP
gunni91 skrifaði:Ég ætla að skjóta á glow-plugin ef það hefur aldrei verið skipt um það en betra að lesa af kagganum fyrst!
Já það er gott gisk, gæti trúað því að glóðarkertin séu farin að slappast = minni karftur og meiri mengun.
KaldiBoi skrifaði:Svo er það, fer hann í safe mode? Ef svo er getur þetta verið stíflaður hvarfakútur og þú þurfir bara að taka á honum upp Ártúnsbrekkuna eða Breiðholtsbrautina. Þú mátt velja, enn það hefur stundum virkað fyrir bíla sem eru keyrðir "varlega" ef svo má koma að orði
Já ég viðurkenni að ég er ekki mikið að þenja hann, sakar svo sem ekki að prófa smá þenslu, en það er örðuvísi aðvörunarljós fyrir hvarfakútinn:
Glóðarkertin eru bara til að ræsa bílinn kaldann, hafa engin áhrif á vélaraflið, en eins og andri segir er EGR ventill oft vandamál á diesel bílum, ventillin einmitt opnast ekki nema á löngum akstri og þá er ekki ólíklegt að tölvan hafi tekið eftir því að hann opnaðist ekki þegar hún reyndi að opna hann eftir 300km.
Á sérstaklega við ef bíllinn er mestmegnis notaður í innanbæjarakstri.
Ef þetta er EGR ventillinn þá er hægt að kaupa íblöndunarefni útí dísel sem eiga að hjálpa til við að hreinsa ventilinn. Ekki 100% lausn en skemmir ekkert að því er ég best veit.
Þetta hefur ekkert með glóðarkertin að gera, myndi byrja á því að rífa EGR ventilinn úr og hreinsa hann, skoða allar vacum slöngur í kringum túrbínu, gæti verið leki einhverstaðar í vacum kerfinu eða charge pípunum, svo keyra hann á háum snúning (3 - 4k) í ca hálftíma til að hreinsa úr DPF.
Ef þú ætlar að skítmixa þetta sjálfur er best að taka ventilinn og kaupa gammalldags throttlebody hreinsi.. það er til haugur af youtube vídjóum um egr hreinsun. Menn hafa bara í einhverjum tilfellum bleytt þetta allt upp í EGR hreinsiefnum /carb cleaner/throttlebody spray og skrúfað lítin bursta á borvel og hreinsað þetta út á skotstundu. Svo tekuru góðan rúnt á sport stillingunni eða einum gír lægra ef þú ert á beinskiptum upp í staðarskála
Last edited by CendenZ on Þri 08. Jún 2021 14:10, edited 1 time in total.