Staðan á N1 í Hafnarfirði um kl. 23 í gærkvöldi:
Löng röð á kassana. Hver maður var að borga með ferðagjöfinni, eða reyna það að minnsta kosti. Margir, ég þar á meðal, voru að reyna hvað þeir gátu að kaupa fyrirframgreitt bensínkort fyrir 5.000 krónur. Allir voru jafn ringlaðir að frétta að bensínkort fyrir allar upphæðir voru löngu uppseld vegna óvæntrar eftirspurnar þennan síðasta dag ferðagjafarinnar. Það var tilgangslaust að kaupa bensín á brúsa enda færi meirihluti peningsins í að kaupa brúsana. Í flýti komst ég að því hvaða bensínstöðvar væru opnar svona seint og hringdi beint í N1 á Hringbraut. Þar voru til örfá 10.000 króna kort - allt annað uppselt.
Ég endaði á að fara heim, enda var síminn líka að verða batteríslaus. Gúglaði á ljóshraða hvaða stað sem er sem tæki við ferðagjöf í gegnum vefverslun. Fann eitt fyrirtæki á norðurlandi sem seldi gjafabréf og bauð upp á að klára málið á netinu - var fljótur að ganga frá pöntuninni. Og svona endaði ferðasumarið 2020 hjá mér. Seint í maí, smá úði, en furðuhress með að ríkið sé að eyða peningum í ábyrgðarlausan vitleysing eins og mig.
Ferðagjöfin - [EKKI]síðustu forvöð!
Re: Ferðagjöfin - [EKKI]síðustu forvöð!
Annars finnst mér þessi "ferðagjöf" vera hálf fáránleg. Flestir nota þetta bara í sína neyslu, mat og bensín, lítið með ferðalög að gera. Ég veit ekki hvað maður borgar mikið í skatt mánaðarlega, laun og vsk af vörum og þjónustu. Þessi 5 þús kall er svona sárabót fyrir að vera rændur í gegnum skattkerfið. Notaði þetta en þetta hefur engin áhrif ákvörðun mína til ferðalaga. Stjórnmálamenn einfaldlega eru bara vanvita.
*-*
Re: Ferðagjöfin - [EKKI]síðustu forvöð!
Augljóslega notar enginn þetta í ferðalög. Skitinn 5000 kall, rétt kemst up Ártúnsbrekkuna fyrir það.appel skrifaði:Annars finnst mér þessi "ferðagjöf" vera hálf fáránleg. Flestir nota þetta bara í sína neyslu, mat og bensín, lítið með ferðalög að gera. Ég veit ekki hvað maður borgar mikið í skatt mánaðarlega, laun og vsk af vörum og þjónustu. Þessi 5 þús kall er svona sárabót fyrir að vera rændur í gegnum skattkerfið. Notaði þetta en þetta hefur engin áhrif ákvörðun mína til ferðalaga. Stjórnmálamenn einfaldlega eru bara vanvita.
Leikjavél | ROG Strix X570-E | R9 3900x | DRP 4 | RTX 3080 | G.Skill 32GB Flare X 3200MHz | Corsair RM850x | Enthoo Pro M
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Ferðagjöfin - [EKKI]síðustu forvöð!
Keypti pizzur fyrir mína og notaði gjöf konunnar á Hópkaup til að framlengja líftímann um nokkar vikur.
Re: Ferðagjöfin - [EKKI]síðustu forvöð!
Það var einmitt hætt að taka við ferðagfjöf á Subway í gær, vegna álags geri ég ráð fyrir. Ég hafði notað hluta gjafarinnar þar nokkrum vikum áður án vandaræða, fyrir utan að sú sem var að afgreiða hélt að ég gæti ekki borgað tilboð með þessu sem var kjaftæði (ferðagjöfin er greiðslumáti, þetta eru peningar frá ríkinu).
-
- Kóngur
- Póstar: 5917
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Ferðagjöfin - [EKKI]síðustu forvöð!
Notaði mína og konunnar á Restaurant Salka á Húsavík og afgangurinn fór upp í næstu ferð á KFC.
Þetta snérist akkúratum að koma fólki út og koma peningum á hreyfingu.
Held að allflestir hafi gert sér dagamun sem gátu en aðrir gátu fengið sér eitthvað sem þeir þörfnuðust.
Þetta snérist akkúratum að koma fólki út og koma peningum á hreyfingu.
Held að allflestir hafi gert sér dagamun sem gátu en aðrir gátu fengið sér eitthvað sem þeir þörfnuðust.
Re: Ferðagjöfin - [EKKI]síðustu forvöð!
Var það ekki almenn vitneskja að þetta væri að renna út? Biðraðir útum allt á síðasta gildisdegi, getur þetta orðið mikið íslenskara?
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1819
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Ferðagjöfin - [EKKI]síðustu forvöð!
Ég nýtti samtals 5 ferðagjafir á Brew Dog í fyrra og á þessu ári, finnst þær hafa verið vel nýttar þar sem bæði ölið og maturinn þar er með þvi besta sem maður fær á landinu.
| Ryzen 7 1800X 16GB Gainward GeForce RTX 3060 Pegasus 12GB| Plex i5 6600K 16GB | Mi Poco X3 | Mi Box S |
-
- Geek
- Póstar: 835
- Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Ferðagjöfin - [EKKI]síðustu forvöð!
Mitt fór í svipaðeinarhr skrifaði:Ég nýtti samtals 5 ferðagjafir á Brew Dog í fyrra og á þessu ári, finnst þær hafa verið vel nýttar þar sem bæði ölið og maturinn þar er með þvi besta sem maður fær á landinu.
Ferðaðist samt slatta innanlands líka
CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video