Ég er ekki nógu ánægður með hversu mikið veghljóð kemur inní bílinn, sérstaklega þegar ég er komin á svona 80+ km hraða. Hvernig get ég minnkað það? Er eitthvað hægt að hljóðeinangra Yaris'inn minn betur?
Er á 2ja ára gömlum dekkjum (Laufenn G Fit EQ) og sagt að það sé nóg eftir af þeim.
Ég hef lítið vit á bílum svo það sé sagt hér og nú.
Eplakarfan: Apple Watch S6 LTE | iPad Air 2020 | iPad Pro 12.9” | Apple TV 4K | iPhone 13 Pro Max | Airpods Pro Tölvan: Lenovo IdeaPad L340 | PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro Útiveran: Ford Kuga | Kangoo | Zero 10X | Bettinsoli | Savage B22 | Savage Apex 110 Predator XP
Stundum eru gúmmíþéttingarnar á hurðunum búnar að hoppa úr “sætinu” sínu. Poppar þeim aftur inn
Einhver bílrúða gæti verið pínu pínulítið niðri. Afturhurðir líklegri
Leiðinlega kommentið er að kaupa betri bíl en flestir af þessum minni bílum eru algerar hljóðdollur, en þú getur lagað margt með mottum úr bílasmiðnum t.d. , svo er ódýra leiðin að bara líma á bodý panela að innan þar sem er mikið opið svæði með allskonar drasli, bara einföldum afskurðum úr td gólfmottum eða einhverju þunnu og eða það sem þú finnur á næstu endurvinnslustöð. Þetta kostar þig vinnu en kanski ekki mikin pening bara spurning hvaða leið þú vilt fara.