Er einhver sem býst bara við 1-2 ára endingartíma á nýju raftæki, sérstaklega stórum og dýrum tækjum sem hér um ræðir?
Held að flestir búist við 5+ árum á sjónvarpi, þvottavél eða ísskáp. Raunar býst ég við, og vonast eftir, allavega 10 árum, en ég hef kannski bara verið svona heppinn með eintök, allavega samanborið við GuðjónR.
kallikukur skrifaði:225 þúsund kallinn sem ég tala um er sú upphæð sem að Elko tapar ef að þú færð nýtt sjónvarp á þeirra kostnað.
Þú reiknar ekki nein afföll? Ég geri ekki ráð fyrir að ef ég keypti sjónvarp fyrir 3 eða 4 árum síðan, að það kosti það sama í dag og það gerði þegar ég keypti það. Verslun á rétt á að veita mér nýja afhendingu, sem er þá almennt bara sambærileg vara við þeirri sem var skipt út. Þannig kostnaðurinn er ekki kostnaðarverð seljanda á upprunalegu vörunni, heldur sambærilegri vöru í dag.
Eins og ég hef sagt áður, þá verður verslun einfaldlega að taka þetta með í reikninginn þegar kemur að ákvörðun álagningar / framlegðar. Ég skil ekki hvatan sem liggur að baki hjá þér til að reyna að sannfæra okkur um það að það sé ósanngjarnt gagnvart verslun að þurfa að bæta þetta, því þetta sé lengri ábyrgð heldur en hjá framleiðanda.
Þessar verslanir ganga bara alveg ágætlega, og ég held að öllum sé hagur í því, bæði kaupanda og seljanda, að varan sem viðskiptin snúast um uppfylli þær væntingar sem til hennar eru gerðar, sem í þessu tilfelli er að hún endist í 5+ ár, óháð því hvað framleiðandi ákveður að ábyrgjast.
Ekki endilega að þetta sé spurning um goodwill, en jú, ég tel að viðskiptavinur sem fær góða þjónustu snúi aftur. Ef við miðum við 33,33% álagningu, sem samsvarar ~25% framlegð, og þú selur 3 sjónvörp, þá má 1 þeirra bila utan ábyrgðar framleiðanda og þú kemur samt út á sléttu, ef við gefum okkur þá óraunhæfu forsendu að kostnaðarverð sé það sama og þegar tækið var keypt.
Ef við reiknum með að 5% sjónvarpa bili utan ábyrgðar framleiðanda, en innan 5 ára ábyrgðar, þá jú, eyðir það út framlegð 3 af hverjum 20 seldum tækjum, en eftir stendur framlegð af hinum 17.
Ef að þessi ábyrgðarþjónusta er það sem endalega kollvarpar fyrirtæki, þá eru einhver önnur brýnni vandamál í rekstrinum.