Svo í gær er ég ekki búinn að keyra bílinn í tæpa viku, var á vinnubíl, keyri úr stæðinu og þá flýgur glerið úr hliðarspeglinum á jörðina og smallast. Ég hafði ekki tekið eftir því að það hefði byrjað að losna eins og gerðist hinumegin um árið.
Nú er ég í þessari stöðu, er bíllinn strangt til tekið ekki ólöglegur í þessu ástandi?
Ég veit að ég get pantað mér glerið að utan, en veit einhver hvert ég ætti að snúa mér hér til að fá spegil sem fyrst? Mér sýnist þessar partasölur ekki selja glerið sér, helst allan spegilinn með mótorum og öllu saman.

Bison límið sem ég fékk í Byko heldur hinu speglinum enn í dag, rígheldur. Svona leit þetta allt saman út farþegamegin.

