Cycling Redundancy Check

Svara

Höfundur
Geita_Pétur
Nörd
Póstar: 104
Skráði sig: Fim 07. Okt 2004 00:44
Staðsetning: Island
Staða: Ótengdur

Cycling Redundancy Check

Póstur af Geita_Pétur »

Ég fæ þessa villu á (Cycling Redundancy Check) á yfir 50% af þeim diskum sem ég hef brennt með Nec 2500 DVD skrifaranum mínum.

Var fyrst viss um að þetta væri ódýru diskunum sem ég keypti á ebay að kenna, en svo er ég búinn að prófa fleiri tegundir og það virðist engu máli skipta hvaða tegund diskarnir eru hlutfallið af ónýtum diskum er alltaf svipað.

Ég get þá ekki komist að annarri niðurstöðu en að Nec spilarinn minn sé gallaður, en ég spyr þá sem vita betur, getur "Cycling Redundancy Check" villa komið vegna gallaðs skrifara eða kemur hún bara ef diskarnir séu gallaðir?

Ég allavega trúi ekki að yfir 50% af diskum sem ég brenni séu gallaðir óháð því hvort að ég notist við ódýr eða dýr gæða merki

Light
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Lau 18. Sep 2004 00:05
Staða: Ótengdur

Póstur af Light »

Howdy.

Þetta er svokallað CRC tjekk, ber saman skrár og dir yfirlit á disknum og
ef það stemmir ekki þá error!

Þetta er algengt vandmál með DVD skrifaða diska og já alveg sama hvað diska þú notar.

Prófaðu að þrífa diskana, ég maka bara uppþvottalög á krílin og volgt vatn til að skola af þeim..

Ef þú hefur skipt um firmware í skrifaranum þá er mörg hökkuð firmware mjög óstabíl. reyndar gengur sú saga um breytt NEC firmware að þeir eigi erfitt með að gera stabíl firmware...

OG ALLS EKKI setja límmiða á DVD diska það kemur of mikið kast á þá
Þegar lesið er data út við jaðarinn og þeir verða ill lesanalegir..

annað sem er að NEC skrifarinn er ekkert spes í lestri,, síðan virðist vera að DVD+R sé mun stabílla en DVD-R (samt er þetta MJÖG umdeilt"
t.d supportar DVD-R mun fleiri spilara

OG DVD er ekkert voða stabíll staðall þessir gaurar virðast hafa eytt meiri tíma í að ná upp hraða 16X (sem er sem betur fer topurinn!"
á kostanað áræðanleika, núna ætla þeir hinsvegar að fara að einbeita sér að firmware uppfærslum og stabílheitum.. þetta er svipað vandamál og var með CD fyrstu árin.. þettta er mest firmware tengd mál þó að
sumir hér á ísl séu snillingar í að selja drasl media..

Síðan virðist vera að sumir aular í þessum "sækja DVD mynda bransa" nenna ekki að SFV tjekka fæla sem þeir ná í og .img og .iso eru með slatta af villum í þeim fælum.. gæti líka verið örsök..

Vona að þetta skýri eitthvað!

Höfundur
Geita_Pétur
Nörd
Póstar: 104
Skráði sig: Fim 07. Okt 2004 00:44
Staðsetning: Island
Staða: Ótengdur

Póstur af Geita_Pétur »

Takk kærlega fyrir þetta, þetta skýrir ýmislegt.

Sambandi við það sem þú sagðir um að setja límmiða á diska, hvað þá með áprentanlega diska, þeir hafa einhverja áprentanlega húð, er líka eitthvað vesen með þá?

Light
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Lau 18. Sep 2004 00:05
Staða: Ótengdur

Póstur af Light »

Nóps, engin vandamál með þá!

:)
Svara