Oculus rift umræðan

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Oculus rift umræðan

Póstur af appel »

Þetta er allt svona á Íslandi.

Ef þú ert að kaupa í retail á Íslandi þá ertu að borga fyrir kostnað að vera með þá verslun, húsnæði, starfsmannakostnað og annan rekstrarkostnað. Þetta smyrst ofan á vöruverðið.

T.d. getur þú pantað Oculus Quest 2 beint á oculus.com á 52 þús kr íslenskar krónur komið í fangið á þér eftir 3 daga. En ef þú kaupir á elko.is þá kostar það 80 þús. Sama græjan, 28 þús munur, eða 53% hærra verð!
*-*
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hressileg álagning á PS5

Póstur af Sallarólegur »

appel skrifaði:T.d. getur þú pantað Oculus Quest 2 beint á oculus.com á 52 þús kr íslenskar krónur komið í fangið á þér eftir 3 daga. En ef þú kaupir á elko.is þá kostar það 80 þús. Sama græjan, 28 þús munur, eða 53% hærra verð!
Hvaða sérdíl ert þú á? :-k
Viðhengi
481F756A-3BEB-4C50-839D-AAEDDA5BA891.jpeg
481F756A-3BEB-4C50-839D-AAEDDA5BA891.jpeg (314.27 KiB) Skoðað 4096 sinnum
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6208
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hressileg álagning á PS5

Póstur af gnarr »

appel skrifaði:Þetta er allt svona á Íslandi.

Ef þú ert að kaupa í retail á Íslandi þá ertu að borga fyrir kostnað að vera með þá verslun, húsnæði, starfsmannakostnað og annan rekstrarkostnað. Þetta smyrst ofan á vöruverðið.

T.d. getur þú pantað Oculus Quest 2 beint á oculus.com á 52 þús kr íslenskar krónur komið í fangið á þér eftir 3 daga. En ef þú kaupir á elko.is þá kostar það 80 þús. Sama græjan, 28 þús munur, eða 53% hærra verð!
Þú ert enganvegin að tala um sambærilegan hlut. Umræðan snýst um að það að þú getur vanalega fengið þetta á 80.000kr á Íslandi, en Eymundsson er að selja þetta á 155.000kr á Íslandi.

Í báðum tilfellum er verið að kaupa beint frá retailer á Íslandi.
"Give what you can, take what you need."
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Hressileg álagning á PS5

Póstur af appel »

Sallarólegur skrifaði:
appel skrifaði:T.d. getur þú pantað Oculus Quest 2 beint á oculus.com á 52 þús kr íslenskar krónur komið í fangið á þér eftir 3 daga. En ef þú kaupir á elko.is þá kostar það 80 þús. Sama græjan, 28 þús munur, eða 53% hærra verð!
Hvaða sérdíl ert þú á? :-k
q2b.jpg
q2b.jpg (35.94 KiB) Skoðað 4066 sinnum
Last edited by appel on Mið 31. Mar 2021 13:01, edited 1 time in total.
*-*
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Hressileg álagning á PS5

Póstur af Klemmi »

appel skrifaði:q2b.jpg
Vantar ekki innflutningsgjöld ofan á þetta?

VISA gengið er aðeins hærra, 53.400kr m.v. Landsbankann þegar þetta er skrifað.

Geri ráð fyrir að það bætist við 24% vaskur, þá er þetta komið í 66.216kr, og svo eru innflutningsaðilarnir snillingar í því að leggja einhver gjöld, s.s. tollkrít og drasl, svo það má áætla að þetta sé um 70þús, mögulega aðeins hærra ef innflutningsaðili rukkar mikið fyrir tollskýrslugerð.

Jújú, þá er tæpur 10þús kall á milli Elko og framleiðanda, sem er bara mjög eðlilegt m.v. brick and mortar verslun vs. framleiðanda með netverslun og shippað beint úr vöruhúsi.

Og svo er 8. apríl sem er estimated delivery time ekki eftir 3 daga :)
Last edited by Klemmi on Mið 31. Mar 2021 13:25, edited 2 times in total.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Hressileg álagning á PS5

Póstur af appel »

Klemmi skrifaði:
appel skrifaði:q2b.jpg
Vantar ekki innflutningsgjöld ofan á þetta?

VISA gengið er aðeins hærra, 53.400kr m.v. Landsbankann þegar þetta er skrifað.

Geri ráð fyrir að það bætist við 24% vaskur, þá er þetta komið í 66.216kr, og svo eru innflutningsaðilarnir snillingar í því að leggja einhver gjöld, s.s. tollkrít og drasl, svo það má áætla að þetta sé um 70þús, mögulega aðeins hærra ef innflutningsaðili rukkar mikið fyrir tollskýrslugerð.

Jújú, þá er tæpur 10þús kall á milli Elko og framleiðanda, sem er bara mjög eðlilegt m.v. brick and mortar verslun vs. framleiðanda með netverslun og shippað beint úr vöruhúsi.

Og svo er 8. apríl sem er estimated delivery time ekki eftir 3 daga :)
Uppgefið verð á oculus.com er final verð það sem þú greiðir (með vsk+innflutningsgjöldum+sendingakostnaði).

Hef pantað 6x oculus græjur frá þeim í gegnum tíðina og alltaf bara greitt uppgefið verð.
*-*
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Hressileg álagning á PS5

Póstur af Klemmi »

appel skrifaði: Uppgefið verð á oculus.com er final verð það sem þú greiðir (með vsk+innflutningsgjöldum+sendingakostnaði).

Hef pantað 6x oculus græjur frá þeim í gegnum tíðina og alltaf bara greitt uppgefið verð.
Vó, það kemur mér á óvart, en er auðvitað bara snilld :hjarta :hjarta :hjarta
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: Hressileg álagning á PS5

Póstur af audiophile »

appel skrifaði:Þetta er allt svona á Íslandi.

Ef þú ert að kaupa í retail á Íslandi þá ertu að borga fyrir kostnað að vera með þá verslun, húsnæði, starfsmannakostnað og annan rekstrarkostnað. Þetta smyrst ofan á vöruverðið.

T.d. getur þú pantað Oculus Quest 2 beint á oculus.com á 52 þús kr íslenskar krónur komið í fangið á þér eftir 3 daga. En ef þú kaupir á elko.is þá kostar það 80 þús. Sama græjan, 28 þús munur, eða 53% hærra verð!
Held að fólk geri sér nefnilega ekki grein fyrir hvað kostar að reka verslun þar sem fólk getur gengið inn og prófað og fiktað í öllu og þurfa að standa undir 2ára ábyrgð þegar flestir framleiðendur taka bara fyrsta árið. Eftirkaupaþjónusta kostar alveg helvítis helling og fyrirtæki taka á sig mikinn kostnað varðandi gallaðar eða hin ýmsu"viðskiptavinur er sannfærður um að varan sé gölluð" mál.

Svo heldur fólk að álagning sé alveg himinhá en gerir sér ekki grein fyrir mismunandi markaðsverði og verð frá evrópskum birgjum sem er oft bara sama eða hærra en varan kostar úr bið í USA og svo á eftir að leggja á vöruna. Álagning á raftækjum er ekki það há.

En varðandi þetta fáránlega verð á PS5 þá vona ég svo innilega að ekki nokkur maður versli hana á þessu verði. Þetta er bara allt of hátt verð fyrir ekki merkilegri græju. Mér finnst líka ólíklegt að þessar vélar komi með venjulegum boðleiðum. Þ.e.a.s. frá innlendum birgja sem selur til annarra verslana líka. Þá væri álagningin alveg svívirðileg og verið að notfæra sér háa eftirspurn. Mig grunar frekar að þetta séu vélar keyptar gegnum aðrar leiðir og kosta mun meira að útvega.

En sama hvað, í gvuðanna bænum ekki freistast til að borga svona upphæðir fyrir þetta.
Have spacesuit. Will travel.
Skjámynd

Ingisnickers86
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 315
Skráði sig: Þri 06. Des 2016 07:38
Staða: Ótengdur

Re: Hressileg álagning á PS5

Póstur af Ingisnickers86 »

appel skrifaði:
Uppgefið verð á oculus.com er final verð það sem þú greiðir (með vsk+innflutningsgjöldum+sendingakostnaði).

Hef pantað 6x oculus græjur frá þeim í gegnum tíðina og alltaf bara greitt uppgefið verð.
Sorry, off topic en PM-ið mitt til þín er fast í outbox hjá mér... hvað seturu inn í ZipCode og svo hvernig slærðu inn símanúmerið á Oculus.com síðunni. Þeir vilja ekki leyfa mér að halda áfram með +354 XXX-XXXX
Kveðja,

Ingisnickers


Ryzen 3600 @ 4.1 | Vengeance LPX 16 GB @ 3.6 | Gaming X 1080ti Trio | 250 GB Evo 960 | 1 TB Evo 850 | B450 Mortar Max | RM750x | Silencio S400
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Hressileg álagning á PS5

Póstur af appel »

Ingisnickers86 skrifaði:
appel skrifaði:
Uppgefið verð á oculus.com er final verð það sem þú greiðir (með vsk+innflutningsgjöldum+sendingakostnaði).

Hef pantað 6x oculus græjur frá þeim í gegnum tíðina og alltaf bara greitt uppgefið verð.
Sorry, off topic en PM-ið mitt til þín er fast í outbox hjá mér... hvað seturu inn í ZipCode og svo hvernig slærðu inn símanúmerið á Oculus.com síðunni. Þeir vilja ekki leyfa mér að halda áfram með +354 XXX-XXXX
Greinilega bara bilað hjá þeim.
*-*
Skjámynd

Gummzzi
spjallið.is
Póstar: 408
Skráði sig: Þri 27. Apr 2010 19:28
Staðsetning: VilltaVestrið
Staða: Ótengdur

Oculus rift umræðan

Póstur af Gummzzi »

appel skrifaði:
Ingisnickers86 skrifaði:
appel skrifaði:
Uppgefið verð á oculus.com er final verð það sem þú greiðir (með vsk+innflutningsgjöldum+sendingakostnaði).

Hef pantað 6x oculus græjur frá þeim í gegnum tíðina og alltaf bara greitt uppgefið verð.
Sorry, off topic en PM-ið mitt til þín er fast í outbox hjá mér... hvað seturu inn í ZipCode og svo hvernig slærðu inn símanúmerið á Oculus.com síðunni. Þeir vilja ekki leyfa mér að halda áfram með +354 XXX-XXXX
Greinilega bara bilað hjá þeim.
Ég lenti í því sama. Senti póst á Oculus og fékk þau svör að þetta væri nýleg bilun sem unnið væri í að laga sem fyrst :)

Ryzen 5 5600x︱be quiet! dark rock 4︱RAM: 16 GB @3600MHz ︱1TB M.2 NVMe SSD
ASRock B550M-Steel Legend︱Red Devil RX 6700XT︱Be quiet! Pure Power 11 700w︱be quiet pure base 500
Mi Curved Gaming Monitor 34"
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Hressileg álagning á PS5

Póstur af Klemmi »

Gummzzi skrifaði:Ég lenti í því sama. Senti póst á Oculus og fékk þau svör að þetta væri nýleg bilun sem unnið væri í að laga sem fyrst :)
Komið í lag núna, var að panta :)
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

jericho
Tölvutryllir
Póstar: 693
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Staða: Ótengdur

Re: Hressileg álagning á PS5

Póstur af jericho »

Off topic much?

5600x | DH-15 | ASUS GTX 1060 6GB | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hressileg álagning á PS5

Póstur af GuðjónR »

appel skrifaði:
Klemmi skrifaði:
appel skrifaði:q2b.jpg
Vantar ekki innflutningsgjöld ofan á þetta?

VISA gengið er aðeins hærra, 53.400kr m.v. Landsbankann þegar þetta er skrifað.

Geri ráð fyrir að það bætist við 24% vaskur, þá er þetta komið í 66.216kr, og svo eru innflutningsaðilarnir snillingar í því að leggja einhver gjöld, s.s. tollkrít og drasl, svo það má áætla að þetta sé um 70þús, mögulega aðeins hærra ef innflutningsaðili rukkar mikið fyrir tollskýrslugerð.

Jújú, þá er tæpur 10þús kall á milli Elko og framleiðanda, sem er bara mjög eðlilegt m.v. brick and mortar verslun vs. framleiðanda með netverslun og shippað beint úr vöruhúsi.

Og svo er 8. apríl sem er estimated delivery time ekki eftir 3 daga :)
Uppgefið verð á oculus.com er final verð það sem þú greiðir (með vsk+innflutningsgjöldum+sendingakostnaði).

Hef pantað 6x oculus græjur frá þeim í gegnum tíðina og alltaf bara greitt uppgefið verð.
256GB kosta 70k þarna en 100k í ELKO, með vsk og flutningi.
Hvaða flutningsaðili flytur þetta heim? DHL eða Fedex?
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Hressileg álagning á PS5

Póstur af Klemmi »

GuðjónR skrifaði: 256GB kosta 70k þarna en 100k í ELKO, með vsk og flutningi.
Hvaða flutningsaðili flytur þetta heim? DHL eða Fedex?
Ég fékk þetta sent með UPS, kom 2 dögum seinna og get staðfest að það voru engin aukagjöld, bara 349€ fyrir "minni" útgáfuna.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hressileg álagning á PS5

Póstur af GuðjónR »

Klemmi skrifaði:
GuðjónR skrifaði: 256GB kosta 70k þarna en 100k í ELKO, með vsk og flutningi.
Hvaða flutningsaðili flytur þetta heim? DHL eða Fedex?
Ég fékk þetta sent með UPS, kom 2 dögum seinna og get staðfest að það voru engin aukagjöld, bara 349€ fyrir "minni" útgáfuna.
Frábært, svo lengi sem það er ekki DHL þá er það flott!
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hressileg álagning á PS5

Póstur af Hjaltiatla »

GuðjónR skrifaði:
Klemmi skrifaði:
GuðjónR skrifaði: 256GB kosta 70k þarna en 100k í ELKO, með vsk og flutningi.
Hvaða flutningsaðili flytur þetta heim? DHL eða Fedex?
Ég fékk þetta sent með UPS, kom 2 dögum seinna og get staðfest að það voru engin aukagjöld, bara 349€ fyrir "minni" útgáfuna.
Frábært, svo lengi sem það er ekki DHL þá er það flott!
Bara forvitni , af hverju ekki DHL ?
Just do IT
  √
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hressileg álagning á PS5

Póstur af GuðjónR »

Hjaltiatla skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Klemmi skrifaði:
GuðjónR skrifaði: 256GB kosta 70k þarna en 100k í ELKO, með vsk og flutningi.
Hvaða flutningsaðili flytur þetta heim? DHL eða Fedex?
Ég fékk þetta sent með UPS, kom 2 dögum seinna og get staðfest að það voru engin aukagjöld, bara 349€ fyrir "minni" útgáfuna.
Frábært, svo lengi sem það er ekki DHL þá er það flott!
Bara forvitni , af hverju ekki DHL ?
Af því að þeir eru jafn áhugalausir um póstdreifingu og Pósturinn, of mikill tími, fyrirhöfn og kostnaður fyrir þá.
Hef ekki fengið sendingu í gegnum þá sem ekki hefur klúðrast með einhverjum hætti.
Algjör flöskuháls á erlendar sendingar.
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hressileg álagning á PS5

Póstur af Sallarólegur »

Ég hef oft fengið pakka með DHL og það hefur verið tíu sinnum betra en pósturinn.

Þau hringja í mann og spyrja hvar maður sé og koma svo með pakkann á vinnustaðinn.

Pósturinn hefur aldrei samband við mann, maður þarf alltaf að heyra í þeim. Einu sinni var Pósturinn byrjaður að safna upp geymslugjaldi á sendingu sem ég átti hjá þeim án þess að láta mig vita hvað vantaði til að leysa pakkann út.

Pósturinn er klárlega eitt versta fyrirtækið sem ég átt í viðskiptum við.
Last edited by Sallarólegur on Lau 17. Apr 2021 14:11, edited 1 time in total.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

gutti
/dev/null
Póstar: 1396
Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
Staðsetning: REYKJAVIK
Staða: Ótengdur

Re: Hressileg álagning á PS5

Póstur af gutti »

Var sendingu frá amazon ekkert klikk hjá hjá dhl fínt þjónusta hjá dhl í síðustu viku :)

mikkimás
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Staða: Ótengdur

Re: Hressileg álagning á PS5

Póstur af mikkimás »

Vil allt annað en UPS. Nenni ekki að standa í því að ég og einhver dúddi séum að eltast við hvorn annan um allan bæ. Vil bara geta náð í pakkann minn í póstbox þegar mér hentar.

Þ.a. DHL og Pósturinn allan daginn.
Til sölu í augnablikinu: Sennheiser HD600 heyrnatól
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hressileg álagning á PS5

Póstur af GuðjónR »

Sallarólegur skrifaði:Ég hef oft fengið pakka með DHL og það hefur verið tíu sinnum betra en pósturinn.

Þau hringja í mann og spyrja hvar maður sé og koma svo með pakkann á vinnustaðinn.

Pósturinn hefur aldrei samband við mann, maður þarf alltaf að heyra í þeim. Einu sinni var Pósturinn byrjaður að safna upp geymslugjaldi á sendingu sem ég átti hjá þeim án þess að láta mig vita hvað vantaði til að leysa pakkann út.

Pósturinn er klárlega eitt versta fyrirtækið sem ég átt í viðskiptum við.
Þegar þú ert í 116 Reykjavík þá gilda önnur lögmál, þrátt fyrir að þeir segist geta farið út um allan heim þá er 116 ekki á landakortinu þeirra.
Þegar pakki berst að utan á staði sem eru ekki á þeirra korti, eins og t.d. 116 Reykjavík þá setja þeir pakkann á Póstinn sem ber út 2x í viku á svona fjarlæga staði.

Til að þurfa ekki að bíða í 5-7 daga eftir þessum innanlandssniglapósti eftir að hafa fengið vöru til landsins frá USA á tveim dögum þá hef ég haft samband við DHL og beðið um að hitta á bílstjórann í mosó þar sem hann má ekki keyra lengra en mosó.

Ég fékk t.d. pakka að utan fyrir 2-3 vikum, morgunin sem pakkinn kom þá hringdi ég í DHL og starfsmaður þar (Þorsteinn) sagði að pakkin færi á Póstinn, ég bað hann um að sleppa því, annaðhvort setja pakkann á bílstjóra og hafa samband þannig að ég gæti hitt hann í mosó eða það sem betra væri að setja pakkann í skáp í Háholti í mosó.

Hann sagði að pakkinn færi í skápinn, ég ítrekaði að ég yrði að fá PIN númerið sent því síðasti pakki fór í skáp en það gleymdist að senda PIN (eitt klúðrið enn). Dagurinn leið og ekkert PIN númer kom, símsvari eftir kl. 15 og engin svara tölvupósti frá mér.

Daginn eftir hringi ég aftur en þá vissi enginn neitt og pakkinn hafði ekki farið í skápinn eins og lofað var heldur í Garðabæinn án nokkurra útskýringa. Þetta var á föstudegi, ég spurði starfsmann (Heiðrún) þá hvort ég gæti teyst því að fá pakkann afhentan í skáp þennan dag en hún gaf það í skyn að því væri ekki treystandi, ef ég vildi vera öruggur að fá pakkann fyrir helgi þá yrði ég að sækja hann sjálfur í Garðabæinn.

Bottom line, það er ALLTAF vesen með DHL. Ég hef það á tilfinningunni að fólkið þar sé bara ráðið upp að öxlum í sparnaðarskyni.
Viðhengi
Screenshot 2021-04-17 at 14.18.11.png
Screenshot 2021-04-17 at 14.18.11.png (1.54 MiB) Skoðað 2318 sinnum
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hressileg álagning á PS5

Póstur af rapport »

Smá sammála DHL er í næst neðsta sæti á eftir póstinum. Rukkuðu mig allt of mikið í toll og ég gafst upp á að fá það leiðrétt eftir að samskiptin urðu leiðinleg.
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Hressileg álagning á PS5

Póstur af worghal »

GuðjónR skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Ég hef oft fengið pakka með DHL og það hefur verið tíu sinnum betra en pósturinn.

Þau hringja í mann og spyrja hvar maður sé og koma svo með pakkann á vinnustaðinn.

Pósturinn hefur aldrei samband við mann, maður þarf alltaf að heyra í þeim. Einu sinni var Pósturinn byrjaður að safna upp geymslugjaldi á sendingu sem ég átti hjá þeim án þess að láta mig vita hvað vantaði til að leysa pakkann út.

Pósturinn er klárlega eitt versta fyrirtækið sem ég átt í viðskiptum við.
Þegar þú ert í 116 Reykjavík þá gilda önnur lögmál, þrátt fyrir að þeir segist geta farið út um allan heim þá er 116 ekki á landakortinu þeirra.
Þegar pakki berst að utan á staði sem eru ekki á þeirra korti, eins og t.d. 116 Reykjavík þá setja þeir pakkann á Póstinn sem ber út 2x í viku á svona fjarlæga staði.

Til að þurfa ekki að bíða í 5-7 daga eftir þessum innanlandssniglapósti eftir að hafa fengið vöru til landsins frá USA á tveim dögum þá hef ég haft samband við DHL og beðið um að hitta á bílstjórann í mosó þar sem hann má ekki keyra lengra en mosó.

Ég fékk t.d. pakka að utan fyrir 2-3 vikum, morgunin sem pakkinn kom þá hringdi ég í DHL og starfsmaður þar (Þorsteinn) sagði að pakkin færi á Póstinn, ég bað hann um að sleppa því, annaðhvort setja pakkann á bílstjóra og hafa samband þannig að ég gæti hitt hann í mosó eða það sem betra væri að setja pakkann í skáp í Háholti í mosó.

Hann sagði að pakkinn færi í skápinn, ég ítrekaði að ég yrði að fá PIN númerið sent því síðasti pakki fór í skáp en það gleymdist að senda PIN (eitt klúðrið enn). Dagurinn leið og ekkert PIN númer kom, símsvari eftir kl. 15 og engin svara tölvupósti frá mér.

Daginn eftir hringi ég aftur en þá vissi enginn neitt og pakkinn hafði ekki farið í skápinn eins og lofað var heldur í Garðabæinn án nokkurra útskýringa. Þetta var á föstudegi, ég spurði starfsmann (Heiðrún) þá hvort ég gæti teyst því að fá pakkann afhentan í skáp þennan dag en hún gaf það í skyn að því væri ekki treystandi, ef ég vildi vera öruggur að fá pakkann fyrir helgi þá yrði ég að sækja hann sjálfur í Garðabæinn.

Bottom line, það er ALLTAF vesen með DHL. Ég hef það á tilfinningunni að fólkið þar sé bara ráðið upp að öxlum í sparnaðarskyni.
pantaði af ebay um daginn og það kom með dhl.
fékk þennan týpíska póst þar sem ég get valið hvað ég vill gera, sent eða sótt.
valdi kassann í mjódd og fékk þar með staðfestinu (eftir að ég þurfti að gera það tvisvar!)
svo þegar kom að því að setja í kassann þá fékk ég sms að pakkinn væri kominn í kassann í smáratorgi og ég hugsaði með mér bara "fuck it, sæki þetta eftir vinnu" en svo korter í 4 þá fæ ég sms að pakkinn er komin í mjóddina.
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Skjámynd

razrosk
Ofur-Nörd
Póstar: 271
Skráði sig: Þri 15. Sep 2009 20:16
Staða: Ótengdur

Re: Hressileg álagning á PS5

Póstur af razrosk »

Sallarólegur skrifaði:Ég hef oft fengið pakka með DHL og það hefur verið tíu sinnum betra en pósturinn.

Þau hringja í mann og spyrja hvar maður sé og koma svo með pakkann á vinnustaðinn.

Pósturinn hefur aldrei samband við mann, maður þarf alltaf að heyra í þeim. Einu sinni var Pósturinn byrjaður að safna upp geymslugjaldi á sendingu sem ég átti hjá þeim án þess að láta mig vita hvað vantaði til að leysa pakkann út.

Pósturinn er klárlega eitt versta fyrirtækið sem ég átt í viðskiptum við.
Bara 10x? Meira svona 100x betra haha.

DHL all day every day. Hafa aldrei klikkað og eru mjög fljótir. Topp þjónusta.
CompTIA A+/Network+/Security+/PDI+
Svara